1.11.2011 | 09:34
Verður þetta ímynd Hornafjarðar?
Hornfirðingar og aðrir geta rifist um það fram og til baka til eilífðarnóns hverjum beri að fjarlægja ónýtar girðiingar og girðingarefni, sem þar liggur á víðavangi og veldur hreindýrum kvalafullum dauða æ ofan í æ eftir jafnvel margra vikna eða mánaða þjáningar.
Þetta ástand hefur staðið yfir í nokkur misseri og það eina sem hefst upp úr því að menn vísi hver á annan er það, að heimamenn í heild og hérað þeirra skapi sér þá arfa slæmu ímynd sem þetta ástand gefur svæðinu.
"Kötturin sagði: ekki ég. Hundurinn sagði ekki ég..." í sögunni. En hér eru það ekki dýr sem vísa hvert á annað, heldur viti bornir menn sem hlýtur að vera annt um orðstír sinn.
Í umhverfisréttir ríkir meginreglan: Sá ber ábyrgð sem veldur. Hver olli því að þetta ástand ríkir þarna? Þeir sem komu girðingunum og girðingarefninu fyrir? Þeir sem fluttu hreindýr til landsins á átjándu öld?
Eða einhverjir enn aðrir?
Enn drepast hreindýr í girðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðbjóðsleg mynd að mannskepnunni og hennar verkum birtast víða!
Sigurður Haraldsson, 1.11.2011 kl. 10:05
Það þarf ekki einu sinni ónýta girðingu til að fanga Hreindýr, jafnvel hvorki hross né kind.
Mér er það minnisstætt þegar kind hafði það af að drepa sig í hliði sem var bara sólarhringsgamalt. Og lamb í stagi. Hross í nýrri gaddavírsgirðingu.
Reyndar fer notkun á honum minnkandi með tímanum, og rafgirðingarnar eru miklu minna hættullegar skepnum.
Hreindýr ku vera ferleg með girðingar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 11:03
Það er eins og enginn geri sér grein fyrir því að hreindýrin eru fljót að slíta niður nýjar girðinar þegar þau æða fram og til baka yfir þær til að komast á tún og akra. Það er óskemmtilegt að horfa upp á nýlega rándýra girðingu verða að flækju þegar hjörð sem telur tugi dýra rennir sér á hana. Vissulega á að hreinsa upp aflagðar girðingar en það er ekki nema hálfur vandinn. Hinn helmingurinn er ágengni dýranna þessum slóðum. Ég telst nú ekki gamall, næ réttum aldarfjórðung í aldri, en ég man eftir því að það var hending ef maður sá hreindýr sem barn. Nú telst hending ef maður sér þau ekki af þjóðveginum. Í fyrravetur voru á þriðja tug dýra kominn inn í garð hjá mér einn morguninn, og þau þurfa að fara yfir margar girðingar og eina jökulá til að komast þangað. Það er skemmst frá því að segja að ég bý í næstu sveit til vesturs frá Flatey á Mýrum.
Dýrin eru hreinlega alltof mörg.
Það er ónýtar girðingar út um allt land, ekki bara í Hornafirði. En það eru óvíða fleiri hreindýr í byggð til að finna þessar girðingar og þannig blása upp aðra hlið málsins í fjölmiðlum.
Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:05
Hélt að landeigendum væri skylt að sinna viðhaldi á girðingum á sinni jörð. Er málið eittthvað flóknara en það?
Guðmundur Benediktsson, 1.11.2011 kl. 12:48
Alls ekki, en hreindýr flækja sig líka í girðingum sem ekkert er hægt að setja út á.
Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 15:58
Þetta er rétt hjá þér, Ingi: Engin dýr = engin slys. Alveg eins og varðandi slysagildrur í umferðinni: Engir bílar = engin slys.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 19:40
Eins og ég sagði.. dýrin eru of mörg, rétt eins og bílarnir.
Auðvitað eiga landeigendur samt að passa upp á girðingar sínar, er ekki að halda öðru fram.
Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 22:34
Ég held að menn verði nú aðeins að passa sig á þessari einhliða umræðu. Sumar girðingana sem um ræðir eru nýlegar, og það eru hreindýrinn sem slíta þær niður. Ég er hræddur um að það myndu allir vilja fækka fuglum sem flygju á eldhúsgluggan og brytu hann reglulega.. Það myndi engin ykkar ræða um það að loka glugganum eða fjarlægja hann.. Heldur væri umræðan sú að fjarlægja fuglinn...
Kanski öfgakennt dæmi en samt að hluta til sambærilegt.. Tjón bænda af völdum hreindýra hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum á þessu svæði.. Dýrinn eru of mörg þarna, landrými er ekki mikið þarna undir jökli, og þó að sauðfé hafi fækkað þá eru enn einhverjir með búskap og nú eru menn upptaknir við að úthúða þeim sem dýraníðingum án þess að vita alla málavöxtu.
Eiður Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.