Jarðgöng undir brekkuna eða yfirbygging?

Bakkaselsbrekkan er versti farartálminn á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Ástæðan er margþætt. Þetta er hæsti fjallvegurinn á leiðinni, ein brattasta brekkan og oft vindaskil með sviptingum vegna þess að þarna verður um 45 gráðu beygja á leiðinni fyrir hornið á Heiðarfjalli.

Á þessum stað mætast þrír dalir og vindar geta mæst þannig að úr verður staðbundið óveður. 

Ég hef leikið mér að því að mæla vegalengdina, sem þyrfti mest að losna við og telst til að þetta getið verið 2500-3500 metrar er jarðgöng verða fyrir valinu, en styttri vegalengd ef sett yrði á veginn yfirbygging, sem ég kynnti einu sinni í sjónvarpsfrétt og er ódýrari en jarðgöng. 

Þessi sjónvarpsumfjöllun á sínum tíma beindist einkum að vestfirskum fjallvegum, einkum veginum yfir Dynjandisheiði, sem hentar einkar vel vegna þess að þar eru verstu kaflarnir aðeins hluti af heiðinni. 


mbl.is Lentu út af í Bakkaselsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef einmitt oft spáð í það hvort einhverskonar rör (hálft rör) úr plasti sé ekki raunhæf leið í gegnum snjóþung veðravíti á fjallvegum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 21:28

2 identicon

Hvernig getur forstjóri ALCOA fullyrt að 40.000 tonn þarfnast 40MW ??????????????
Nú fær hann 650 MW og framleiðir 360.000 tonn.
Seti þetta hérna,þó það ofanrituð óviðkomandi. Hef ekki netfangið þitt.

 
Ólafur Sveinsson,





Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef spurningunni er beint til mín, þá hef ég ekki svarið. Ég held þó að þetta liggi í hlutfallslega betri nýtni við fjölgun kerja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Ómar. Hann karl faðir minn var vöruflutningabílstjóri á Akureyri og ók leiðina Akureyri- Reykjavík í tæpa fjóra áratugi. Af og til heyrði maður því vangaveltur um staðsetningu leiðarinnar og hvað betur hefði mátt fara. Varðandi Öxnadalsheiðina þá var skoðun hans á þeirri leið mjög einföld. Það átti aldrei að leggja veginn yfir heiðina. Hann sagði ástæðu þess að vegurinn var lagður þar; að á þeim tíma hafi mikils metinn maður, gott ef hann var ekki alþingismaður, búið eða verið frá einum af innstu bæjunum í Öxnadal. Því hafi þurft að láta veginn liggja þar framhjá.

Skynsamlegra hefði verið að fara inn Hörgárdalinn og koma niður þar sem klifið var innst í Norðurárdal. Að sögn kunnugra, t.d. annars fyrrverandi vöruflutningabílstjóra, Baldurs frá Bægisá, sem er bær á mótum Hörgár- og Öxnadals, hefði sá vegur legiði miklu lægra og verið mun snjóléttari og greiðfærari í alla staði. Þá hefðu einnig sparast einhverjir kílómetrar. ... kannski er ekki of seint að bæta fyrir þessi mistök.. 

Atli Hermannsson., 7.11.2011 kl. 00:03

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tel mig þekkja nokkuð vel til á báðum þessum heiðum eftir tugi ef ekki hundruð flugferða yfir þær og fer oft yfir Hörgárdalsheiði af því að flugleiðin yfir hana er þráðbein alla leið en bogin ef Öxnadalsheiði er farin. 

Hörgárdalsheiði þar sem hún er hæst  er hins vegar ca 50 metrum hærri en Öxnadalsheiði, og "klifið" sem þú talar um er líkast til svonefndur Sveigur Hörgárdalsmegin, svipuð brekka og Bakkaselsbrekkan. 

Besta landleiðin væri þessi leið með göngum í gegnum Sveiginn sem jafnaði út þá vondu brekku. En nú er líklega of seint um að fást, því miður.

Ómar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 00:16

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hjó eftir þessu eins og þú, Ólafur, einkum vegna þess að álverið er splunkunýtt og þess vegna hægt að álykta sem svo að ekki sé hægt að gera þar svipað og verið er að gera í Straumsvík.

Forstjórinn ýjaði að meiri orku fyrir austan sem þýðir ósk um fleiri virkjanir. Eina leiðin til að fá meira út úr Fljótsdalsstöð væri tvöföld háspennulína að sunnan yfir hálendið. Meðan álverið er "eyland í orkukerfinu" eins og lögfræðingur Landsvirkjunar orðaði það, verður að miða við það að ein túrbína í Fljótsdalsstöð geti orðið óvirk vegna viðhalds eða bilunar. 

Tvöföld háspennulína að sunnan gæti hins vegar gert kleyft að fá orku annars staðar úr kerfinu á meðan slíkt ástand varir og þar með að gera ævinlega ráð fyrir hámarksaflinu. 

Síðan skal ég ekki segja hvort einhver önnur leið til betri nýtingar á 40 megavöttum er möguleg í verinu sjálfu, hef ekki þekkingu á því. 

Ómar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu viss um að mikið mál sé að tengja fljótsdalslínu við landsnetið, Ómar?

Nú var það auðvitað svo að allt rafmagn frá Kárahnjúkum var eyrnamerkt og fyrirfram selt til álversins í Reyðarfirði. Þetta var ein af grunnforsendum hagkvæmni virkjunarinnar. ALLT rafmagnið er selt til Alcoa Fjarðaáls á umsömdu verði, hvort sem þeir nota það eða ekki.

Raforkutruflanir (sláttur) á landsnetinu hefur ekki áhrif á afhendingaröryggi orkunar til Reyðarfjarðar. Það er ákveðið rekstraröryggi fólgið í því, bæði gagnvart álverinu og einnig gagnvart Fljótsdalsstöð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 01:06

8 identicon

Er þá Kárahnjúkavirkjun BARA tengd við Fjarðarál? Og ekkert annað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 17:28

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og ég tók fram hér að framan sá ég á sínum tíma bollaleggingar um það hjá Landsvirkjun að vegna þess hve Byggðalínan ber sáralítið rafmagn verði óhjákvæmilegt að gera almennilega og öfluga línu norður Sprengisand og þvert yfir norðurhálendið austur í Fljótsdal.

Ómar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 20:34

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að þetta sé ekki rétt hjá þér Ómar. Geturðu bent á heimildir fyrir þessu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 23:00

11 identicon

Byggðalína er ekki 220KV og ber hvorki fugl eða fisk

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband