10.11.2011 | 23:57
Afleiðingar spillingar ?
Það er alkunna að í mörgum ríkjum heims er mútuþægni landlæg. Sums staðar er hún svo algeng að fólk kemst lítið áfram í skiptum sínum við opinbera starfsmenn nema með því að múta þeim.
Hér á Íslandi hefur mútuþægni sem betur fer ekki komist á það stig sem hún er í ýmsum fjarlægum löndum.
Það var að minnsta kosti ein af ástæðum þess að Ísland komst svo hlægilega hátt á llista yfir lönd þar sem minnst spilling væri í heiminum, að að manni setti óstöðvandi hlátur.
"Rusl inn - rusl út" er máltæki sem lýsir því þegar forsendur eru rangar og útkoman eftir því.
Hinir erlendu rannsakendur áttuðu sig einfaldlega ekki á hinni sérstöku íslensku spillingu sem hefur verið böl hjá okkur svo lengi sem elstu menn muna og birtist í kunningja- og venslatengslum okkar fámenna þjóðfélags auk spillingar sem hagsmuna- og stjórnmálahópar, valdaklíkur og fjármálatengsl skapar.
Þegar stórslys hafa orðið í löndum, þar sem mútuþægni er almenn og landlæg, hefur oft komið í ljós að þau urðu vegna þess að menn gátu keypt sér vottorð og það að litið væri fram hjá öryggisatriðum, svo sem varðandi kröfur um styrkleika bygginga.
Þess vegna hafa jafnvel nýlegar byggingar, sem áttu að standast jarðskjálfta, hrunið eins og spilaborgir.
Nú skal ekkert fullyrt um það af hverju hótelið í Tyrklandi sem hrundi í jarðskjálfta hefur verið veikbyggt vegna þess að farið var á svig við kröfur í byggingarreglugerðum.
En það hrynur fleira en hús í jarðskjálftum. Hrunið okkar mátti rekja til siðferðislegra veikleika, meðal annars spillingar í upphafi bankabólunnar og skorts á eftirliti og aðhaldi.
Myndir af hóteli að hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er að greina í hverju þessi spilling fólst. Einn hluti hennar voru kúlulánin. Lán sem ekki þurfti að greiða til baka í flestum tilfellum, veðlausar peningagjafir. Sé þetta tekið inn í reikninginn t.d. þá hefur hvergi á byggðu bóli þrifist önnur eins pólitísk spilling fyrir opnum tjöldum. Enginn hefur fengið að gjalda þessa. Enginn hefur vikið úr embætti. Trikkið er barra að skíra þennan gerning einhverju abstrakt nafni.
Þegar þetta er svo skoðað, þá komast menn að því að spillingin var algerlega þverpólitísk. Nokkuð sem menn eru í algerri afneitun á hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 00:29
Stöðuveitingar í einkageiranum tengdar embættismönnum og eirra nánustu eru líka eitt form af mútum ef það skyldi hafa farið framhjá mönnum.
Hvað varð svo um krosstengslaumræðuna? Af hverju hvarf hún svona fljótt af síðum fjölmiðla?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 00:32
Mútunöfnin eru líka mörg sem sem klíkan er mannmörg. Þetta vita allir. vandinn er hefur verið að þeir sem ekki eru í klíkunni/mútunni verða að miðla málum svo þeir þurfi ekki að borga allt of mikið sem þíðir að tapa bát,bústað, vinnu, húsnæði, bíl,og mannorði. Djöfullinn tekur sína að lokum, vertu alveg sjúr.Tekur nokkrar vikur eða mánuði.!!!!!!!!!!!!!!!
Eyjólfur Jónsson, 11.11.2011 kl. 01:16
Ég hló svo mikið að ég táraðist þegar ég las fréttina um hið óspillta Ísland í dagblaði fyrir nokkrum árum. Ég var spurður út í þetta af erlendri manneskju, og þurfti að þýða fyrirsögnina. Hún spurði hvað væri svona fyndið við þetta, og ég svaraði því til, að spillingin hérna væri svo mögnuð og pottþétt að hún mældist ekki einu sinni.
Þetta var jú fyrir hrun, og þetta var rétt hjá mér.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.