13.11.2011 | 20:51
"Djók" fyrir aldamót ?
Ef einhver hefði sagt fyri 1ö-20 árum að Íslendingar gætu komist í fremstu röð í fimleikum og dansi hefði andsvarið við því hugsanlega orðið: "Djók".
En Evrópumeistara- og Norðurlandameistaratitlar Gerplu og frammistaða íslensku keppendanna í Norður-Evrópumóti í samkvæmisdansi hafa gerbreytt þess og stungið upp í þá sem hefðu fyrirfram efast um að þetta gæti gerst.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem hafa stundað þessar íþróttir í gegnum áratugina.
Mér fannst til dæmis þau Sæmi rokk og Didda hér í árdaga lítið gefa eftir því besta sem maður sá að Kanarnir væru að gera í sambærilegum dansi.
Og unga fimleika- og dansfólkið, sem nú brýst fram til forystu sprettur ekki upp úr jörðinni, bara sisvona.
Að baki ér áralöng þróun og vinna fyrirrennarar þeirra og þjálfara sem skilar í samvinnu yngri og eldri glæsilegum árangri.
Til hamingju, fimleika- og dansfólk!
Ísland vann landakeppni í dansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.