Eitt tilgangslausasta stríð allra tíma.

Fyrri heimsstyrjöldin, hverra loka menn hafa minnst um helgina, er eitt tilgangslausasta, versta, fráleitasta og glæpsamlegasta strið allra tíma.

Það hófst vegna fáránlegs kapphlaups um auðlindir og nýlendur, knúnu af græðgi og valdafíkn stórveldanna, og ól af sér framhaldsstyrjöld sem var enn verri og hryllilegri, og í kjölfar hennar vígbúnaðarkapphlaup; kalt stríð og styrjaldir um allan heim út öldina.

Öll stórveldin, sem hófu stríðið, voru haldnar þeirri blekkingu að þau sjálf myndu vinna sigur í stuttum og glæsilegum hernaði. Hún hófst í ágústbyrjun og henni átti að ljúka fyrir jól!

Ungir menn í blóma lífsins marséruðu við fagnaðarlæti múgsins rakleiðis inn í hrylling gagnkvæmrar slátrunar sem stóð í meira en fjögur ár.

Í hverri orrustunni af annari var hundruðum þúsundum og milljónum ungmenna att út í blóðbað, sem oft stóð vikum saman eins og orrusturar við Somme og Verdun, og skilaði engu nema dauða, hryllingi og eyðileggingu. 

Á fyrstu klukkustundum orrustunnar við Somme féllu meira en 50 þúsund bresk ungmenni. Stór hluti þess hóps var stráfellur þegar hann fór það langt að hann féll fyrir stórskotarhíðinni frá eigin her! 

Þegar orrustunni lauk mörgum mánuðum síðar, lá milljón í valnum án þess að hinn minnsti árangur hefi náðs. 

Einn hershöfðingja Breta sagði: "Við verðum að halda þessu áfram og áfram því á endanum munum við vinna sigur, jafnvel þótt aðeins fáir okkar hermanna verði lifandi og allir Þjóðverjarnir dauðir."

Enginn af hershöfðingjunum sem töluðu og hugsuðu svona voru ákærðir fyrir stríðsglæpi. 

Prestar klæddu sveipuðu brottfarir til orrustu með trúarlegum ljóma, blessunarorðum og söngvum eins og "Áfram! Kristmenn! Krossmenn!"  

Eftir stríðið réði hefnd og heift þar sem sigurvegararnir nýttu aðstöðu sína til að niðurlægja liggjandi andstæðing sem mest, svo að hann gæti aldrei litið framar til sólar, heldur væri bundinn í handjárn himinhárra og óviðráðanlegra stríðsskaðabóta. 

Það bar einungis þann árangur að kveikja með Þjóðverjum blundandi hatur, sem glæpahyski nasista nýtti sér til að efna til enn meiri ófriðar og enn meiri hörmunga aðeins 20 árum síðar. 

Það er ógleymanlega sorglegt að koma til Verdun og líta yfir svo stóran kirkjugarð með gröfum ungra manna, að ekki yfir hann allan þar sem hann þekur heilu hæðirnar. 

Staðurinn býr yfir yfirþyrmandi harmsögu; - þar varð Petain hershöfðingi Frakka þjóðhetja landa sinna fyrir það að koma í veg fyrir ósigur í margra mánaða blóðbaði en gekk síðan erinda nasista í Seinni heimsstyrjöldinni og átti aðeins miskunn De Gaulle það að þakka að verða ekki hálshöggvinn fyrir landráð. 

Eftir Fyrri heimsstyrjöldina kölluðu sigurvegararnir hana "Stríðið sem bindur enda á allar styrjaldir" en í raun varð þessi glæpsamlega styrjöld kveikjan að nánast öllum öðrum styrjöldum, stórum og smáum, sem háðar voru út alla 20. öldina.


mbl.is Fallinna hermanna minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það sem greri upp af þessu var Evrópusambandið. Nú reynir á.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.11.2011 kl. 20:58

2 identicon

Evrópusambandið/Evrópubandalagið (spurning um túlkun á þýðingu) var reyndar prómó-mál hjá Hitler, og er hægt að vitna í hann frá fyrir seinna stríð með það.

Ég skoðaði eitt sinn sýningu á safni í Saarbrucken þar sem hægt var að skoða myndir frá vesturvígstöðvunum í þrívídd!!!

Þvílík upplifun. Man nú ekki hver stóð fyrir ljósmynduninni á þeim tíma, en þetta gaf manni aldeilis nýja sýn á þetta. Alls ekki barnvænt efni NB!

En þrátt fyrir allt svínaríið og alla forina, og alla þá sem mundu þetta, en lifðu, þá varð til annað stríð enn stærra. Þó öðruvísi, og eini vígvallarkaflinn sem toppar fyrra stríð á vesturvígstöðvum Evrópu eru austurvígstöðvarnar, - þ.e.a.s. í biluðum mannfórnum. Eða hvað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband