Í bókstaflegri merkingu ?

Vegna fréttar um bréf til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að mótmælendur í tjaldbúðum á Austurvelli fái að nota klósettið í þinghúsinu, sýnist mér að mótmæli tjaldbúðarfólksins gætu fengið nýja vigt í bókstaflegri merkingu innanhúss ef þetta verði samþykkt, og datt þetta í hug; - vona að mér fyrirgefist að geta ekki setið á strák mínum:  

Óánægju afsprengi

ætti að veita fulltingi

og gefa greiðara´aðgengi

(til)  að gefa skít í Alþingi. 


mbl.is Vill að Alþingi útvegi salernisaðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott.   En mætti ekki sleppa "til" í síðustu línunni. (Vonandi ekki dauðasök að "leiðrétta" skáldið)

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 15:25

2 identicon

Undur og stórmerki!! Ég er sammála Gunnari Th..

Þá hlýtur jörðin að vera að farast. Einhver halastjarna, kannski?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég velti vöngum yfir þessari ágætu og réttmætu ábendingu Gunnars og var sjálfur í vafa en ákvað að hafa orðið "til" með í ljósi þess að vísan hljómar ekki eins í lestri eins og þegar hún er höfð yfir upphátt, orðið "til" áherslulaust og áherslan á orðinu "gefa".

Get alveg hugsað mér að sleppa orðinu "til" en ef farið er með vísuna á þann hátt, sem ég mæli með, er orðið algerlega áherslulaus og áherslan að sjálfsögðu á orðinu "gefa". 

Prófið þetta sjálfir. Það er réttara málfarslega séð að orðið "til" sé þarna, en ég hefði gjarnan viljað sleppa því. 

Ómar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 18:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hef ákveðið að setja orðið "til" í sviga: "(til)"

Ómar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 20:21

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 20:32

6 identicon

Það breytir því þó ekki að frá seinni stuðli í þriðju línu er of langt að höfuðstafnum í þeim fjórða.  Hjá þér eru tvær kveður (bragliðir) en má mest vera ein, skv. fræðunum sem Sveinbjörn Beinteinsson setti fram, og þar að auki er þetta auðheyrt hverjum manni sem  brageyra hefur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband