24.11.2011 | 15:16
Þarf betri tölvugerða mynd ?
Hér áður fyrr var sagt að ljósmyndarar flokksblaðanna hefðu spurt, þegar þeir voru sendir til að taka myndir af mannfundum: "Eiga að vera margir eða fáir á fundinum?"
Með því að velja sér sjónarhorn og vídd er hægt að stýra hughrifum af því sem myndin á að sýna.
Varðandi Þorláksbúð er mikilvægt að gefa óhlutdræga mynd af henni í samspili hennar við Skálholtsdómkirkju og helst að sýna hana frá mismunandi sjónarhornum svo að notendur fjölmiðla geti myndað sér skoðun.
Ef velja á eitt sjónarhorn þarf það helst að gefa vel til kynna fjarlægðina á milli húsanna og huga jafnframt að því frá hvaða stað og hvaða sjónarhorni er oftast horft á þessi tvö mannvirki, ef aðeins á að nota eina mynd.
Hvorugu þessu skilyrði er að mínum dómi fullnægt á tölvugerðri mynd, sem fylgir frétt mbl.is og auk þess er í myndinni bætt við óraunhæfu misræmi á milli Þorláksbúðar og umhverfis hennar.
Vitað er að Þorláksbúð á að standa á grasbletti og á myndinni með mbl.is fréttinni eru grasbletturinn og jörðin öll hulin hvítum snjó.
Grasið á þaki Þorláksbúðar hins vegar sýnt fagurgrænt, eins og einhver almáttug máttarhönd hafi komið í veg fyrir að á það félli snjór.
Rétt skal vera rétt. Ef á annað borð er gefin sú forsenda að jörð og gras séu þakin snjó á myndinni, verður það að gilda um alla jörðina og allt grasið sem snjór getur fallið á.
Myndin er þar að auki tekin frá sjónarhorni þar sem búðin sýnist standa innan við tvo metra frá kirkjunni.
Það er heldur ekki rétt. Hún stendur ca 20 metra frá kirkjunni.
Niðurstaða þess, sem ekkert þekkir til og sér þessa mynd í sjónhendingu, verður því þessi: Liturinn á Þorláksbúð verður í æpandi ósamræmi við umhverfið og hún stendur þétt upp við kirkjuna.
Ég efast um að þetta sé ætlun mbl.is, heldur sé hér um mistök að ræða, og bendi því á þetta í mestu vinsemd.
Segir af sér vegna Skálholts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sama mynd og ég sá í Sunnlenska fréttablaðinu. Ég lyfti brúnum þegar ég sá myndina og fannst athyglisvert og neikvætt hversu nálægt Þorláksbúð er og að þetta væri töluvert stílbrot.
Nú bendir þú, Ómar á mjög athyglisverðan punkt varðandi myndina og sýnir fram á hve auðvelt er að blekkja með "réttri" ljósmyndun. (þú kannt þetta)
Hið persónulega bréf formans húsafriðunarnefndar til katrínar Jakobsdóttur, hefur yfir sér ógeðfeldan skoðanakúgunarblæ. Menningarsnobbið er með lítt dulbúna hótun um að eins gott sé fyrir ráðherra að gera eins og snobb-elítan ætlast til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 16:07
Það vantar eitt stykki "tilgátu-kamar" til að gæta raunsæis. Hann gæti sem best verið þarna á milli.
Jóhann (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 18:57
"Það er engin leið að hætta" sungu Stuðmenn. Það virðist ekki vera nein leið fyrir þig, Gunnar, að hætta því sem þú hefur klifað á að ég hafi falsað myndir mínar af gróðurlendinu sem sökkt var undir Hálslón.
Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum var tugum ferkílómetra af þykkum gróðri sökkt undir lónið.
Bændur fengu bætur vegna missis afar góðs beitilands á Hálsinum, sem var 15 kílómetra löng bogadregin hlíð með 3-4 metra þykkum jarðvegi.
En auðvitað lifði allt þetta fé á grænu grjóti að ekki sé talað um hreindýrin.
Nei, eyðileggingu þessa gróðurlendis vilja menn ekki viðurkenna og hafa með síbyljunni um að aðeins sé sökkt "eyðisöndum og grjóti" undir miðlunarlón haft það fram, að langflestir standa í þessari trú.
Nú síðast í útvarpsþættinum "Vikulokunum" sagði einn viðmælenda, að hann hefði nýtt sér stórbætt aðgengi að hálendinu með því að fara upp á Kárahnjúkum og dást að stíflunni og lóninu, sem "öll grjótinu" var sökkt í.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 19:16
http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1205139/
Ég leyfði mér að lagfæra þessa mynd um daginn, en líka að minna menn á að rúst Þorláksbúðar var friðlýst árið 1927. Ef einhver hefur gefið leyfi til að byggja ofan á rústinni þá hefur hinn sami valtað harkalega yfir Þjóðminjalög.
Ráðherra verður að taka á því lögbroti!
Ég skil ekkert í Hjörleifi að fara í fýlu út af þessu. En auðvitað er ómögulegt að vinna undir menntamálaráðherra sem lýsir frati á þær stofnunir sem heyra undir embætti hans og þau lög sem hún á að ráðuneyti hennar vinnur eftir.
Ef einhver ætti að segja af sér, væri það Kata og hún ætti að taka með sér Kristínu Sigurðardóttur hjá Fornleifavernd Ríkisins, sem ber ábyrgð á því að leyfi var gefið til að byggja skúr ofan á friðlýstum fornleifum.
FORNLEIFUR, 24.11.2011 kl. 19:43
Ég held nú að ég hafi ekki sagt að þú falsaðir myndirnar sjálfar, en myndir sem hafa birst í áróðri þinum gegn Kárahnjúkum hafa ekki alltaf verið af landi sem fór undir lónið. Náttúruverndarsamtök Íslands o.fl. voru reyndar enn grófari en þú, þegar þau sýndu hrikalegasta og fallegasta hluta Hafrahvammagljúfurs með textanum: (eingöngu með enskum texta) "Land that will be destroyed". E.t.v. hefur þetta verið viðleitni þeirra til að láta spádóma sína um að ferðamönnum til Austurlands myndi fækka um 50%, eins og kom fram í bullskýrslu samtakanna árið 2001.
Þessi ljósmyndataktík var einnig notuð í áróðrinum gegn Eyjabakkavirkjun, ásamt langri runu af fáránlegum staðhæfingum, eins og t.d. að íslenski grágæsastofninn yrði í hættu ef af þeirri framkvæmd yrði. Birtar voru myndir af ósköp venjulegum seftjörnum, en litirnir í vatninu vor skær kóngabláir og voru augljóslega "fótósjoppaðir" til að skapa eitthvað "einstakt og ómetanlegt".
Einhvern tíma sagði ég að allt væri fallegt á Íslandi í góðu veðri og góður ljósmyndari gæti gert fallega og hugljúfa stemningu með ljósmynd af umkomulausri jurt á eyðisandi og með dramatískri tónlist ertu kominn með listaverk. Þú kannt þetta Ómar, er það ekki rétt hjá mér?
Ég hef aldrei haldið því fram að engu hafi verið fórnað með Kárahnjúkavirkjun. Ég hef bara sagt að það var þess virði og ég stend við það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 20:23
... heiðargæsastofninn, átti að standa þarna
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 20:27
Gleymdu því ekki Gunnar; -að fréttaumfjöllun Ómars var grandskoðuð og komust skoðunarmenn að þvi að umfjöllun hans var hlutlæg og óaðfinnanleg að því leyti að ekki var máli hallað á annan aðilann.
Gunnar, -kannast þú við hugtakið "þráhyggjuröskun"?
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 21:15
"Ég hef aldrei haldið því fram að engu hafi verið fórnað með Kárahnjúkavirkjun. Ég hef bara sagt að það var þess virði og ég stend við það."
Nú er meira að gera í leigubílaakstrinum á Reyðarfirði?
Jóhann (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 21:16
Ég svara ekki skætingi frá huglausum nafnleysingjum
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 21:17
...þér þykir vafalítið til marks um hughreysti að vera sífellt að nudda þér upp við Ómar.
Ef þú ert ekki hættur að taka lyfin þín við árátturöskun, þá ráðlegg ég þér að leita læknis.
Jóhann (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 22:50
Ég eyddi tveimur sólarhingum í það að ganga um Eyjabakkasvæðið og birta myndir af tjörnunum þar, árkvíslunum sem ég óð yfir, og gæsunum í Hraukunum.
Ég flaug líka yfir Eyjabakka og tók af þeim loftmyndir.
Nú sé ég að þetta hafi allt verið falsað og "fótósjoppað". Og líkast til líka loftmyndir RAX og kvikmynd Páls Steingrímssonar um gæsirnar og Eyjabakka.
Sennilega tekur þú meira mark á orðum þáverandi umhverfisráðherra, sem stóð í meira en tíu kílómetra fjarlægð frá svæði gæsanna í Eyjabökkum og Hraukum og sagðist ekki vera bergnumin.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 23:28
Annað. Þú heldur áfram að dylgja með það að af því að ég viti hvernig hægt sé að veita rangar upplýsingar með myndatöku hljóti ég að hafa gert það.
Hvað myndir þú segja ef ég segði það um þig, að vegna þess að þú vitir hvernig eigi að drepa mann, þá hlytir þú að hafa gert það?
Ómar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 23:34
Ég nefndi gæsirnar af því þær hefðu ekki verið þar. Ég nefndi þær af því friðunarfíklarnir héldu því fram að virkjunin hefði alvarlegar afleiðingar fyrir stofninn. Fjöldinn var ýktur og mikilvægi staðarins sem fellistöðvar var algjörlega út í bláinn.
Náttúruverndarsamtök fengu titlaða fræðinga, virta, eins og allir þeirra fræðinga eru að þeirra eigin sögn, til að kvitta undir bullið.
Allt er reynt, ekkert er heilagt, síst af öllu sannleikurinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:01
Nú skil ég ekki alveg. Ertu að segja að þúsundir gæsa, sem ég sá þar, margsinnis úr lofti og einnig af jörðu niðri og tók myndir af hefðu ekki verið þar?
Að gæsirnar sem Páll Steingrímsson sá og tók myndirnar af hefðu ekki verið þar?
Ómar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 00:18
En af því þú nefnir fyrrv. umhverfisráðherra, er hans skoðun eitthvað óæðri en þeirra sem fengu í hnén yfir náttúrunni við Eyjabakka? Ertu að gera lítið úr smekk annarar manneskju á náttúrunni af því hann er ekki eins og þinn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:19
Ertu líka að segja að þetta hafi ekki verið fellistöðvar gæsanna? Að þúsundir gæsa, sem ég sá þar hvað eftir annað ófleygar þar hafi verið ímyndun mín eða myndir mínar falsaðar?
Ertu að segja að myndirnar sem Páll Steingrímsson tók af þúsundum gæsa hlaupandi eins og snjóflóð niður Hraukana hafi verið falsaðar?
Ómar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 00:22
Náttúruverndarsamtök fullyrtu að þarna væru 10-12 þúsund gæsir, þær voru 6-8 þúsund og þó þær hefðu allar "drukknað" í lóninu, hefði það ekki haft nein áhrif á stofninn.
Gæsir voru til þess að gera nýbyrjaðar að venja komur sínar þarna, vegna gríðarlegrar fjölgunar í stofninum og hugsanlega einnig vegna hlýnandi veðráttu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:22
Fyrirgefðu. Eftir að ég hef flogið margsinnis lágt og hátt yfir svæðið og síðan gengið um það uppeftir og niðureftir beggja vegna Jökulsár og borið það saman við útsýnið af þeim stað sem umhverfisráðherrann stóð á get ég og aðrir, sem farið hafa um það, fullyrt að það sem hún sagði var ekki marktækt.
Ekki frekar en það væri marktækt að standa uppi á Kjalarnesi og leggja dóm á Elliðaárdal í Reykjavík.
Ómar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 00:31
ok, má vera, en þetta var nú líka álit margra annara sem þekktu svæðið eins og punginn á sér
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:39
Haha, Gunnar:
"Gæsir voru til þess að gera nýbyrjaðar að venja komur sínar þarna, vegna gríðarlegrar fjölgunar í stofninum og hugsanlega einnig vegna hlýnandi veðráttu."
Þú hefur sjálfsagt sprangað þarna um mun meira en Ómar, enda styttra að fara.
Og hlýnandi veðrátta, - áttu við loftslagshlýnun?
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 09:12
Þetta hafa staðkunnigir menn sagt, bændur, veiðimenn og fleiri. Ég er aðfluttur Austfirðingur (1989) en kom fyrst á svæðið kringum 1995 og þá var kominn slatti af gæs þarna. Austfirðingar hlógu margir þegar þeir sáu rök friðunarsinna, að gæsin væri svona stórt atriði í huga þeirra.
Nei, Ómar hefur örugglega "sprangað" á Eyjabökkum meira en ég.
Hlýnandi veðrátta/loftslagshlýnun.... ? Þú mátt velja
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 10:40
Ég minntist á það um daginn að Skálholtskirkja væri hönnunarslys auðvitað þrátt fyrir fegurð hússins og staðsetningu. Þorláksbúð var þarna á undan og átti auðvitað að taka tillit til þess við hönnun kirkjunnar að hún yrði einhver tímann endurbyggð. sjá:
http://gunnsithor.blog.is/blog/gunnsithor/entry/1193136
Gunnar Þór Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 12:19
Jú, þetta er alveg rétt. Ennfremur má benda á að hvítur litur Kirkjunnar er í samhljómi við snjólitinn og rammað inn af hvítmöttum himni í baksýn. Kirkjn fellur inn í listaverk landslagsinns og dökkt þakið undirstrikar alvarleikann og trúarlegan undirtón.
Nú nú. Síðan kemur einhver torfkofi allur beint á ská og kemur inní verkið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
það er að segja að þannig er impressíónin af myndinni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2011 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.