Til lítils sóma og ókristilegt.

Jólin eru að vísu eldri en kristnin sem hátíð í Norður-Evrópu en hafa þó verið fyrst og fremst kristin hátíð síðasta árþúsundið með fæðingu Jesú Krists sem meginástæðu. 

Hann hvatti menn til að elska óvini sína og biðja fyrir þeim. Jólin eru kölluð friðarhátíð.

Frægt er þegar skotrhríðin þagnaði sums staðar á vesturvígstöðvunum á jólanótt 1914 og hermenn sendu hvorir öðrum jólakveðjur yfir skotgrafirnar til þess að sýna, að þrátt fyrir allt væri þeim það óljúft að taka þátt í manndrápum stríðsins þótt þeir neyddust til þess.  

Hegðun forsætisráðherra Breta þess efnis að sumir sambærilegra evrópskra þjóðarleiðtoga séu þess verðir að verða óskað gleðilegra jóla en aðrir ekki er í senn honum til lítils sóma og ókristileg.

Að notað friðarhátiðina jólin sérstaklega til þess að undirstrika óvild og óbeit er ekki sæmandi og allra síst þjóðarleiðtogum á borð við forsætisráðherra Breta.  

 


mbl.is Forsetinn fékk ekki jólakort frá Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretar eru ekki ennþá búnir að átta sig á því að Breska heimsveldið er liðið undir lok. Þessi listi segir okkur það að þeir sem ekki fá kort þora koma fram við þessa (pótintáta) "breta" hafa bein í nefinu.

Samanber þorskastríðið.Þá fengum við aðdáun Írlands sem sagði þar urðu bretar að láta í minni pokann. Við skulum reyna að gleyma axarsköftum seinni tíma ríkisstjórna á Íslandi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:59

2 identicon

Ég lít nú alltaf á Breta sem vini okkar, og þeir komu aldeilis vel fram við okkur í kring um seinni heimsstyrjöld, - ekki má gleyma því.

Það má ekki setja þjóðina í sama sekk og einhverja kjaftæðispólitíkusa, þeir nýjustu Brown og Cameron.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband