26.11.2011 | 03:07
Lengi vanrækt málefini.
Umgjörð, lög og regluverk varðandi uppkaup fjársterkra fyrirtækja og einstaklinga, innlendra og erlendra, á stórum íslenskum jarðeignum og jafnvel heilu dölunum og sveitunum hafa verið vanrækt í næstum tvo áratugi.
Danir voru ekkert að tvínóna við það þegar þeir gengu í ESB og fengu undanþágu þess efnis að að útlendingar mættu ekki kaupa sumarhús í Danmörku.
Var þá einhver hætta á því að Þjóðverjar og aðrar ESB þjóðir myndu gera það í stórum stíl á skömmum tíma?
Ég hygg að það hafi ekki verið heldur eðileg framsýnig og fyrirhyggja gagnvart kynslóðum framtíðarinnar og hugsanlega breyttu ástandi.
Hér á landi hefur svipuð fyrirhyggja verið notuð varðandi það að útlendingar megi ekki eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og einnig að enginn einn aðili megi eiga of stóran hlut í sjávarútveginum í heild.
Þessa fyrirhyggju hefur alveg vantað varðandi jarðakaup og enda þótt við höfum sloppið hingað til við það að útlendingar á EES svæðinu keyptu hér upp jarðir í stórum stíl, veit enginn nema aðstæður kunni að breytast síðar.
Sú afsökun að við getum líka keypt jarðeignir á EES-svæðinu er ekki gild, því að meira en þúsundfalt ójafnræði er innbyggt varðandi íbúatölu Íslands samanborið við íbúatölu EES-landanna.
Ég hefði haldið að í samningaviðræðunum við ESB fælist tækifæri til að ganga frá þessum málum af sömu framsýni og Danir gerðu gagnvart eignarhaldi útlendinga á sumarhúsunum og við sjálfur höfum gert gagnvart eignarhaldi útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Því miður er hætt við að alþingismenn leggist nú í gamalkunnan skotgrafahernað í þessum málum eins og svo mörgum fleiri í stað þess að hefja samvinnu um að skipa málum þannig, að erlend fjárfesting í ferðaþjónustu á nýjum og spennandi slóðum geti orðið að veruleika án þess að fjárfestirinn verði meirihlutaeigandi í einni af stærstu bújörðum landsins.
Það eru fleiri jarðir á Íslandi en Grímsstaðir á Fjöllum, sem gætu lent í höndunum á örfáum mönnum. Hinum megin við Jökulsá á Fjöllum er til dæmis jörðin Reykjahlíð sem býr yfir margfalt meiri náttúruverðmætum en Grímsstaðir.
Sú jörð er nú í eigu margra Íslendinga en ef Grímsstaðir á Fjöllum verður að því fordæmi, að engin erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu verði nema einn erlendur aðili eignist yfirgnæfandi meirihluta í jörðinni, getur sama staða komið upp í sambandi við Reykjahlíð og fleiri landmiklar jarðareignir þar sem margfalt meiri verðmæti eru í húfi.
Kanni áhuga Huang á fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega er þörf að hafa alla varnagla á í þessum málum en trúlega er þó lán í óláni að Núbó kallinn hefur ekki verið raunverulega á höttunum eftir neinskonar verðmætum enda hugmyndirnar vægast sagt fáránlegar. Þetta virðist meira vera einhverskonar lofkastalasmíð til að veifa heima fyrir og raka saman fé, ef marka má umræður á bloggi um svipaða? atburðarás sem átti sér stað í Kalmar í Svíðþjóð.
Nú þarf ríkissjónvarpið að girða sig í brók, standa undir nafni og sýna þessa heimildamynd!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 09:35
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Landbúnaðarmál:
"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.
Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur."
Þorsteinn Briem, 26.11.2011 kl. 10:02
Það kvað vera fagurt á Fjöllum,
hjá Fong og Dong og þeim öllum,
þar hanga lærin í höllum,
og hundar étnir úr döllum.
Þorsteinn Briem, 26.11.2011 kl. 10:11
Enginn veit hvað Nubo er/var raunverulega á höttunum eftir, Bjarni Gunnlaugsson, ekki einu sinni grátkór alþingismanna í Norðausturkjördæmi. Það veit enginn nema hann og e.t.v. forsvarsmenn alþýðulýðveldisins Kína en hans eftirspurn eftir þessu stóra landi á Grímsstöðum er stjórnvöldum þalendum þóknanleg, sem ætti að segja fólki með meðalgreind eitthvað.
---
Það má taka undir það sem Ómar segir hér. Engin framsýni er í þessum málum hjá okkur. Íslendingar setja enda gjarnan lög eftir að skaðinn er skeður eftir að hafa tekið nokkrar umferðir í þras og almenn leiðindi. Erlend fjárfesting er nauðsynleg en með eðlilegum takmörkunum á jarðareign eins og gilda í nokkrum nágrannalöndum okkar.
Guðmundur St Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 10:38
Algerlega sammála Ómari, eins og oft áður. Nú þarf rumpulýðurinn á Alþingi að gyrða sig í brók og ganga frá lagasetningu, sem tryggir að svokallaðir jarðaeigendur geti ekki selt auðlindir þjóðarinnar hvaða "ljóðskáldi" sem er. Af því Ómar nefnir Reykjahlíð, sem líklega er einhver stærsta ef ekki stærsta jörð á Íslandi, þá mætti hyggja að því hvaða Kýpverji verður aðaleigandi þeirrar jarðar að Ólafi Jónssyni gengnum.
Serafina (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:58
Var þá einhver hætta á því að Þjóðverjar og aðrar ESB þjóðir myndu gera það í stórum stíl á skömmum tíma?
Ég dvaldi í Danmörku kring um 1995 um tíma, þá var svo komið að þjóðverjar höfðu keypt upp mikið land við strendur Danmerkur undir sumarbústaði, þeir höfðu girt svæðin sín af og danir gátu ekki komist sjálfir að bestu baðströndunum. HVernig þeir fóru að því að afturkalla þessar eignir veit ég ekki, en í kjölfarið ákáðu þeir, og AÐ GEFNU TILEFNI að selja ekki útlendingum land. Sporin hræða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:45
Kaup erlendra aðila á jarðeign ... á að vera skírt bann við. Og það á ekki að veita undanþágu frá slíkri löggjöf, frekar ein veitt er undanþága frá hegningarlögum. Að veita undanþágu í einstökum tilvikum, er spilling ... þar sem sumir eru meðhöndlaðir betur en aðrir.
Erlendur aðili, sem vill fjárfesta á íslandi og hefur það fyrst og fremst í hyggju. Á ekki í neinum vandamálum, með að framkvæma þetta án þess að kaupa jarðareign. Það telst góður viðskiptamáti, að gera slíkt í gegnum inlend fyrirtæki, og með fjárfestingu í hlutabréfum.
Chinatown ... þar sem fólkið talar bara Kínversku, og étur bara Kínamat, og hefur á engan hátt samhneigð eða samvinnu, með fólkinu sem býr í því landi. Fyrir Kínverja, erum við alltaf "útlendingar", meira að segja þegar þeir búa hér ... þá erum við alltaf "wei guo ren". Þetta er svo djúp í sálu þessa samfélags, að þeir "skeri" sig úr ... og þjóðerniskennd þeirra er svo sterk, að það er stærðarinnar vandamál. Og þó svo að við einblýnum okkur að Kínverjum í augnablikinu, skal maður ekki gleima því að alda reynsla er fyrir þessum málum í Bandaríkjunum. Þar eru litlar borgir í borgini, og kallast "Little Italy", "Little Tokyo", og það gamalkunna "Chinatown".
Það erum ekki við, sem úthýsum þessum útlendingum. Heldur eru það þessi þjóðarbrot, sem úthýsir okkur ... vill ekkert með okkur hafa, og hatar okkur á svo djúpstæðan hátt og það sker í merg og bein.
Það er full ástæða að fara með gát ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 14:06
Bendi á þessa umsögn:
http://www.facebook.com/groups/86880934649/10150408461734650/?notif_t=like
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.