26.11.2011 | 20:48
Verður fróðlegt að sjá gengi Nubos í Svíþjóð.
Huang Nubo talar nú í kínverskum vefmiðli um ósamræmi varðandi erlendar fjárfestingar í Kína miðað við fjárfestingnar Kínverja í öðrum löndum og kvartar yfir því að í þeim efnum gildi fordómar gagnvart Kínverjum.
Þessi viðbrögð hans koma mér á óvart, því að gaman væri að vita hvort einhver vestræn fyrirtæki hafi fengið að kaupa eða gætu keypt 28.500 ferkílómetra landssvæði í Kína, en það eru 0,3% af Kína, eða álíka stór hluti af því landi og Grímsstaðir eru af Íslandi, til dæmis dalur í Kína sem væri 285 kílómetra langur og 100 kílómetra breiður.
Það er jafnstórt flatarmál og tæplega þriðjungur Íslands.
Slíkt get ég einfaldlega ekki ímyndað mér að hin kínverska ríkisstjórn myndi leyfa í landi kommúnisks alræðis og væri fróðlegt að vita hvernig umsókn um slíkt yrði tekið í Kína.
Mér sýndist Nubo bera saman alls óskyldar fjárfestingar, annars vegar stórfelld landakaup og hins vegar fjárfestingar í atvinnustarfsemi.
Nubo segist ætla að fara til Finnlands eða Svíþjóðar og gera þar sambærileg landakaup. Í Svíþjóð myndi hann fá að kaupa 1350 ferkíómetra landssvæði ef miðað er við 0,3% af flatarmáli landsins.
Svíar og Danir hafa fengið undanþágur varðandi svona kaup ESB ríkja þar sem komið er í veg fyrir stórfelld landakaup.
Verður fróðlegt að sjá hvort undanþágur á borð við þetta stór landakaup renna í gegn í þessum löndum.
Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kínverjar hafa svo sem áður gert strandhögg í Kína með vægast sagt slysalegum árangri. Nákvæmlega eins mál í aðdragandanum og þetta. Landakaup, hótel og verslanamiðstöðvar.
Þeir eiga á hinn bóginn atvinnurekstur þar án vandkvæða og er þess skemmst að minnast að þeir keyptu Volvo verksmiðjurnar m.a.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 21:02
Gefum Nubo nokkur kíló af harðfiski, sendum síðan blaðamann á gaurinn, sem spyrja mundi; "how do you like Iceland"? Síðan, "by, by and fuck you".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 21:22
Nugón er þegar búinn að skíta ásig í Svþjóð(Kalmar) og eru skattgreiðendur enn að borga fyrir hann.Volvo er farið á hausinn Kína vildi bara fá hátækni (SAAB) og svo í Danmörk og svo á Ítalíu, þar rústaði hann heimsfrægu fataefni...................allt saman svik
Eyjólfur Jónsson, 26.11.2011 kl. 21:31
Gott að þetta mál hreyfði við Ómari. Hann/þú hefir ekki opnað munn /sett penna og skrifað gegn ESB innrás á Ísland. Kannski er það dyggð fréttamannsins að vera hlutlaus. :-) Ég reiknaði í gamni að það tæki 5 daga að ganga landamerkja göngu í kring um Grímstaða landið en það eru ca 160 km að lengd. Þetta er allt landið.
Valdimar Samúelsson, 26.11.2011 kl. 21:32
Það var reyndar ekki Nubo sem átti í hlut í Svíþjóð Eyjólfur. Sá hét Juan, en skylt er skeggið hökunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 21:41
Ég hef allt frá því þetta mál kom upp bloggað um það á eina lund og minnt á það að Svíþjóð og Danmörk fengu undanþágur frá því að þegnar og fyrirtæki annarra landa í EES eignuðust þar lönd og sumarhús.
Næst síðasta blogg mitt var um það hvernig okkur hefur skort framsýni til þess að setja þann lagaramma um þessi mál, að fjárfestingar útlendinga í stórum landareignum færu aldrei yfir 49% líkt og er í sjávarútvegsfyrirtækjum, og sömuleiðis að skilgreint yrði að ákveðin landssvæði og sveitir lentu aldrei að meirihluta í höndum útlendinga, stórfyrirtækja, félaga eða manna, sem ekki hafa þar ábúð.
Frá upphafi hef ég varað við því að við vöknuðum upp við þann vonda draum að heilu landssvæðin, sveitirnar og landmestu jarðirnar væru ýmist komnar í eigu útlendinga eða örfárra fjáraflamanna.
Ómar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 22:51
Setti þennan texta inn á facebook, fyrr í kvöld, þegar ég sá að hann ætlaði að snúa sér til Finnlands og Svíþjóðar.
Á mínum yngri árum fór ég oft með vinum mínum á Duus í Fichersundi. Þar varð til hugtakið skipulagt kvennafar.
Á neðri hæðinni, hjá dansgólfinu voru lítil hringlaga borð með kollum í kring. Við vinirnir sátum við eitthvert borðið og sæti hugguleg snót á næsta borði sneri einn félaginn sér gjarnan að henni og tók upp hjal. Hafði það ekki skilað skilað tilætluðum árangri eftir einhvern tíma sneri hann sér fimlega um 180° eða svo og tók upp hjal við aðra snót, á öðru borði.
Brjánn Guðjónsson, 26.11.2011 kl. 23:25
Takk fyrir þennan pistil Ómar.
Elín Erna Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:49
Fólk kastar skít á kínverjanna í Kalmar eins og sænsku kerlingablöðin, Expressen og Aftonbladet. Kínverjar í Kalmar lentu í verkalýðsfélagi sem þeir skyldu ekki tilgangin með. Þeir drógu leigugreiðslur til kommúnunar vegna þess, sem síðan kaffikerlingar og 3.ja flokks blaðamenn skrifuðu um.
Þegar Kínverjarnir síðan fengu útskýringu sem þeir voru ánægðir með, greiddu þeir sýna leigu og engin hefur tapað krónu á kínverjum í Kalmar eða Gävle...og eins og bent var á eru þetta óskyldir aðilar.
Kínverjar eru 1,3 milljarðar og pínlegt að heyra fólk tala um þá eins og þeir seu eins og bæjarhola á Íslandi þar sem allir þekkja alla....
Óskar Arnórsson, 27.11.2011 kl. 03:22
Ekkert af þessu stemmir við þær greinar sem ég les um málið í Svíþjóð Óskar. Þetta eru kannski allt kerlingablöð þarna?
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 03:50
Mér finnst ekki rétt að stilla þessu þannig upp að hann kaupi sambærilegt hlutfall af öðrum löndum og hér. Reyndar er þetta ekki 0,3% Íslands, heldur 0,2%, því landið er minna en fjölmiðlar hafa haldið fram til þessa. Ögmundur hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta það, enda þjónar það ekki áróðursmarkmiði hans. Miklu eðlilegra er að tala bara um að hann kaupi jafn stórt land annars staðar.
Mér finnst út í hött að tala um að þessi landsala hefði skapað eitthvert fordæmi. Sjálfstæð afstaða er tekin til hverrar sölu fyrir sig. Þetta er ekki fordæmi, aðeins eitt dæmi.
Nupo var tilbúinn að afsala sér öllum auðlindum í jörðu á landinu og hann hafði kynnt sér vinnulögjöfina á Íslandi og að fyrirtæki hans myndi starfa eftir henni.
Lögin heilögu sem Ögmundur segist svo hróðugur fara eftir, eru frá árinu 1919 að mér skilst. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Fólk á Íslandi hljóp þá inn í torfkofa sína af hræðslu þegar ókunnuga bar að garði. Hugtakið "hnattvæðing" og frjáls viðskipti þekktust ekki þá, a.m.k. ekki í nútíma skilningi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 05:00
Mér finnst að þessar hugmyndir kínverjans, minna á sögu barónsins á Hvítárvöllum
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 05:27
Mikið eigum við gott að eiga alvitran og óskeikulan leigubílstjóra á Reyðarfirði, sem alltaf getur leiðrétt kompásinn í þeim, sem eru að halda fram einhverju rugli á bloggi og fésbókarfærslum. Efast ekki um að til dæmis hafa veðurfræðingar og loftslagsfræðingar haft gott af því þegar hann gerir þeim grein fyrir hverskonar villu og svíma þeir vaða í varðandi loftslagsbreytingar. Kærar þakkir Gunnar Th.
Serafina (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 07:50
Takið eftir því hverju er verið að mótmæla á Ítalíu í gær! Einkavæðingu Vatnsbóla það er alveg augljóst að það má hvergi sofna á verðinum gagnvart græðgisvæðingunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 08:12
„Lögin heilögu sem Ögmundur segist svo hróðugur fara eftir, eru frá árinu 1919 að mér skilst.“
Þetta er að sönnu misskilningur. Lögin sem Ögmundur fer eftir eru nr. 19 frá 1966 með áorðnum breytingum, þeim síðustu frá þvi 30. september 2011. - Lög þessi leystu af hólmi lög nr.63 frá 1919, sem sett voru í tíð viðreisnarstjórnarinnar sálugu í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar.- Þau eru því væntanlega í fullu samræmi við réttarvitund Alþingismanna og gerð Ögmundar nýtur m.a. stuðnings nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins að því best er vitað. Hins vegar féll sá kandidat í formannskjörinu sem lýst hafði stuðningi við sölu Grímsstaða. Má af þessu draga ályktun um afstöðu sjálfstæðismanna.
Hins vegar er svo óvarlegt að draga þá ályktun að séu lög gömul séu þau úrelt og ekki beri að fara eftir þeim. Þannig eru elstu gildandi lög á landinu frá árinu 1281 og virðast halda fullu verðgildi. Í þeim er t.d. kveðið á um að fái maður eitthvað að láni skuli hann skila því aftur. Tæplega finnst mér ástæða til að hundsa það, jafnvel þótt þá hafi almenningur búið í moldarkofum og tortryggt ókunnuga.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 08:32
Bara að taka fram að lögin frá 1966 voru sett í tíð Bjarna, þau frá 1919 voru sett í tíð Jóns Magnússonar og að fullu tilefni.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 09:03
Skiptir einhverju máli Þorvaldur hversu gömul lög eru, ef þau eru í gildi eru menn þá ekki að taka lögin í sínar hendur ef þeir fara í bág við þau.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 09:47
Ögmundur hefði alveg farið að lögum með því að samþykkja kaupin. Lögin eru þannig að ráðherra getur leyft - eða ekki.
Að vissu leiti eru lögin samt barn síns tíma. Fjárfestin erlendra aðila er nú ekki meira bönnuð en það að allir borgarar EES Efnahagssvæðisins geta fjárfest.
Með Svíþjóð að þá er það þannig að svíar óska eftir kínverskum fjárfestingum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2011 kl. 10:14
Vandamäaliå er ekki Nubo äi, heldur eru það Íslendingar sjálfir. Að hafa veitt undanþágu laga, þegar um er að ræða Bandaríkjamenn eða Ísraela, segir meir en nokkurt annað. Hversu rótgróið óréttlæti og spillingin er á Íslandi. Það á ekki og átti ekki að veita neinar undanþágur frá landakaupum til erlendra aðila. þetta er ekki mál, sem þarf að rökræða við einn eða neinn.
Hvað varðar Kalmar, þá er þar um marg flókið dæmi að ræða. Menn eiga að vita hvað Kínverjar hafa fyrir stafni. Og ef þeir hafa það ekki fyrir sér, að vita slíkt. Þá er hægt að segja þeim það í fáeinum orðum. Kína er lítið miðað við mannfjælda. Þar er mannfjældinn ógurlegur, í einu orði sagt. 1.3 miljarðar og það eru bara opinberar tölur. Menn skulu gera sér grein fyrir að líklegra er 1.5 miljarðar. En hvað um það. Þeim er í kapp að koma sér fyrir í öðrum löndum, af margvíslegum ástæðum. Í kína eru menn tilbúnir að borga ógurlegar féfúlgur til að komast erlendis, og er Kínversku stjórninni jafn mikið í kapp að geta komið sjálfri sér fyrir erlendis til að hafa "stjórn" á þessu fólki.
Hvað varðar um Kalmar, skulu menn fara varlega. Svíar eru illkvittnir, svo ekki meira sagt. Þeir bjóða Kínverja og aðra fólkshópa velkomna í landið. Leifa þeim að fjárfesta fé sínu, en loka síðan fyrir það að þeir geti haft þar viðskipti. Og neita þeim almennt um vinnu. Fólk af erlendum uppruna í Svíþjóð, og Danmerku, er á félagsmálastofnun, vegna þess að ríkið vill að það sé þar. Því Ríkið vill að þetta fólk hverfi heim aftur. Smám saman minnkar afrakstur þessa fólks, og smám saman minnkar tekjur þeirra, og að lokum ... hverfur það á braut. Þetta er hin "ósýnilega" stefna ríkisstjórnarinnar í Svíþjóð og Danmörku.
Sá sem ætlaði sér að byggja Kalmar, laggði kapp á að Kínverskir kaupsýslumenn settust þar að. Han seldi húsnæði í þessari byggingu til allra kaupmanna í Kína, í gríð og erg. Þar sem menn keyptu og keyptu, og sáu fyrir sér stóran geira með það að geta búið í Svíþjóð að lokum. En í Svíþjóð finnst littli "gyðingurinn" sem ekki er í opinberri stjórn, en ræður samt ... og fær sínum málum fram, og meðal þess að þessir aðilar gátu ekki komið til Kína, til að byrja sinn rekstur og því varð aldrei af, þessu verkefni. Menn í Kalmar í Svíþjóð vissu vel, hvað fyrir stóð. Í Halmstad í Svíþjóð, fannst kona þar sem hafði stundað mannsmygl til landsins í stórum stíl, í fleiri ár. Svíar höfðu góða hugmynd um það sem stóð til, áður en til kaupa kom.
Svíar blekktu Kínverja, með því að leifa þeim að kaupa landið en koma í veg fyrir að þeir gætu komið sér fyrir þar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:33
Það gleður mig að þú Ómar, sért í hópi þeirra sem vilja halda landi okkar í höndum þjóðarinnar.
Það væri ekkert grín, heldur ógæfa, ef landið yrði selt útlendingum, þó í smáum skrefum væri.
Þá væri ekki hægt að segja að menn héldu vöku sinni.
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:39
Menn skulu gera sér einnig grein fyrir því, að öll vinnubrögð Svía og Dana, er ekkert sem mönnum er leynt. Þessar þjóðir eru í skot siktinu fyrir stefnu þeirra, og þær aðfarir sem þeir hafa undir niðri. Svíar og Danir, hafa hökkvið í sama knérunn ... og það verður "tekið" á þeim, í orðsins fyllstu merkingu. Þið skuluð fylgjast vel með heimsmálunum, á komandi 10-20 árum. IKEA vandamálið í þýskalandi, er bara byrjunin.
Það er óþarfi fyrir Ísland, að fylkja sér í sama hóp ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:40
Með lögum skal land byggja, ekki með undanþágum sem veittar eru vinum og vildarmönnum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:41
Er lausnin ekki bara að gefa honum ríkisborgararétt og leyfa honum að kaupa landið sem ramm-íslenskur íslendingur. Alþingi hefur jú oft áður kosið um að gefa ákveðnum einstaklingum ríkisborgararétt. Þessi maður myndi síðan á móti ráða fjöldann allan af íslendingum í vinnu, og fá fjölda túrista til landsins, sem myndu eyða peningi. Þar að auki myndi þetta auka vægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífinu, og kannski minnka vægi raforku og áliðnaðarsins í staðinn.
En nei, því miður er sumt fólk á Íslandi hrætt við skáeygt fólk, og vill þess vegna ekki leyfa þeim að kaupa íslenskt. Ef þetta hefði verið evrópubúi, þá hefði honum ábyggilega verið hrósað eins og hetju. Sorglegt mál allt saman.
Bjarni J Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 12:01
þessi svisslendingur sem nefndur er, Rudolf Lamprechts, sem keypti jarðir í kippum og byrjaði um 2002/2003 að hann var kallaður ,,íslandsvinur" í fjölmiðlum. Bjarni Benidiktsson núverandi formaður Sjallaflokks sá um lögfræðilega hagsmuni hans á sínum tíma. það er áberandi hve umfjöllun á sínum tíma var hlutlaus eða bara jákvæð.
Og þurfti hann ekkert formlegt leyfi stjórnvalda?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2011 kl. 12:09
Takk fyrir leiðréttinguna, Þorvaldur. Sumir hengja sig á það að Ögmundur hafi einungis verið að fara að lögum. Hann hefði ekki verið að fara á svig við lögin ef hann hefði gert undanþágu fyrir þessum kaupum, eins og Ómar Bjarki bendir einnig á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 13:22
Viðbrögð hans, þ.e. að vera með skæting og kjaft, út af því að honum var neitað, segir mér strax að þetta var rétt ákvörðun hjá Ögmundi. Hvað haldið þið að svona kall hefði getað sett bæði menn og málefni í þumalskrúfu til að fá sitt fram í gegnum fjármagnið.
Dexter Morgan, 27.11.2011 kl. 15:48
Tek undir það, mér finnst viðbrögð hans ekki benda til mikillar auðmýktar eða kurteisi
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.