Gáttaþefur mælir með...

Í tilefni af frétt á mbl.is um jólasveinana í Dimmuborgum er ljúft að upplýsa, að Gáttaþef gafst tækifæri á að heimsækja bræður sína í Dimmuborgum í fyrravetur og taka af þeim bæði kvikmyndir og ljósmyndir þar sem þeir fóru á kostum í aldeilis óviðjafnalegu vetrarumhverfi í Dimmuborgum. 

Af því að sveinki er í eins dags bæjarleyfi, sem hann fékk hjá Grýlu til þess að syngja með Stórsveit Reykjavíkur og Barnakór Kársnesskóla í Háskólabíói kl.15:00 á morgun kemur hann þessu hér með á framfæri og mælir sterklega með hinum frábæru bræðrum sínum í Dimmuborgum fyrir alla fjölskylduna.

Þeir eru óborganlegir, norðlensku jólasveinarnir, í yndislegum uppátækjum sínum og ekki bara það, því að hvergi á jörðinni er að finna annað eins umhverfi og þeir eru í í Dimmuborgum. 

Raunar hefur þessi staður alla burði til að verða frægur fyrir þá umgerð sem hægt er að hafa þar utan um hátíðirnar og þær mótbárur, að stundum sé auð jörð og rigning í Mývatnssveit, halda ekki vatni, því að í gígum og hrauntröðum fyrir norðan Leirhnjúk er snjór allan veturinn og hægt að bjóða upp á sleðaferðir frá Kröflu þangað inn eftir ef menn áttuðu sig á hinum einstæðu möguleikum sem þetta svæði býr yfir.  


mbl.is Jólasveinarnir komnir á stjá í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir bræður er sýnilegir hér:

http://www.facebook.com/pages/J%C3%B3lasveinarnir-%C3%AD-Dimmuborgum/150958398280203

og einnig hérna:

http://www.jolasveinarnir.net/

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband