29.11.2011 | 15:08
Sama vandamál og með Lenin og Stalín.
Þegar umdeildir ráðamenn, sem hafa skipt sköpum í sögu heimsins og þjóðanna, eru endurmetnir af þeim sem við taka koma oft upp álitamál eins og nú varðandi legstað Franciscos Francos.
Lík Stalíns var geymt við hliðina á múmíu Lenins í Kreml frá 1953 til 1961 þegar það var flutt þaðan og grafið utan veggja Kremlar.
Boris Yeltsín vildi láta flytja lík Lenins á brott en Pútín vildi hafa það áfram þar sem það er.
Persónulega finnst mér í lagi að hafa það áfram þar sem það er, því að mikilvægi Leníns í sögu Sovétríkjanna og annarra þjóða, sem gengu kommúnismanum á hönd í lengri eða skemmri tíma er óumdeilanlegt.
Hver sá sem stendur andspænis líkinu er frjáls að hugsa það sem hann kýs og kannski er tilvist líksins á þessum stað það, sem kveikir helst hugsanir manns um það hve margar milljónir mannslífa hin misheppnaða stefna kostaði.
1943 var saminn nýr þjóðsöngur Sovétríkjanna, en fram að því hafði Internationalinn verið þjóðsöngur þeirra.
Eftir að kommúnisminn féll var annar söngur saminn í staðinn, enda var nafn Stalíns upphaflega nefnt í þjóðsöngnum frá 1943.
Í ljós kom að fyrri þjóðsöngurinn var betri, svo góður að ekki vær hægt að drepa hann eða kæfa.
Hann var saminn á þeim tíma sem blóðugasti og harðasti hildarleikur veraldarsögunnar stóð yfir í rússneskri grund þegar þjóðin færði einhverja þá mestu fórn sem færð hefur verið gegn villimennsku, sem átti sér engan líka, og kostaði minnst 20 milljónir sovéskra borgara lífið.
Ekki veit ég hvort nafn Stalíns er enn nefnt í þjóðsöngnum. Vonandi ekki því að harðstjórn hans hafði áður kostað minnst tíu milljónir manna lífið.
Mótsagnirnar varðandi svona menn eru miklar. Án hinnar gífurlegu iðnvæðingar Sovétríkjanna sem var ávöxtur harðsvíraðrar ógnarstjórnar, hefðu þau tapað stríðinu.
Vald Francos yfir Spáni kom í veg fyrir innrás Þjóðverja í það land 1940 og hernmám þess því að Franco var Hitler þóknanlegur þótt hann stæði fasur á hlutleysi landsins.
Ef lýðveldissinnar hefðu sigrað í borgarastyrjöldinni 1936-39 hefði blóðug innrás nasista í landin líklega verið óumflýjanleg eftir að þeir höfðu tekið Frakkland.
Læt fylgja með mynd af Stalín ungum, en sagt er að hann hafi haft mikla persónutöfra sem fólk féll fyrir, með sínu dáleiðandi og hálf óhugnanlega augnaráði, sem minnir á Corleone Al Pacinos í Guðföðurmyndunum.
Vilja flytja lík Francos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sovéski þjóðsöngurinn var tekinn upp aftur í Rússlandi á tíunda áratugnum, með nýjum texta sem prísar fjöllin og náttúruna. Hvergi minnst á Stalín, semsé.
Arngrímur Vídalín (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 17:03
Það er möguleiki að það stafi af siðblindu, þetta "dáleiðandi" augnarráð sem stundum er nefnt að "miklir" leiðtogar hafi.
Smá tilvitnun í blogg Hörpu Hreins. "[Í kaflanum í Without Conscience: The Disturbing World of the Psychopaths Among Us, s. 208, bætir Hare við: „Sumum finnst kalt augnaráð hins siðblinda vera einkar óþægilegt og líður eins og bráð andspænis rándýri. Aðrir verða gagnteknir, jafnvel agndofa, komast á vald hans og skilja lítt eigin viðbrögð. Hver sem sálfræðileg merking augnaráðsins kann að vera þá er á hreinu að sterkt augnsamband er mikilvægur þáttur í hæfileikum sumra siðblindra til að ráðskast með og drottna yfir öðrum.“"
http://harpa.blogg.is/2011-01-09/thofamjuk-randyr-sem-laedast-sidblinda-ii-hluti/
Svo er áhugavert að vita hvort Breivik er siðblindur og ef svo er, afhverju kemur það ekki fram í fréttum af ósakhæfi hanns.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 18:49
Að meta Breivik ósakhæfan þýðir að hann fær ekki fangelsisdóm, sem myndi þýða, að einn góðan veðurdag er hann frjáls maður. Er ekki ævilangt 16 ár?
Hann verður væntanlega lokaður inni á stofnun ævilangt.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.