30.11.2011 | 13:47
Einhver, sem á eftir að þurfa að "fórna" sér ?
Ég er að reyna að rifja upp í huganum eitthver mál í sögu fullveldisins sem eru hliðstæð við mál Jóns Bjarnasonar nú, en finn ekkert sem er alveg sambærilegt. Þó eru tvö keimlík.
Albert Guðmundsson átti undir högg að sækja vorið 1987 en það var ekki vegna embættisverka eða embættisfærslu heldur skattamála hans sem hann varð að víkja.
Guðmundur Árni Stefánsson varð að víkja úr Viðeyjarstjórninni vegna mjög afmarkaðra embættisverka.
Bæði ofangreind mál tóku tiltölulega stuttan tíma.
Hins vegar hafa mál Jóns Bjarnasonar tekið nær allan tímann, sem hann hefur setið á ráðherrastóli, og munurinn á því og ofangreindum málum er sá að um er að ræða embættisfærslur sem snerta meginatriði stjórnarsáttmálansi og síðan hitt, að frá febrúar 2009 hafa verið uppstokkanir í ráðherrahópnum, sem hafa verið tíðari og víðtækari en við eigum að venjast.
Slíkar uppstokkanir hafa hins vegar verið algengar víða í öðrum löndum.
Það óvenjulega varðandi setu Jóns er að ekki er einhugur í hans eigin flokki eða þingflokki um störf hans.
Vegna tæps þingmeirihluta verður hins vegar erfitt að skáka honum til nema sem hluta af stærri tilfærslum.
Ef tilfærslan verður aðeins innan hans eigin flokks kann málið að líta þannig út að Samfylkingin hafi bolað honum út án þess að færa neina fórn í staðinn.
Lausnin kann að verða sú uppstokkun í ráðherraliðinu ná yfir ráðherra beggja flokka og að einhver eða einhverjir Samfylkingarráðherrar muni þurfa að "fórna sér" fyrir heildarlausnina.
Nú er aðaláherslan á að klára fjárlög en fróðlegt verður að vita hver útkoman verður, ef loksins verður látið af því verða að hrókera á stjórnarheimilinu.
Fráleitt að Jón sé ómissandi segir Ólína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki verulega frábrugðið öðru ráðaleysi hjá þessari ríkisstjórn, það einkennilega við þetta er að samflokksmenn hans hatast við hann vegna þess að hann þumbast við og vill halda þeirri stefnu sem flokkurinn lofaði kjósendum sínum fyrir kosningar og má líklega reikna með að nálægt 50% atkvæða V.G. séu tilkomin vegna einarðrar stefnu flokksins í Evrópumálum. Svo segir það svolitið mikið um "manndóm" forystumanna flokksins stuðningurinn sem Jón fær úr þeirra röðum.
Kjartan Sigurgeirsson, 30.11.2011 kl. 14:19
Ómar ég er með tillögu í málinu. Við látum alla þá ráðherra sem ætluðu að samþykkja Icesave I og II segja af sér núna. Framganga þeira var tilræði við íslensku þjóðina. Afsön þeirra mun ekki hafa neitt með það að gera að þessir ráðherrar verða án efa dregnir fyrir Landsdóm.
Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2011 kl. 14:21
Ómar. Það eru margir kosningaloforða-svika-Júdasar í VG og Sf, og ekki síður en í gömlu flokkunum. Hlutföllin í ráðherrastólunum eru ekki í samræmi við lýðræðiskosningar-niðurstöður. Slík skekkja á ekki rétt á sér. Jón Bjarnason er ekki einn um að vilja ekki fara í ESB. Fjöldi íslendinga eru sömu skoðunar og hann í ESB-málinu.
Svona eineltis-vinnubrögð gegn Jóni eru ólíðandi með öllu, og eiga ekki rétt á sér gegn nokkrum manni. Hvað hugsa börnin og unglingarnir, þegar þau sjá svona óréttlát og órökrétt eineltis-vinnubrögð á alþingi? Þetta eru lærð vinnubrögð. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Virðingarleysi og óréttlát vinnubrögð, skilja börn og unglingar betur en fullorðnir, að eru óréttlát og röng. Viljum við að þau læri svona vinnubrögð hjá æðstu og valdamestu stofnun landsins?
Eigum við þá ekki bara að leyfa niðurbrjótandi einelti í skólum og á öðrum vinnustöðum en alþingi? Það er ekki langt síðan Birgitta Jónsdóttir sagði frá því að fólk færi oft niðurbrotið frá vinnu í alþingishúsinu! Eru allir búnir að gleyma þeim orðum hennar? Hún starfar á alþingi og veit þetta.
VG fólk var kosið á þing til að standa við það loforð að styðja ekki aðild að ESB.
ESB-umsóknin er stærsta, viðamesta og afdrifaríkasta mál sem hefur verið á dagskrá stjórnvalda, fyrir utan EES-samninginn um fjórfrelsið, sem er í raun hafta-"frelsi" með stórkostlegum göllum, þegar upp er staðið.
Horfurnar eru miklu verri og allt öðruvísi núna, en fyrir 3 árum í Evrópu og ESB-ríkjunum. Skiptir það virkilega engu máli? Á bara að vaða áfram í blindni, og segja svo eftir á að enginn hafi vitað neitt? Eru það ekki fullreynd og vonlaus vinnubrögð?
Það er ekkert réttlæti í framgöngu stjórnvalda í ESB umsóknar-vinnubrögðunum. Almenningur á fullan rétt á að atkvæðið þeirra sé ekki hundsað á þann hátt sem hefur viðgengist á stjórnarheimilinu. Annars er jafn vel hægt að leggja niður kosningar til alþingis á Íslandi. Það er ekki til neins að kjósa, ef kosningaloforðin eru svikin frá fyrsta degi eftir kjördag.
Þetta er mín skoðun, en kannski er hún óréttlát? Gott væri að fá gagnrýni með, raunhæfum og réttlátum rökstuðningi á þessari skoðun minni. Þá get ég kannski lært að skilja "réttlætið" í ESB-atburðarrásinni. Í dag skil ég ekki þau vinnubrögð. Ég, ásamt öðrum kjósendum VG eiga rétt á skýringu, en kannski kostar það mannslíf að opinbera skýringuna? Hvað vitum við, hvað gerist bak við tjöldin?
Það er nú lítið að fórna ráðherrastóli, miðað við að fórna lífinu fyrir sannleikann! Steingrímur J. Sigfússon sagði fyrir stuttu síðan, að hann væri bara feginn ef hann kæmist lifandi frá þessu rugli öllu saman? Og Davíð Oddson sagði að Steingrímur J. hefði verið látinn segja satt í nokkrar mínútur? Hefur einhverjum fréttamanni dottið í hug að spyrja hvað þessir stjórnmálamenn meintu með þessum orðum?
Er ekki rétt að fara að tala um staðreyndir og hætta þessum leiklistar-æfingum í alþingishúsinu. Við höfum leikhúsin til þess.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 14:51
Var ekki mál Alberts einnig vegna einhverra styrkja til Guðmundar Jaka eða var Gvendur sjálfur bara í vandræðum út af þeim?
Guðmundur Árni þurfti að segja af sér vegna fjölskyldutengsla í ráðningu aðstoðarmanns, ef ég man rétt. S.s. dæmigerð íslensk spilling.
Mér finnst því ómögulegt að bera þessi mál nafnanna saman við væringar í kringum Jón Bjarnason, því þau eru af pólitískum toga, þ.e., hann er ekki að fara eftir fyrirmælum foringja stjórnarflokkanna og því á að sparka honum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 14:56
... ekki nafnanna, heldur Guðmundar Árna og Alberts
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 14:58
Mér finnst Jón Bjarnason flottur að láta ekki umhverfisverndarklíkuna í VG ráða för varðandi hvalveiðimál. Hann fær stórt prik fyrir það frá mér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 15:00
Þeim var báðum bolað út af léttvægum sökum mv.það sem gerist í dag. Meirihluti alþingismanna sem nú sitja var í siðlausu braski og sumir enn. Ólína ætti að líta sér nær frekar en spila bjöllusólói með Ástu Ragnheiði. Má þar nefna Össur og milljónatuga innherjavsvik hans í Byr. Það er ekki pláss fyrir heiðarlegt fólk eins og Lilju, Atla, og Jón nálægt svona hrægömmum. Á meðan loga í glæðum rústanna sem eiga eftir að blossa upp fyrr en alþingisbleyðurnar varðar. Bankarnir hafa yfirtekið hátt í 2000 íbúðir sl. 2 ár. Á sama tíma segja þeir upp fólki með áratuga reynslu. Birna þjónustustúlka hrægammasjóðanna er sýknuð, en sek, af hlutarbréfasvindlinu sínu. Ömurlegt er að sjá máttleysi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka. Það er kaldhæðnislegt að þegar lokst virtist búið að finna kenningar Karls Marx léttvægar, skuli þær sannast með áþreifanlegum hætti um ALLAN heim. Uppreisn öreiganna verður ekki umflúin nema aðgerðir komi STRAX! Það er nauðsynlegt vegna barnanna okkar. Sýnum máttinn 1. des. svo ekki verði um villst!
Þjóðstjórn er eina lausnin í stöðunni. Þetta var fyrirséð, strax 2008.
Almenningur (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 15:44
Það sannast enn og aftur hér sem allan þennan tíma frá því að þessu Ríkisstjórn var mynduð. Að þessi vanhugsaða ESB umsókn er upphaf og endir alls ills og hefur kostað íslensku þjóðina ekkert nema sundyrlyndi og vandræðagang og nú svikalogn á undan aftökum á ráðherra sem hefur þó reynt að standa í lappirnar.
Bæði VG og Samspillingin eiga eftir að súpa seyðið svo um munar af þesssu ESB rugli sem íslenska þjóðin og ekki hvað síst aðildarríki ESB hafa nú fengið upp í kok af !
Hvenær ætlar þú Ómar Ragnarsson að taka á þig rögg og mótmæla þessu ESB- helsi sem reynt er að troða upp á þjóðina þvert gegn hennar eigin vilja.
Þú hefur þó sýnt það og sannað að þú hefur alltaf leyft þér að hafa sjálfsstæðar skoðanir og ekki látið pína þig eða neyða til þess að ganga troðnar slóðir, samkvæmt skipun að ofan !
Ég og eflaust margir fleiri sjálfsstæðir íslendingar skorum nú á þig að skera upp herör gegn ESB feigðarflani og helför Samfylkingar forystunnar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 17:06
2007 flensan hafði smitað flesta pólitíkusa, ef ekki alla. Menn vildu verða ríkir, moldríkir. Og helst með því að gera ekki neitt, láta peningana vinna fyrir sig, það var móttóið. Láta peningana vinna fyrir sig. Þetta gerði Tryggvi Þór, þetta gerðu allir kúlulána braskarar, þetta gerðu þeir sem voru að braska með stofnfé sparisjóðanna. Ekki vinna með höndum og heila, nei, láta peningana vinna fyrir sig. Hitt mundi kosta of mikið erfiði, maður gæti átt í hætta að svitna.
Í teinóttum fötum vill engin svitna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 17:15
Mál Gvendar jaka fléttaðist inn í Albertsmál almennt, en það kom upp sumarið 1986, og tengdist því í engu afferunni sem aftur leiddi til afsagnar AG og stofnunar Borgaraflokksins vorið eftir.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.