2.12.2011 | 20:16
Næsta spurning hlýtur að vera: Hægt að leigja land?
Huang Nubo bað um undanþágu til að fá að kaupa hina landmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum og fékk neitun.
Á honum er að skilja að hann undrist að ráðuneytið skyldi ekki ræða við hann um aðra möguleika, svo sem að leigja land.
Ég fæ ekki séð að það hafi verið hlutverk ráðuneytisins að breyta þessum samskiptum úr umfjöllun um einfalda sölu í samningaviðræður um allt aðra leið til að fá að fjárfesta á jörðinni, heldur sé það í verkahring Nubos nú með aðstoð góðra ráðgjafa að stinga upp á einhverri annarri leið og þá í viðræðum við núverandi eigendur jarðarinnar, sem gerðu við hann samning um kaup hans á jörðinni.
Sjálfur minnist Nubo á leigu og ef áhugi hans beinist að því að fjárfesta í ferðaþjónustumannvirkjum og þjónustu á staðnum, er eðlilegast að hann kanni aðra möguleika á því að gera það en þá að eignast jörðina, til dæmis með því að leigja land.
Aðalaðilar þess mál eru annars vegar Nubo og hins vegar landeigendurnir, áður en kemur til kasta íslenskra stjórnvalda. Það sýnist mér að minnsta kosti.
Gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nákvæmlega Ómar. Hvers vegna ekki að leigja? Bíð svars Kína!
Anna B. Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 21:26
Sæll Ómar
Er eitthvað öðruvísi að það sé rætt við þessa menn en aðra, hvað er iðnaðarráðuneytið að ræða við marga um sölu á orku landsvirkjunar og möguleika þar í kring....
þarna eru kannski hagsmunir ferðaþjónustunnar þónokkrir á na-landi. Og því vert að allavega ræða við mannin ekki fordæma og lesa einhverjar fréttir um aðra kínverja í Svíþjóð og taka ákvörðun.
Ég vona allavega að ég verði ekki dæmdur í útlöndum af verkum ICESAVE þegar ég fer þangað
Vilberg Helgason, 2.12.2011 kl. 22:04
Ómar. Hvers vegna byrjaði hann ekki á minna landi á Íslandi fyrir sínar "hugsjónir"? Golfvöllur þarf ekki svona stórt land, eða hvað?
Nú er Kína-strákurinn kominn til Finnlands með álíka kaup-hugsjónir? Það tók hann ekki langan tíma að finna sér nýtt land til að "elska". Á hann svona góða "vini" í Finnlandi líka, eins og á Íslandi, og jafnvel finnska lopapeysu til að sanna sitt óeigingjarna "hugsjóna-landakaupa-mál" þar í landi?
Mér finnst framganga hans í þessu landakaupamáli mjög undarleg, og ekki í líkingu eða samræmi við framgöngu heiðarlegs hugsjóna-kaupsýslumanns. Því miður.
Ég minni á vef Jóhannesar Björns: vald.org. Þar er ýmislegt fróðlegt að finna um Kína og margt annað.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2011 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.