9.12.2011 | 14:43
Hefði neitað að fara úr "viðrekstrarherberginu".
Ég er einn þeirra sem get borið vitni um það hve mikil fyrirmyndarstofnun St. Jósefsspítali var. Þurfti tvisvar að fara þangað í ristilspeglun til öndvegis læknis og sjúkraliðs og hafa fáar heimsóknir verið eins gefandi á alla lund.
Sem dæmi um góða þjónustu og atlæti má nefna að í spítalanum var sérstakt "viðrekstrarherbergi" sem sjúklingar gátu farið inn í eftir aðgerð á meðan iðrin voru að ná sér. Efast ég um að aðrir sambærilegir spítalar bjóði upp á slíka þjónustu.
Ef ég hefði verið staddur inni á því hljómmikla herbergi þegar loka átti spítalanum hefði ég hikstalaust harðneitað að fara úr þaðan og frekar látið bera mig út meðan ég mótmælti á sem hávaðasamastan hátt með báðum endum !
Eftir síðari heimsóknina á þennan góða spítala lágu þrjár stökur, sem mér finnst rétt að birta nú í kveðju- og þakkarskyni.
Til að útskýra stökuna, sem er í miðið, verður að geta þess, að hún byggist á ummælum Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sem hún viðhafði óvart í sjónvarpsviðtali eftir að hún hélt að upptöku á viðtalinu væri lokið, en þá hafði henni verið greint frá ummælum frænda sjónvarpsmannsins, sem viðtalið tók.
Þórunn brást við þeim með því að mæla af munni fram þessi ógleymanlegu orð við sjónvarpsmanninn: "Segðu þessum frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér!" og öfunda ég hana af því að þessi orð muni lifa fremur en allt annað sem hún hefur sagt um dagana.
Áður en ég færi í ristilspeglunina fékk ég í hendur leiðbeiningar um laxeringu, þar sem sagt var að taka ætti inn ákveðinn skammt, ganga síðan um og taka þar á eftir því sem að höndum (fótum?) bæri.
Ekkert var sagt um það hve lengi eða hvernig ganga ætti um gólf og vildi ég láta bæta nákvæmari fyrirmælum um það í plaggið í persónunlegum ráðleggingum læknisins, svohljóðandi:
Laxeringin gengur glatt
ef gætir þú að orðum mínum.
Þú átt að ganga, - ekki´of hratt
og alls ekki í hægðum þínum.
Fagnandi vil ég fróðleik minn tjá þér.
Nú færðu bestu ráðin mín hjá mér.
Í laxeringunni hafðu þau hjá þér
og hoppaðu svo upp í rassgatið á þér.
Eftir viðdvölina í "viðrekstrarherberginu" skildi ég þar eftir svohljóðandi þakkarvísu til læknisins:
Ristilspeglun indæl er
með útkomunni glæstri.
Ánægður ég þakka þér
með þarmalúðrablæstri.
Í stað þess að berja búsáhöld í mótmælaskyni við að vera færður úr herberginu með valdi í dag, ef ég hefði verið þar, hefði ég tjáð þessi mótmæli með "þarmalúðrablæstri".
Og með slíkri tónlist kveð ég með þökkum þennan ljúfa spítala og starfsfólk hans.
Neitaði að yfirgefa spítalann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert óborganlegur.
Takk fyrir.
Elvar Másson.
Elvar Másson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 16:17
Skemmtileg frásögn og vísurnar frábærar!
Læt hér brandara fylgja með á ensku:
Once upon a time there was an elderly gentleman who was suffering from Alzheimer's. His wife of 40 years loved him very much, but she couldn't handle him any longer. He would wander about never knowing where he was or sometimes even who he was. She took him to a nursing home.
At the nursing home, while the wife was filling out paperwork, a nurse had the gentleman sit in a chair. Suddenly the man starting slowly leaning to his left. The nurse ran over and put a pillow on his left side to prop him up.
A few minutes later, he started leaning to his right. Again, the nurse ran over and put a pillow on his right side.
Then he starting leaning forward. This time, the nurse strapped him into the chair.
About this time, his wife, having completed the paperwork, walked up to him and asked, "How do you like the place?"
"It's okay," he said. "But, they won't let me fart!"
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 16:23
Fyrst við erum nú staddir við taðgatið, þá fylgir einn:
3 gamlir skarfar sátu á bekk og skröfuðu.
Þemað var meltingin.
Einn segir sem svo: "Sko, ég fer nú bara á fætur kl. 7 og fæ mér sveskjugraut, og svona hálftíma síðar gossar þetta allt auðveldlega"
Annar segir "Ég fer nú bara á fætur hálfátta og fæ mér súrmjólk með hafragrjónum, og svona um áttaleytið gossar allt með tilheyrandi loftgangi"
Sá þriðji hristir hausinn, og segir: "Ég bara losa allt strax kl. 7. Verst að ég vakna aldrei fyrr en 9"
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 17:04
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.