Hver hugsar um sig.

Það mátti svo sem sjá það fyrir að hver þeirra tíu ESB-þjóða sem ekki er á evrusvæðinu myndi fyrst og fremst hugsa um það að bjarga sem best sínu eigin skinni þegar kom að því að taka á þeim vanda sem við er að glíma.

Raunar verður að telja það stórerfitt verkefni út af fyrir sig að ná samstöðu meðal þeirra 17 ríkja, sem eru á evrusvæðinu og spennan eftir sem áður mikil hvort það takist. 

Að sumu leyti minnir þetta viðfangsefni á það sem við blasti á síðari hluta fjórða áratugs síðustu aldar þegar Evrópuþjóðir utan Þýskalands, Ítalíu og Spánar áttu möguleika á að stöðva Hitler ef þær stóðu saman. 

Þótt allir sæju að eina leiðin væri að finna samstöðu sem dygði, tókst það ekki og því fór sem fór. 

Hugmyndin að samstarfi Evrópuþjóða eftir styrjöldina, fyrst varðandi stál- og kolaframleiðslu Frakklands, Benelux-landanna og Vestur-Þýskaland og síðar með stofnun Evrópubandalagsins, miðaði að því að koma í veg fyrir sundrungu sem á endanum gæti leitt til ófarnaðar. 

Nú er að vísu ekki um að ræða að koma í veg fyrir vopnuð átök heldur ófarnað á efnahagssviðinu en engu að síður er verkefnið gríðalega mikilvægt. 


mbl.is Tilraun til samkomulags 27 ríkja fjarar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband