Barn í sælgætisbúð eða fíll í glervörubúð.

Ekki veit ég hvort ég muni koma til Kúbu héðan af en hitt veit ég af afspurn og myndum, að fyrir mann eins og mig yrði þetta svipað og að barn kæmist í sælgætisbúð, eða jafnvel enn svakalegra, - af því að fornbíladellan er yfirgengileg yrðu áhöld um hvort frekar þyrfti að nota líkinguna um fíl í glervörubúð.

Raunar er hægt að sjá marga gamla bíla frá öðrum löndum en Bandaríkjunum í Asíu- og Afríkulöndum, og til dæmis var óborganlegt að aka um götur Addis Ababa í Eþíópíu og sjá hina margvíslegu evrópsku fornbíla í fullu fjöri þar.

Ofan á allt annað merkilegt, sem hægt er að upplifa þessum löndum bætist við aukaleg ánægja við að sjá alla gömlu bílana.


mbl.is Kúbustjórn opnar bílamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Ég lærði söguna í gamla daga á dönsku sem naut í postulínsbúð en ekki fíl.

Er kannski vitlaust.

Kveðjur, Tóti

Þórir Magnússon (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 20:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski er þetta rétt hjá þér en líkast til yrði útkoman hin sama fyrir munina í búðinni.

Ómar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband