Virðist passa við mína fjölskyldu.

Ég hef svosem ekki heimildir um alla afkomendur mína hvað varðar stærðfræðihæfileika, en veit þó að líklega eru það ein dóttir mín og dótturdóttir sem standa einna fremst á þessu sviði og að þessir hæfileikar hafi að öðru leyti dreifst nokkuð jafnt á kynin. 

Það rímar ágætlega við niðurstöður rannsókna vísindamanna Wisconsin háskóla í 86 löndum. 

Ég efast um að þetta hefði verið svona hér á landi fyrir hálfri öld og það er fagnaðarefni að kynin standi jafnt að vígi með tilliti til hinna ólíku námsgreina ef jöfnuður ríkir í aðstöðu þeirra til náms og notkunar hæfileika sinna fyrir sig og þjóðfélagið. 

 


mbl.is Stærðfræðihæfileikar ekki kynbundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Harvard University president Lawrence Summers suggested to an audience at a small economics conference that one of the major reasons women are less likely than men to achieve at the highest levels of scientific work is because fewer females have “innate ability” in these fields. In the wake of reactions to Summers’s provocative statement, a national debate erupted over whether intrinsic differences between the sexes were responsible for the underrepresentation of women in mathematical and scientific disciplines.

 

Summer varð að láta af embætti vegna "provocative statement" .

Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að hann hafi haft rétt fyrir sér. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband