17.12.2011 | 21:09
Kanarnir voru tæpir 1960 og 2000.
Nokkuð almenn virðist sú skoðun að kosningasvindl hafi verið stundað í rússnesku þingkosningunum en helst deilt um hve stórfellt kosningamisferlið hafi verið.
Stundi skiptir það ekki öllu máli hvað snertir úrslitin, hve stórfelld svindlið er, heldur hitt hve afdrifaríkarnar afleiðingarnar verða.
Tvívegis voru úrslit í bandarískum forsetakosningum svo tvísýn, þegar upp komu ásakanir um kosningasvindl, að tiltölulega örfá atkvæði gátu ráðið úrslitum.
1960 var munurinn á Kennedy og Nixon aðeins 0,2% í Illinois þar sem einhver valdamesti borgarstjóri í sögu Bandaríkjanna, Richard Daley í stórborginni Chicago, þótti vera í vafasömu sambandi við glæpasamtök og bralla ýmislegt vafasamt.
Daley var eindreginn stuðningsmaður Kennedys og voru uppi háværar raddir um að hann hafi hnikað hinum afar tvísýnu úrslitum nægilega mikið til svo að Kennedy ynni afar tæpan sigur.
Annar gríðarlega valdamikill maður, Lyndon B. Johnson, var líka grunaður um að hafa neytt bragða í hinu fjölmenna ríki Texas til þess að Kennedy ynni þar afar nauman sigur.
Víða voru úrslit mjög tvísýn og má sem dæmi nefna að á Hawai snerust afar tvísýn úrslit Kennedy í vil við endurtalningu.
Mjög var þrýst á Nixon að láta endurtelja og fara ofan í kjölinn á þessum ásökunum, en þremur dögum eftir kosningarnar ákvað hann að láta kyrrt liggja.
Enn muna menn hinar ákaflegu tvísýnu forsetakosningar 2000 þegar Bush marði sigur og fékk þó færri atkvæði í heild heldur en Al Gore.
Farsinn í kringum kosningarnar á Florida þar sem Jeff Bush, ríkisstjóri, bróðir Bush lék stórt hlutverk, er enn í minni og varpaði skugga á sigur Bush og bandarískt lýðræði.
Þessi meintu kosningasvik voru að umfangi að vísu margfalt minni en hin rússnesku, aðeins brot, en engu að síður gátu þau hafa verið afdrifarík, - en það sannaðist aldrei.
Medvedev hefur engar áhyggjur af gagnrýni Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kosningarnar 2000 höfðu stórt spurningarmerki á bak við sig, en það var samt spurning um það hvort um hefði verið að ræða svindl eður ei. En þú gleimir kosningunum 2004, það er hérna sem stærsta svindlið á sér stað ... þar sem atkvæði "svartra" var algerlega hundsað. Svartir risu upp í Bandaríkjunum og neituðu því að þeir hefðu kosið Bush ... Það var uppi stór hópur svartra, sem gengu fram og sögðu að niðurstöðurnar voru rangar... þeir hefðu aldrei kosið eins og tölvurnar sögðu að þeir hefðu. Nú eru uppi háværar raddir í Bandaríkjunum, þess efnis, að "lokuð" talning tölva ... brjóti í bága við lýðveldiðslögin.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 11:47
einmitt, Ómar: lestu það sem Greg Palast skrifaði um kosningatölvurnar frá Diebold-fyrirtækinu 2004, td. í Ohio-fylki
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.