Virkja strax, alls staðar !

Athyglisvert var þegar umsagnir um virkjanahugmyndir rammaáætlunar fór að streyma inn.

Með því fyrsta sem sást var það álit, sem barst frá Orkuveitu Reykjavíkur að víkja frá friðun Bitrusvæðisins. 

Nei, endilega að virkja á öllum sjö virkjanasvæðunum! Engu máli skipti þótt orkan kláraðist á 50 árum með svo skefjalausri pumpun orkunnar og að barnabörn okkar ættu hættu á því að standa uppi eftir hálfa öld, ekki einasta með þurrð háhitaorkunnar heldur líka heita vatnið, sem hitar höfuðborgarsvæðið upp. 

Síðan rigndi inn umsögnum þar sem niðurstaðan var á eina lund: Að virkja, virkja, virkja og hrinda friðunum, hvar sem því yrði við komið. 

Tvær greinar í Morgunblaðinu um Gjástykki sem ég svaraði með einni grein gáfu hugmynd um þetta. Með því að sópa inn tveimur greinum var tryggt að tvöfalt meira rými fengist til að hamast fyrir virkjuninni heldur en fyrir því að andmæla henni.

Skipti svo sem ekki miklu máli því að staðreyndir og málstaður vega þyngra. 

Nú er óþolið svo mikið að krafist er á þingi að taka virkjanir í Neðri-Þjórsá út úr rammaáætlun og byrja strax að virkja. Vitnað er í stórgallað mat á umhverfisáhrifum þar sem gert er lítið úr gengi stærsta villta laxastofnsins í Norður-Atlantshafi og hættu á leka úr lónstæðum auk fleiri atriða.

Alls staðar á Norðurlöndum hefur verið hætt við stórar vatnsaflsvirkjanir þótt Norðmenn til dæmis eigi jafn mikið vatnsafl óvirkjað að magni til og Íslendingar. 

Hér á landi er glímt við setvandamál í virkjun jökulfljóta og röskun á stórbrotinni náttúru sem ekki er til staðar á þeim stöðum þar sem vatnsafl er óvirkjað á hinum Norðurlöndunum. 

Ekkert af þessu skiptir máli fyrir áltrúarmennina sem hamast sem aldrei fyrr í þágu stóriðjustefnunnar. 


mbl.is Virkjað verði í Neðri-Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hættu á leka úr lónsstæðum og einstakt lífríki 

Er þetta "staðlað"  frá verndarfíklunum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 13:27

2 identicon

Meintur leki(sem ég veit ekkert um) og áhrif á laxa skiptir mig minna máli en hitt, að ég vil einfaldlega ekki virkja þarna því það er verið að stórskemma náttúruupplifun á Þjórsá með því að setja steingeld jökullón þarna, engar flúðir lengur með meðfylgjandi hljóðum, eyjum hólmum, klettadröngum og gróðurvinjum verður sökkt.

Siggi (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 14:42

3 identicon

Gott eigum við Íslendingar að eiga að mann eins og Gunnar Th. á Reyðarfirði, sem getur leiðrétt ýmsar villur sem vísindamenn og aðrir hafa troðið í hausinn á sér.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 16:53

4 identicon

Það væri aldeilis alveg voðalegt af virkjað væri í Neðri Þjórsá og orkan hyrfi úr ánni á 50 árum.  Laxinn hyrfi og lónstæðin færu að leka.  Hvað er Landsvirkjun eiginlega að hugsa? Ég legg til að öllum virkjunum í Þjórsá verði lokað þegar í stað. Og það strax.

Grandvar (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 17:02

5 identicon

Mér er ómögulegt að skilja hvernig orkan á að hverfa úr Þjórsá á 50 árum og hversvegna ættu lónsstæðin að leka þarna meira en annarsstaðar mér er spurn, ég svo sem man að lónið við Sigöldu lak mikið í byrjun en ég held að það sé liðin tíð.

Ég veit ekki af hverju ætti ekki að klára að virkja Þjórsá hún er mest miðlaða vatnsfall landsins og þar af leiðandi ónýt sem náttúruperla.  Með því að klára að virkja hana þá er kannski hægt að vernda óspiltar ár svo sem jökulföllin í Skagafirði, einhverja hluta vegna þá tel ég óspillt vatnsfall verðmætara en spillt.

alli dan (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 18:13

6 identicon

Mikið afskaplega er það leiðinlegt að við skulum ekki eiga kol, því þá gætum við sett upp kolaorkuver þar sem við mundum brenna kolum til að fá orku og þá fengi laxinn að synda í friði og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af setvandamálum eða  að    að lónin færu að leka og túristar gætu traðkað upp landið  þar sem annars væri allt á floti.

Það mætti kanski reyna að brenna mó til orkuframleiðslu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 18:21

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jarðfræðingarnnir okkar skilja það vel og hafa greint frá því að á stórum köflum á þessu svæði, þar á meðal á svæðum lónanna eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftana.

Einnig getur þessi gerð jarðlaga þarna valdið vandræðum við jarðgangagerð við Holtavirkjun. 

Þetta er nú ekkert meira "staðlað" frá "verndarfíklunum" en það. 

Þetta með laxastofninn er það sem Orri Vigfússon, sem manna fróðastur er um þau mál, hefur sagt um hann. En Orri hefur auðvitað ekki hundsvit á því eða hvað? 

Landsvirkjun hefur boðist til  að kaupa laxastofninn svo að hún geti farið með hann að vild sinni og það er væntanlega það sem Gunnar vill. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2011 kl. 21:41

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minn kæri Rafn, við þurfum hvorki kol né mó. Við framleiðum þegar fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf til hefðbundinna innanlandsnota.

Ómar Ragnarsson, 18.12.2011 kl. 21:42

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alli dan, Sigöldulónið lekur enn og það hefur ekkert breyst. Vatnsborð Þórisvatns er ekki hægt að hækka vegna þess að jafn mikið myndi tapast við leka eins og fæst við hækkunina.

Ómar Ragnarsson, 18.12.2011 kl. 21:44

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að fólk ætti bara að kynna sér áhættumatið og umhverfismatið vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda, það hef ég gert. Mat á umhverfisáhrifum virkjunar Þjórsár við Núp var unnið af Almennu verkfræðistofunni en verkfræðistofan Hnit vann matskýrsluna um Urriðafossvirkjun Matið er byggt á útreikningum færustu verkfræðinga landsins á þessu sviði og unnið samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum og forskriftum. Hvort er trúverðugra; margra ára vinna og útreikningar færustu verkfræðinga landsins, eða niðurstaða kaffihúsaspekinga og umhverfisverndarsantaka? Svari hver fyrir sig.

Varðandi lífríkið; Orru Vigfússon er fróður um laxfiska en hann veit minna um verkfræði. LV ráðfærir sig við færustu vísindamenn á hverju sviði, tæknifræði, náttúrufræði o.s.f.v. Niðurstaða rannsókna sérfræðinga LV var að áhrif virkjananna í neðri hluta Þjórsár yrði nokkur en hægt yrði að lágmarka það rask með sértækum aðgerðum, m.a. með byggingu fiskistiga. Með tryggingu lágmarksrennlis sem nemur 10-15 m³/s verður unnt að tryggja viðgang lífríkisins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 22:34

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo spretta reglulega fram "sérfræðingar", verkfræðingar, jarðfræðingar, náttúrufræðingar og fleiri slíkir, sem hvergi fá vinnu í einkageiranum, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki nógu færir. Þeir eru eðlilega argir yfir örlögum sínum, enginn spyr þá álits.... en svo komu umhverfisverndarsamtök sem gátu fengið þá í hjáverk fyrir sig, jafnvel fyrir lítinn pening. 

Einnig eru til færir vísindamenn, t.d. jarðfræðingar, sem láta pólitískar skoðanir sínar og öfgafull umhverfisverndarsjónarmið, algjörlega ráða huglægu mati sínu á áhættu. Þeir "selja sig" umhverfisverndinni og mála skrattann á vegginn, ef þeir telja það þjóna umhverfisverndarsjónarmiðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 22:50

12 identicon

Fallorkan er einfaldlega ekki það mikil að það réttlæti að sökkva náttúrunni þarna. Mitt mat.

Ari (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:25

13 identicon

Gjörið iðrun.

Leigubílstjórinn á Reyðarfirði hefur talað.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:43

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða náttúru? Tún?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 23:43

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvammsvirkjun, fyrir oog eftir virkjun. Uppsett afl 82 mw.

Holtavirkjun, fyrir og eftir. Uppsett afl 53 mw.

Urriðafossvirkjun, fyrir og eftir. Uppsett afl 130 mw.

Samtals uppsett afl 265 mw, eða tæplega 40% af stærstu vatnsaflsvirkjun landsins, Kárahnjúkavirkjun, en afl hennar er 690 mw.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 00:03

16 identicon

Urriðafossvirkjun er sú sem að menn hafa mestar áhyggjur af leka skilst mér. Enda er það þannig að þegar hækkar í ánni, þá hækka vatnsstaðan langar leiðir út frá.

LV hefur að rausnarskap boðið íbúum vatn og síma, svo að þeir verði ekki þyrstir ef neysluvatnið breytist í jökulaur og geti jafnvel hringt út af því.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 08:09

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða "menn" hafa mestar áhyggjur af leka í Urriðafossvirkjun?

Þeir sem ekki vilja virkja?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 08:53

18 Smámynd: Dexter Morgan

Það eina sem réttlætir virkjanir þarna og myndi fá mig til að skipta um skoðun varðandi þessa kosti, er að þarna væri verið að virkja til að selja gróðurhúsabændum á Suðurlandi orkuna á sama, eða svipuðu verði og til stóriðju eins og álvera.

Afhverju ættu fólkið sem býr við, og á bökkum Þjórsár, að vilja láta virkja hjá sér "bæjarlækinn" eingöngu til að selja orkuna á spottprís til erlendra stórfyrirtækja.

Nei takk. Setjum ófrávíkjanlegt skilyrði við virkjunum í neðri hluta Þjórsár þess efnis að íslenskir gróðurhúsabændur fái forgang að orkunni til sinna starfsemi á sama verði og álfyrirtækin, þau geta fengið umframorkuna en einhver væri. Við sláum tvær flugur í einu höggi, eflum gróðurhúsarækt á íslandi til útflutnings á samkeppnishæfu verði, veitum fullt af fólki vinnu, eflum og hreinsum ýmind íslands og erum í leiðinni að losa okkur undan stóriðju-farganinu sem legið hefur eins og mara á okkur undanfarna áratugi. Enda það eina sem stórnmálamönnum dettur í hug þegar byggja þarf upp atvinnu.

Dexter Morgan, 19.12.2011 kl. 09:23

19 identicon

Ég vil helst ekki nafngreina Gunnar, en við erum að tala um þó nokkra sem búa vestan við ána, og svo niður úr. Staðkunnuga og gamalgróna.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 09:26

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dexter, verð til gróðurhúsabænda frá LV er ekki mikið hærra en til stóriðju. Það er flutnings og dreyfingarkostnaður sem er mun hærri og það er ekki á færi virkjunaraðila að lækka þann kostnað.

Stóriðja hefur ekki legið eins og mara á neinum nema stjórnlausum verndarfýklum.

Jón Logi, hvað forsendur gefur þetta fólk sér fyrir ótta sínum? Upplýsingar frá náttúruverndarsamtökum? Ég hef lesið áhættumatsskýrsluna og samkvæmt henni er ekkert að óttast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 12:59

21 identicon

Staðkunnáttu Gunnar. "þetta" fólk býr á svæðinu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 14:06

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef líka lesið matskýrslu Hólmsárvirkjunar þar sem litils háttar af mosa og skófum verði drekkt en er í raun grasi gróið land. Einnig að lítils háttar af kjarri verði sökkt en raunar eru þau tré meira en mannhæð.

Bæði hef ég flogið lágt yfir þetta svæði og sá líka ítarlega ljósmyndaumfjöllun um það á Kirkjubæjarklaustri nýlega. 

Í matskýrslu Búlandsvirkjunar er ekki minnst einu orði á fjölmarga fallega fossa í Skaftá sem verða þurrkaðir upp. 

Í matskýrslu um Gjástykki er talið að hraunið hafi lítið gildi af því að það sé svo nýrunnið! 

Sem er einmitt þveröfugt. Það er hið nýrunna hraun og nýmynduðu sprungur sem gera svæðið einstakt, af því að til eru samtímaheimildir um það í ljósmyndum, kvikmyndum og samtíma vitnisburðum um það hvernig þessi staður er hinn eini í heiminum sem getur sýnt rek meginlandanna og myndun nýs lands svona vel. 

Á svæðinu frá Kröflu til Þeystareykja eru skilgreindar landslagsheildir sem fyrir afar merkilega "tilviljun" eru þannig afmarakaðar, að það svæði sem Landsvirkjun hefur helgað sér norður í Vítismó er talin inni í landslagsheildinni Kröflufjall, en hins vegar er ummerkjasvæði Kröfluelda frá Leirhnjúki norður í Gjástykki alls ekki tilgreind sem landslagsheild, þótt Gæsafjöll fái þann stimpil. 

Þegar litið er yfir skýrsluna blasir við að hún þjónar virkjunaraðilanum fullkomlega og ótrúlega nákvæmlega. 

Svona er hægt að halda áfram að telja upp það sem Gunnar telur svo pottþétt í matskýrslum á umhverfisáhrifum.

Gunnar reynir að gera lítið úr færustu jarðfræðingum okkar, sem hann telur lítils virði af því að þeir hafi ekki fengið vinnu hjá einkafyrirtækjunum.

Það er langur listi sem hann dæmir í ruslflokk þeirra sem voru svo lélegir að þeir gátu ekki fengið vinnu hjá orkufyrirtækjunum:

Sigurður Þórarinsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson, Guðmundur Sigvaldason, Bryndís Brandsdóttir, Guðrún Larsen ..o. s. frv...

Ómar Ragnarsson, 19.12.2011 kl. 14:07

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er augljóst að sumir ofangreindra eru litaðir af pólitík í afstöðu sinni til framkvæmda á vegum LV á undanförnum árum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 14:37

24 identicon

Sérstaklega Sigurður Þórarinsson :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 15:42

25 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er auðvita algjör sparðatíningur hjá þér Gunnar. Ef verðið á raforkunni til gróðurhúsabænda er það sama, eða svipað og til stóriðju, þá er stóriðjan samt að sleppa við flutnings og dreifingakostnaðin. Afhverju á að rukka innlenda aðila um þennan kostnað en EKKI stóriðjuna. Þegar allt kemur til alls, þá kemur þessi kostnaður úr vasa gróðurhúsabænda vegna kaupa á raforku. Þennan kostnað á að afnema til þeirra, ef það er hann sem er að gera þeim ókleift að framleiða sína vöru. Ríkið gæti allteins flutt þennan kostnað yfir á stóriðjuna, þeir græða víst nóg.

Dexter Morgan, 20.12.2011 kl. 11:03

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er misskilningur hjá þér, Dexter. Stóriðjan "sleppur" ekki við þennan kostnað, hann er bara margfalt lægri af eðlilegum ástæðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 14:56

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

T.d. er Alcoa Fjarðaál að kaupa meira rafmagn en öll Reykjavík að fyrirtækjum meðtöldum. Flutningurinn á orkunni til álversins er um eina 50 km. langa línu og fer í eitt inntak.

Í Reykjavík eru tugþúsundir heimtauga, tugþúsundir mæla, tugþúsundir reikninga

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 15:00

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gróðurhús eru dreifð um allar trissur og kaupa mismikla orku eftir árstíma. Stóriðjan kaupir sama magn, allan sólarhringinn, allan ársins hring.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 15:04

29 identicon

Síðast er ég gáði voru nú garðyrkjubændur á fáum svæðum, en þurfa að borga fullan dreifingarkostnað fyrir utan gjaldið sem er HÆRRA en til stóriðju.

Síðast  er ég gáði þá var KW til mín um 12-13 kr, og bý ég nú undir háspennulínu, og í 500 m. fjarlægð frá þéttbýli.

Orkunotkun mín er nokk fyrirsjáanleg, og all jöfn.

Orkunotkun garðyrkjubænda er tiltölulega fyrirsjáanleg.

Og Reykjavík borgar líkast til meira fyrir sína orku en Fjarðarál. Hver kom fyrst?

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 18:03

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér að þú eigir að borga minna af því þú býrð svo stutt frá háspennulínu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 20:17

31 identicon

Jafnt og stóriðjan. Engin afsökun.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband