8.1.2012 | 12:53
Koma hreint fram.
Það kann að vera að ríkið muni sleppa við að borga af kostnaðinumm við Vaðlaheiðargöng ef allt gengur á besta veg.
Hitt á ekki að fela að umtalsverð áhætta felist í gangagerðinni og segja það þá bara hreint og skorinort að stjórnvöld telji gildi þeirra það mikið að það sé verjandi að nota fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til þess að brúa bilið.
Ég hef reiknað það gróflega út að stytting hringvegarins í Austur-Húnavatnssýslu fyrir brot af kostnaðinum við Vaðlaheiðargöng muni stytta aksturstímann jafn mikið og nemur styttingunni í Vaðlaheiðargöngunum.
Ástæðan er sú að ef svonefnd Húnavallaleið er farin er hægt að aka hana á 90 kílómetra hraða en í Vaðlaheiðargöngum verður væntanlega 70 kílómetra hámarkshraði.
Þar að auki losna menn við að aka eftir 50 kílómetra hámarksrhraða í gegnum þéttbýlið á Blönduósi ef farið er um Húnavallaleið og samt átt völ á svipaðri þjónustu við vegfarendur og þeir hafa nú hjá nýrri brú í landi Blönduósbæjar í Langadal.
Ofan á allt þetta bætist að þessi stytting er langhagkvæmasta vegagerð hér á landi í 14 ár og getur ekkert nema borgað sig fyrir þjóðfélagið.
Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegurinn um Víkurskarð er neðan skógarmarka!
Víkurskarðið er hinsvegar að mestu skóglaust, -En þar er þó skógarreitur sem áhugamaður hefur ræktað OFAR hæsta hluta vegarins.
Skógræktin gerði Vegagerðinn tilboð, stuttu eftir að vegurinn var opnaður, sem fólst í skógrækt beggja vegna vegarins til að draga verulega úr snjósöfnun og kófi sem veldur vandræðum við samgöngur.
Vegagerðin hafnaði þessu án skoðunar!
Í Ölpunum og Noregi eru yfirleitt ekki grafin göng til þess að leysa af hólmi vegi með óverulegum halla og eru neðan trjálínu.
Vandamálið við Víkurskarðsveg er ekki hæð yfir sjávarmali eða bratti, -Vandamálið er ofbeit og skógareyðing.
Ef ráðist hefði verið í markvissa skógrækt um leiða og hafist var handa um vegagerðina væri 30 ára gamall skógur meðfram öllum veginum, vegurinn væri opinn 365 daga á ári og enginn umræða væru um jarðgöng.
Annað dæmi um skort á skógi meðfram vegi er Bólstaðarhlíðarbrekkan upp frá Húnaveri. Þar skefur mikið inná veginn í neðri hluta brekkunnar. Þegar komið er uppfyrrir mesta vandræðakaflann blasir hinsvegar við skógur innar í Svartárdalnum sem nær hærra en vandræðakaflinn á þjóðveginum. Ef þessum skógi hefði verið plantað ofan við vegskeringuna í Bólstaðarhlíðarbrekkunni þá væri þetta skafrenningsvandamál og meðfylgjandi hálka og ófærð úr sögunni.
Ég tel að höfuðáherslu eigi að leggja á skógrækt til samgöngubóta.
þjóðvegi um Norðurárdal í Borgarfirði, Víkurskarð, Fljótsheiði, Myvatnsheiði, Reynisfjalli og fleiri vegum má einfaldlega breyta í láglendisvegi með réttri skógrækt.
Þetta er einfaldlega spurning um að kunna að búa í landinu!
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 14:17
Þráhyggja Ómars Ragnarssonar um styttingu leiðar um Húnavatnssýslu með því að skera Blönduós frá aðalþjóðvegi fer nú að verða leiðigjörn.
Hann þykist geta reiknað það út að framkvæmdin borgi sig fyrir þjóðfélagið. Hann neitar hins vegar að taka með í reikninginn þann hag sem Austur-Húnvetningar hafa af þjóðveginum í gegnum bæinn. Þetta er ekki aðeins hagsmunir Blönduósinga af veltu af þjónustu ferðamanna allan ársins hring og það er ekki spurning um eina sjoppu eins og Ómar hefur af vanþekkingu sinni haldið fram.
Er ekki nær að reyna að styrkja vegakerfið, bæta það, fækka einbreiðu brúnum, breikka þjóðvegi, búa til vegaxlir, svo eitthvað sé nefnt?
Og af þráhyggju Ómars hefur honum aldrei dottið í hug að breyting á veginum yfir Holtavörðuheiði geti verið meiri og öflugri vegabót heldur en mýrarvegurinn norðan Húnavalla.
Hann ætti frekar að beina kröftum sínum að því að gera þjóðvegi landsins tryggari en að skaða íbúa í Austur-Húnavatnssýslu.
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 14:46
Skv rökum nafna míns má ætla að hann telji veginn um Þverárfjall vera aðför að íbúum Varmahlíðar?
Og hvers eiga íbúar Hafnar að gjalda að þjóðvegurinn hafi verið lagður beint framhjá þorpinu í stað þess að fara lykkju í gegnum miðbæinn?
Mývetningar eiga sér þann draum að þjóvegur 1 verði lagður ofan byggðar í Reykjahlíð og norðar Vindbelgjar.
Telja Blönduósingar að forsenda byggðar við árósinn felist í því að lifa sníkjulífi af umferð sem á þangað ekki erindi?
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 15:14
„Telja Blönduósingar að forsenda byggðar við árósinn felist í því að lifa sníkjulífi af umferð sem á þangað ekki erindi?“ Svona málflutningur er ekki neinum sæmandi.
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 15:54
Nafni, orðið sníkjulíf orkar vissulega tvímaælis.
En afhverju í ósköpunum berjast Blönduósingar fyrir því að ég og fjölmargir aðrir sem reglulega aka á milli Norðurlands og Rvk verðum áfram teymdir norður undir strönd Húnaflóa?
Tilkoma Svínavatnsleiðar lokar ekki núvernadi vegum, þorpið verður áfram í vegasambandi og nýtur reglulegs snjóruðnings.
Þungaflutningar til og frá Siglufirði og Sauðárkrók fara áfram um Blönduós og án efa verður smárúta í ferðum til að tengja Blönduós við þjóðvegarrútuna.
Barátta Blönduósinga er bein aðför að mínum hagsmunum. Þörf almennra vegfarenda fyrir þjónustu minnkar reyndar sem nemur 12 Km vegstyttingu en slíkt finnst mér jákvætt en ekki neikvætt
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 16:36
Ég hætti að lesa skýrsluna þegar ég var hálfnaður. Það kemur í ljós að ef menn eru búnir að ákveða svarið áður en lagt er af stað færðu það svar sem þú óskar.
Skýrsluhöfundur talar um að umferð minki um 10,2 % og vitnar þar í að búast megi við minni umferð vegna orkuverðs. Aukninginn umfram áætlanir í Héðinsfjarðargöngum var yfir 12% og datt engum í hug að orkuverðið myndi hækka svona ógurlega.
Hann talar um v axtakjör. Af hverju ættu nekki að vera sömu vaxtakjör hvort sem verkefnið er fyrir norðan eða sunnann?
Meðalhraði 84 km/klst´´Eg spyr bara á hvernig bíl er maðurinn ef hann heldur 84 km meðalhraða yfir Víkurskarðið?
Frábært þegar skýrsluhöfundur tekur meðaltalstíma á styttingu vegna Hvalfjarðaganga og reiknar það út að helmingur umferðar um hvalfjörð komi frá Akranesi. Þetta er náttúrulega vísvitandi gert til að fegra Hvalfjarðargöngin á kostnað Vaðlaheiðagangana.
Það er ekki tekið tillit til að líklega verður farið í stórframkvæmdir á Bakka á næstu árum og mun umferðin aukast töluvert mikið. Nema skýrsluhöfundur reikni með að fólk fari með skipum það reindar kæmi mér ekki á óvart miðað við hvað ég hef lesið af þessari skýrslu.
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 20:31
Góður Ómar Már Þóroddson.
Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 00:51
Blönduós verður áfram þjónustukjarni fyrir héraðið þótt styttri vegi verði bætt við vegakerfið.
Leiðin til Sauðárkróks og Siglufjarðar liggur áfram um Blönduós.
Blönduós mun áfram ráða yfir 3 kílómetrum á nýja vegarstæðinu þar sem þeir geta komið á fót allri þeirri þjónustu við vegfarendur, sem þeir telja að borgi sig fyrir alla að hafa þar.
Miðað við hina miklu hagkvæmni vegarins fyrir nær alla þjóðfélagsþegna tel ég að það eigi að styrkja Blönduósinga myndarlega af almannafé til að laga sig að þessum aðstæðum. Þetta var gert á sínum tíma fyrir Hellubúa þegar Suðurlandsvegur var lagður á nýrri brú fyrir sunnan þorpið og síðan þá hefur þjónustan á Hellu smám saman fært sig þangað suður eftir.
Ég hef áður lýst því hér í pistlum mínum hvílík breyting verður á veðri og snjóalögum þar sem fjallvegir liggja um skóglendi svipuðu því sem ég hef ekið í illviðri í Varmalandi í Svíþjóð um mánaðamót janúar-febrúar 1981 og því er höfnun Vegagerðarinnar á tilboði Skógræktarinnar mér með öllu óskiljanleg.
Ég tek það fram að vegna þess hve langan tíma þetta myndi taka tel ég verjandi að fara í þessa framkvæmd og vera ekkert að draga úr því að hluta til gæti verið um áhættu að ræða varðandi stuðning ríkisins. Eftir sem áður yrðu Vaðlaheiðargöng fyrstu jarðgöngin utan höfuðborgarsvæðisins þar sem þó yrðu veggjöld og þar með að notendur borguðu framkvæmdina að mestu eða jafnvel öllu leyti ef vel gengur.
Ómar Ragnarsson, 10.1.2012 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.