8.1.2012 | 12:57
Jákvætt við leysinguna: Snjóalög minnka.
Til þess að sú flughálka myndist á vegum, götum, gangstéttum og bílastæðum verður að vera fyrir hendi samþjappaður snjór sem er orðinn að klaka.
Því meiri snjóalög og frostum og hláku á víxl, því meiri hætta á umfangsmikilli hálku.
Að sjálfsögðu er hálkan hið versta mál, en á móti kemur, að séu hún og bráðnunin hún nógu mikil, verður von til þess að það hláni í gegn þannig að svona svell myndist ekki aftur í sama mæli og nú er.
Mikil hlýindi og minni snjóalög eru mér nokkurs virði persónulega eins og sést af þeim aðstæðum sem nú ríkja þar sem FRÚin stendur á Selfossflugvelli, en þar hefur ekki komið svona mikill snjór í sögu flugvallarins.
Kröftugri leysing í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er leysingn jákvæð en hún þarf bara að vera almennileg. Þessi hrina dugar ekki til því strax kólnar aftur með éljum. Það þarf að koma góð hláka í svo sem viku.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2012 kl. 13:36
Sem gamall Selfyssingur verð ég að leiðrétta þig vinur.
Núna er "venjulegur" vetur eins og gamlir Selfyssingar muna. Hefur bara ekki sést í ca 20 ár.
Fyrir svona rúmum 20 árum tók ég "torfæruæfingar" á Opel Cadett útbúnum keðjum á Selfossflugvelli, og slapp án þess að nota skóflu, enda bíllinn léttur. Ég var alveg hissa hvað ég gat þvælt bílnum.
Ári síðar var ég að þvælast þar með vini mínum á Range Rover, og sluppum við með naumindum af flugvellinum án þess að moka okkur upp.
Síðasti alvöru veturinn á Suðurlandi til þessa var 1989-1990, og síðasta alvöru stórhríðarbomban var í Desember 1999 (Mig minnir að það hafi verið fimmtudag eða föstudag í desemberbyrjun). Svona með mínum augum séð, en ég er nú bæði háður veðri í mínu starfi, og hef gaman að grúska í þv, þannig að svona lagað gleymist ekki svo glatt ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:05
Saltburður á götur og gangstéttir gengur á uppsafnaðan klakann og flýtir hlánuninni. En borgaryfirvöld takmarka saltið og fórna lífsgæðum og öryggi íbúanna í staðinn.
Ívar Pálsson, 9.1.2012 kl. 09:04
Þakka þér fyrir fróðleikinn, Jón Logi. En vinir mínir á Selfossi sögðu mér að síðasti gamlársdagur hefði verið hinn fyrsti í sögu vallarins sem þeir gátu ekki haldið þeim vana sínum að fara út á flugvöll og halda þar árlegan fund með tilheyrandi útdrætti á flugvélum.
Ómar Ragnarsson, 10.1.2012 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.