Á aldarafmæli Titanic, annað "óhugsandi" slys.

Á þessu ári verður 100 ára afmælis eftirminnilegasta stórslyss á sjó minnst, þegar Titanc, "skipið ósökkvandi" sökk í jómfrúarferð sinni eftir árekstur við ísjaka austur af Nýfundnalandi vorið 1912.

Miðað við allar þær gríðarlegu framfarir í siglinga- og staðsetningartækni, sem orðið hafa á 100 árum, er það óskiljanlegt hvernig risaskipið Costa Concordia, enn stærra og margfallt fullkomnara en Titanic, gat strandað heila sjö kílómetra frá þeirri siglingaleið sem það átti að vera á. 

Í ofanálag flýr skipstjórinn skip sitt á undan mörgum farþeganna og skilur þá eftir á skipinu, sem liggur á hliðinni. 

Er það ólikt hegðun Carlsens skipstjóra, sem þraukaði einn um borð á skipinu Flying Enterprize þar sem það maraði hálfsokkið í tvo daga í ölduróti Atlantshafsins fyrir tæpum 70 árum, svo að öll heimsbyggðin fylgdist með. 

Skipstjóri Costa Concordia var handtekinn eftir að hann kom í land og líklega á hann ekki gott í vændum varðandi það þetta strand gat átt sér stað. 

Hins vegar verður sennilega erfitt að lögsækja hann fyrir að fara ekki síðastur frá borði, því að um það, gilda víst engin bein lagaákvæði, heldur er þetta aldagömul hefð. 


mbl.is Ítala bjargað úr skipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband