24.1.2012 | 10:59
Hlýtur að stefna í met.
Nú eru að verða tveir mánuðir síðan jörð varð alhvít af snjó hér í Reykjavík og síðan þá hefur verið hér mesta og lengsta snjóatíð á þessum árstíma sem ég man eftir.
Í desember var sett nýtt met í snjódýpt í þeim mánuði hér í borginni, 33 sm.
Ef leita á að samanburði við þetta kemur febrúarnótt ein 1952 í hugann, en ég man vel eftir því þegar þá kyngdi niður í logndrífu 48 sentimetra jafnþykkum snjó um alla borg og er það næstmesta meðalsnjódýpt sem mælst hefur í borginni síðan slíkar mælingar hófust.
Snemma á tíunda áratugnum voru langvinn snjóalög á útmánuðum en senn hlýtur þessi snjóatíð núna að fara að slá það met og jafnvel öll met í þessu efni.
Veturinn 1978-79 var einn hinn kaldasti á síðustu öld og eftirminnilegt er hvernig hann dundi yfir um miðjan desember.
Ég man að ég fór í fréttaferð austur að Gunnarsholti 13. desember í einmuna blíðu til að taka myndir af því að þar var þá verið að plægja akur!
Í leiðinni tók ég viðtall við Svein Runólfsson um þau miklu mistök, sem hann taldi hafa verið gerð með því að flytja inn holdanaut til landsins af Galloway-kyni. Þar taldi hann hafa verið valið eitthvert lélegasta nautakyn, sem til væri og var ekki hrfiinn af því að sitja uppi með þau í Gunnarsholti.
Til stóð að sýna þetta viðtal en þá brá svo við að snjó kyngdi niður um allt land en hins vegar var bakgrunnur viðtalsins með alauðri jörð langt upp eftir Hekluhlíðum.
Okkur datt ekki annað í hug en að hefðbundnar sunnlenskar hlákur myndu breyta þessu og var ákveðið að bíða eftir því að sú fyrsta kæmi svo að jörð yrði aftur auð.
Er skemmst frá því að segja að snjó tók aldrei upp þennan vetur og eftir því sem lengra leið, varð æ fjarlægara að sýna þetta viðtal.
Fór svo að það var aldrei sýnt !
Vara við stormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frá því síðustu dagana í janúar til 23 mars árið 2000 var ástandið í Reykajvík mjög svipað og nú, bæði hvað snjóhulu og snjódýpt snertir. En svo hvarf snjórinn þá 15. mars.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2012 kl. 15:49
Sigurður,
Aðeins að rólegar í eiturleyfin.
Alli (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 15:56
Loksins almennilegur vetur á Íslandi.Vantar bara smá rafmagnsleysi til að upplifa bernskuna á ný :)
Heiðrún Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 20:33
Þetta er nú bara nokk venjulegur eins og bernskuminningar mínar til segja (fæddur '65) þar til ársins 1991. Þá var nokkur hvellur síðla um haust, en svo breyttist veturinn í eina alsherjar súldar & rigningar-súpu, og var svo til vors 1992.
Nú get ég bara talað fyrir mitt svæði (Hvolsvöllur og radíus þar um), en þessi vetur hérna á ekki séns í 1989-1990, og jarðklaki hefur ekki náð vorinu 1991 þaðan af.
1990 fraus Þveráin alveg yfir. Skurðir fylltust af snjó, harðfrusu þar á eftir, og svo fennti ofan á allt saman.
Það var göngufæri um allt, - girðingar á kafi, skurðir mannheldir, og svo Þveráin, - Rangáin var þannig að állinn hélt.
Það hefur vart komið almennilegur vetur hér síðan. Grunar reyndar að það sé annað í Reykjavík, þar sem mikið hefur verið um vestanstæðar áttir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.