Er þetta nú öll tækni læknavísindanna ?

Í hálfa öld hafa menn umgengist G-blettinn sem staðreynd, sem uppgötvuð var af hinum dásamlegu og hárnákvæmu nútíma læknavísindunum.

Ýmsir kunningjar og samstarfsfólk gerði mikið með þetta og töldu afar mikilvægt að kunna á því skil. 

Þegar þetta fyrirbæri síðan hverfur við það að skoðunartækni læknavísindanna hefur aukist vakna spurningar um það hversu mjög eigi að treysta þessum vísindum.

Eða er þetta alger undantekning um fallvaltleika þekkingarinnar ? 

Lengi vel var engu líkara í augum margra en að ástalíf og fjölgun mannkynsins stæði eða félli með tilvist G-blettsins. 

Aldrei gerði ég þó neitt með þessi vísindi, sem virtust ekki hafa mikil áhrif, samanber þennan vitnisburð: 

 

Gegnum sjói samlífsins

sigldum bæði tvö

og gátum vel án G-blettsins

getið börnin sjö. 


mbl.is Vísindamenn finna ekki G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.1.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband