24.1.2012 | 23:02
Vinnst kannski ekki upp fyrr en eftir 25 ár, - og þó ?
Þrátt fyrir að að "viðskiptajöfnuðurinn" í fólksflutningum til og frá landin hafi verið neikvæður um 1404 fjölgaði landsmönnum lítillega.
Þeir sem fæddust á árinu unnu því tapið upp og örlítið betur. En því miður mun þetta nýfædda fólk ekki nýtast þjóðfélaginu fyrr en eftir aldarfjórðung þegar búið er að ala það upp og mennta það.
Nema það flytji síðan burt af landinu þá.
Blákalt þýðir þetta því versta hugsanlega tap á mannauði úr landi, fólk á þeim aldri þar sem þjóðarbúið hefur lagt því til uppeldi og menntun, og sem alla jafna er að byrja að leggja fram sinn skerf í þjóðarbúið og ætti eftir að gera það næstu 45 árin ef allt væri með felldu.
Þetta er raunar fyrirbrigði sem sést bæði hjá okkur og öðrum þjóðum varðandi atvinnuleysið, en fólksflutningar úr landi eru auðvitað birtingarmynd atvinnuleysis.
Yfirleitt er atvinnuleysi mest hjá unga fólkinu einmitt á þeim aldri þar sem mestu varðar að það fái að skila sínu í þjóðarbúið.
Unga fólkið flytur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var nú afsökunin fyrir lokun landamæra A-og V-Þýskalands. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hve margir vestanmenn kusu að læra austan megin. En hitt er víst, að margir Íslendingar hafa tekið menntunarrispu erlendis. Mjög margir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.