Skilnaður að sæng hið besta mál ?

Í rannsókn á því að hrotur og annað áreiti séu slæm fyrir hjón, sem sofa í sama herbergi, sannast orð Guðmundar Jaka forðum um það að efast megi um hvort gera þurfi viðamiklar og dýrar rannsóknir með miklum mannafla og skriffinnsku á hlutum sem liggja í augum uppi og allir vita.

Eða eins og segir í þessari vísu:

 

 Staðfest er sem oft var grunað

að aðskilin hjón, þau magni munað

og skerpist ást og skilningsforði

við skilnað að sæng en ekki borði.


mbl.is Mælir með að hjón sofi í sitthvoru herberginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú sker hrúta Ómar einn,
útaf rekinn velli,
hann er ætíð hreinn og beinn,
hann á ellismelli.

Þorsteinn Briem, 25.1.2012 kl. 05:19

2 identicon

Ég myndi nú ætla að betra væri að reyna að laga hroturnar.. nota 2 sængur og svona.. gera allt til að vera saman... Að auki finnst mér margar ástæður sem þarna eru upptaldar.. bera þess merki að einhver bara skrifaði niður hugdettur sínar, ómarktækt þrugl.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:47

3 identicon

Það eina sem ég þekki sem svefnleysi í hjónasæng eru ávextir hjónalífsins, - þessi kríli sem eru að troða sér út um allt rúm, sofna þar, en halda manni vakandi með slettugangi, og svo ill-sofnum sökum fáránlegra svefnstellinga. Stundum er maður hreinlega byggður út.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband