Ó, hve íslenskt ! Tók meira en tvo tíma að loka !

Sprengd er sprengja á sjöunda tímanum, örskammt frá Stjórnarráðshúsinu. Neyðarlínan fær að vita um málið en ekkert er gert í því að loka þessu hættusvæði fyrr en tveimur klukkustundum síðar !

Ó, hve yndislega íslenskt!

Ríkisstjórnin kemur til fundar í húsinu tveimur tímum eftir sprenginguna og allt er eins og það á að sér, þótt vélmenni og sérstaklega búinn lögreglumaður séu nú að störfum á sprengjusvæðinu.

Í fréttum Stöðvar 2 var annað sérstakt íslenskt fyrirbæri áberandi. Það var notkun sagnarinnar "að mæta", sem nú virðist vera að ryðja orðunum að koma og fara úr íslensku máli.

Lögreglan mætti á staðinn, ríkisstjórnin mætti á svæðið, þessi mætti og hinn mætti á svæðið, þessi og hinn voru mættir á svæðið og meira að segja mættu bílar á svæðið.

Enginn kom þangað, fór þangað eða var þar, allir voru á útopnu í því að mæta.  Ó, hve yndislega "in" ! 


mbl.is Leita að vitnum að sprengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt Ómar !

Líka, mikið fyndið að sjá fólk í 100 m fjarlægð frá "sprengjuni"

Lenti einu sinni í svona "bomb scare" í London. 500 m takk þar.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 20:10

2 identicon

Jahh, sko.

Eru menn hissa á því hvað Breivíks-gerpið fékk langan tíma til að athafna sig? 

Treysti hann ekki bara á svona sein viðbrögð?

Eru ekki skipuritin að vefjast fyrir því sem virka á ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 21:01

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ómar það þarf nú ekki neitt "ó hve íslenskt" til. Hér virrtist nú reyndar bara um að ræða rakettublys sem fyllt hafði verið með púðri, eða bensíni og límt vel fyrir áður en kveikt var í. Alla vegana ekkert stórhættulegt.

Er ekki að verja lögregluna sem mér finnst allrar rannsóknar virði á þessum aulaskap og það í næsta nágrenni við sig, því að maður veit aldrei hvenær eitthvað alvarlegra gæti verið á ferðinni, þó vonandi verði það aldrei.

En sjáðu aumingja Norðmennina sem voru næstum 2 klukkutíma að koma lögreglunni frá Osló og út í Útey til að stöðva morðóðan mann, eftir að fyrstu fréttir bárust um að þar væri maður með öflugt skotvopn að salla ungmennin niður.

Útey var samt í 7 mínútna beinu þyrluflugi frá Osló. Fyrst sagði lögreglan að enginn þyrla hefði verið til taks. Svo var það dregið til baka, því að bæði vopnuð sérsveit og fullkomin þyrla voru til taks, en þeim var sagt að bíða og vera í viðbragðsstöðu.

Norska Neyðarlínan virkaði ekki og náðist ekki samband ítrekað og svo þeir sem náðu sambandi þá trúðu viðmælendur Neyðarlínunnar ekki ungmennunum sem hringdu skelfingu lostinn og sagði þeim að þau yrðu að bíða, eða hringja í foreldra sína.

Loksins fór svo lögreglan á bílum á leiðinni en villtist og fór niður vitlausan afleggjara sem var helmingi lengra að sigla stystu leið út í eyna en annars hefði verið.

Lögreglan var svo algerlega vanbúinn með hálfónýtan slöngubát sem svo til að kóróna allt klúðrið bilaði á miðri leið.

Fjöldi smærri og stærri báta var tilbúinn á fasta landinu til að sigla í átt að Útey og hjálpa umngmennunum sem sinnt höfðu frá eyjunni í átt til lands í ísköldum sjónum sum illa særð.

Lögreglan fátaði bara og skipaði þessum bátseigendum að halda kyrru fyrir og hafast ekkert að, sem betur fer virrtu sumir þau fyrirmæli lögreglunnar að vettugi og björguðu með því tugum ungmenna.

Þannig að ég sagði nú bara strax eftir þetta ó ó Norge !

Hroðalegt klúður og seinagangur yfirstjórnar lögreglunnar og hersins vegna þessara er enn í rannsókn og víst er að einhverjir hausar verða l´´atnir fjúka þegar þeirri rannsókn loksins líkur !

Gunnlaugur I., 31.1.2012 kl. 21:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Æi, já, Gunnlaugur, þetta er svo dapurlega rétt hjá þér. En einmitt þess vegna ættum við að læra eitthvað af þessu.

Iðulega horfir maður á lögregluna hér loka langtímum saman vettvangi umferðaróhappa, aðalumferðaræðum, meðan verið er að rannsaka svæðið til að gera skýrslu, þótt ekkert saknæmt hafi gerst.

Þess kemur þessi seinkun við Stjórnarráðshúsið á óvænt.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2012 kl. 22:44

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sælir, þetta eru ótrúleg vinnubrögð, nú þarf að fá óviðkomandi mann með styrk skólastjóra björgunarskóla sjómanna, þar er unnin góð vinna sem skilar sér í færri slysum og daðaslysum á sjó,

Oft er lögreglan að stoppa bíla á miðri miklubraut eða öðrum stofnbrautum þannig að aðrir bílar fara yfir á næstu akrein, er ekki komið árið 2012?

Bernharð Hjaltalín, 1.2.2012 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband