Löngu tímabært. Magnað dæmi um lífgjöf til handa líffæragjafanum.

Það er löngu tímabært að hér á landi komist á svipað lagaumhverfi varðandi líffæragjafir og tíðkast í löndunum í kringum okkur.

Jafnvel þótt það hafi kannski ekki kostað mannslíf hingað til að hér hafa gilt öfug sjónarmið varðandi líffæragjafir, þ. e. að fyrirfram hafi þurft að liggja samþykki líffæragjafa, er alveg ljóst að vöntun á líffærum hefur valdið fjölda fólks, sem þurfti á líffærum að halda, óþarfa þjáningum og heilsutjóni, sem hefur jafnvel aldrei unnist upp.

LÍffæragjöfin´getur reynst gefandanum blessun og uppörvun.

Og það getur orðið á óvæntan hátt því ég þekki auk þess eitt magnað dæmi um það að fyrirhuguð líffæragjöf hafi bjargað lífi þess sem ætlaði að gefa líffærið.

Hann samþykkti að gefa úr sér nýrað og var lagður inn á sjúkrahús og skorinn upp.

Þegar hann vaknaði var honum sagt frá því að hann væri lukkunnar pamfíll og hefði líklegast bjargað lífi sjálfs sín með því að leyfa það að nýrað væri tekið úr honum, því að komið hefði í ljós krabbamein á byrjunarstigi við nýrað og það hefði verið fjarlægt og því hent.

Það olli þeims sem átti að fá nýrað að vísu vonbrigðum að líffæragjöfin skyldi tefjast við þetta en mig minnir að allt hafi farið vel að lokum hjá honum.


mbl.is „Spurning um mannslíf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband