Tilgerðin hefnir sín.

Ég hef aldrei skilið hvers vegna fyrirsætum virðist vera skipað að ganga þannig á fjallháum, mjóum hælum að þær  stígi fótunum næstum því í kross fyrir framan hver annan þegar þær rembast við að þóknast einhverjum óskráðum lögum tískuhönnuðanna.

Þar að auki virðist það næstum bannað að aðrar en hálfgerðar renglur komi fram á þessum sýningum eða í myndatökum.

Ekki að undra að sumar þeirra detti þegar þær þurfa að skakklappast þetta áfram á þann hátt, sem er þeim greinilega ekki eðlilegur.


mbl.is Fallvaltar fyrirsætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Omar, hefurðu ekkert annað að gera með tímann en að ruglblogga um svo til hverja einustu frétt ? Þú varst einu sinni góður, en nú held ég að þú þurfir að fara að passa þig á elliglöpunum!

Hafþór (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 00:20

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mikið af tiskufyrirbærum voru  upphaflega skapað af karlmönnum (og eru enn) til að hefta frelsi kvenna. Þröng pils eða stífir ofursíðir kjólar komu í veg fyrir að konur  geta hlaupið burt. Háhælar skó eru af sama toga. Konur áttu að vera sætar, hlýðnar og undirgefnar.

Hvað gera konur sér og sínum líkama ennþá í dag til að hlýða einhverjum tískustraumum? Svelta sig til að vera grönn, afmynda fæturnar sína í támjóum skóm? Nýjasta sorglega dæmi eru silikonbrjóstin. Hver segir að konur með lítin brjóst séu ljótara en þær sem eru með blöðrur framan á sér?

Hafþór, ég held að það sé mjög mikið þarfaþing að ræða þetta tískurugl! Takk fyrir þetta, Ómar.

Úrsúla Jünemann, 9.2.2012 kl. 09:37

3 identicon

Það er nú hægt að vera grönn án þess að svelta sig yfir í twiggy. Það er alveg hægt að reyna að halda sér svona eðlilegum án þess að það hafi eitthvað með tísku að gera.

Sumir hlaupa á eftir tískunni, og stundum tekur tískan markaðsvöldin. Það er ekki eingöngu gagnvart kvenfólki.

Man einhver eftir gallabuxnatískunni þar sem þær voru allar svona snjáðar, þunnar og klórþvegnar. Svona nokkur ár síðan. Ég, sem svona venjulegur fertugur, í venjulegu buxnamáli fór í hverja einustu leppabúð sem ég fann á 3 tímum, og þ.m.t. ALLAR fatabúðir í kringlunni bara til að finna venjulegar bláar eða svartar gallabuxur, en án árangurs. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 17:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bílatískan, næstum því gluggalausir bílar, sumir með útliti skordýra, er gott dæmi um það hvert tískustraumar geta leitt okkur.

Reynt er að réttlæta þetta með því að segja að verið sé að skapa minni loftmótstöðu en nefna má ótal dæmi sem afsanna það.

Ómar Ragnarsson, 10.2.2012 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband