Að berja höfðinu við ísinn.

Þeir sem afneita stórfelldri hlýnun loftslags sýna mikla tregðu sem jafnast á við þá tregðu sem ís og klaki bera í sér þegar hlýnar í veðri.

Þeir fullyrða að vegna þess að íslensku jöklarnir séu enn mun stærri en þeir voru fyrir 800 árum, hafi verið hlýrra hér fyrir 800 árum en er nú.

Þá gleyma þeir alveg þeirri miklu tregðu sem klaki og ís bera í sér.

Dæmi:

Þótt verið hafi alllangur kuldakafli að hausti og jörð alhvít á öllu miðhálendinu eru helstu vötn samt auð miklu lengur en landið í kring. Það er vegna tregðunnar sem býr í djúpu vatni.

Á hinn bóginn er það regla á vorin, að sömu vötn eru ísilögð í 2-3 vikur eftir að vorhlýindin hafa brætt mestallan snjó af landinu í kringum þau.

Í hliðargötunni, sem ég bý við, er enn klaki, tveimur vikum eftir að hlýindakafli brast á, en í haust, þegar kom kuldakast með meiri kulda en nú er, var þar enginn klaki.

Afneitunarmönnum væri trúandi til þess að draga þá ályktun af þessu að það hafi verið hlýrra í kuldakastinu í haust heldur en í hlýindakaflanum nú.

Jöklavísindamenn okkar eru sammála um að bara miðað við þá hlýnun sem nú er orðin, verði íslenskir jöklar horfnir að mestu eftir 1-200 ár og orðnir aðeins brot af því sem þeir voru fyrir 800 árum, þegar þeir höfðu haft 200 hlý ár á undan til að minnka ofan í það sem voru þá.

Línurit sem birt hafa verið um hita lofthjúps jarðar sýna, að hækkun hitans síðustu árin á sér engin fordæmi síðustu þúsund ár.

Jöklarnir bráðna að vísu ekki jafn hratt um alla jörðina, en þeir jöklar, sem langmestu máli skipta, við norður- og suðurheimsskautið, bráðna lang hraðast og mest.

En afneitunarmenn berja höfðinu við steininn, - afsakið, ísinn. Wink


mbl.is Jökullinn rýrnaði um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar minn sæll! Jöklar á Íslandi hafa aldrei verið meiri síðan á jökulskeiði (ísöld) en þeir voru um aldamótin 1900, en þá höfðu þeir verið að vaxa jafnt og þétt þrátt fyrir sveiflur í um sjö þúsund ár. Síðan hefur verið í gangi dálítil uppsveifla í hitastigi, ein ein af fjölmörgum á undanförnum öldum og árþúsundum, en það breytir engu um að til lengri tíma kólnar og þornar jörðin. Brölt mannanna er svo lítilvægt að það mælist ekki. Hins vegar ráðlegg ér þér mjög eindregið að lesa Þjóðmálagrein mína „Að flýta ísöldinni“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/988129/ en þar ræði ég þessi mál miklu nánar. Þú gekkst í Lindó og MR eins og ég og ættir því að vita betur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.2.2012 kl. 14:02

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta eru mlest Sjallar og einangrunnar og öfgasinnar nýkomnir útúr moldarkofunum hugarfarslega og sumir meir að segja enn inní kofunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2012 kl. 14:19

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

"Línurit sem birt hafa verið um hita lofthjúps jarðar sýna, að hækkun hitans síðustu árin á sér engin fordæmi síðustu þúsund ár."

Þúsund ár eru ekkert í veður og jarðfræðilegum skilningi, þú hefðir allt eins getað sagt að hitnun hérna á íslandi ætti sér engin fordæmi síðan kl 06:00 í morgun, OG ENN VÆRI AÐ HITNA KL 15:00!

Teitur Haraldsson, 9.2.2012 kl. 15:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

We live in cold times from climateclips on Vimeo.

Endilega kíkið á þetta myndband. Ómar er enn í "skotbyrgishugarfarinu". Hverjir afneita því að það hafi hlýnað á jörðinni undanfarin 150 ár?

En svo vill skemmtilega til að ekki hafði verið kaldara mjög lengi á móður jörð og var í kringum 1850. Við þann kuldapoll miða hlýnunar-alarmistarnir. Heppilegt viðmið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2012 kl. 15:39

5 identicon

Það eru fjölmargir sem afneita þeirri hlýnun líkt og hlýnun yfirleitt. Reyndar er kálhausagangur eindreginna afneitunnarsinna alveg þrælskemmtilegur aflestrar, og get ég tekið mýmörg dæmi um það sem farið hefur okkar í millum. Svona hluti eins og gífurlega kólnun s.l. ára, að jöklar séu ekkert að hopa, að losun co2 og hlýnun (sem er ekki viðurkennd hvort eð er) sé eldfjöllum að kenna, nú að það komi úr neðansjávareldfjöllum, nú eða neðanjarðar og óstöðvandi kolaeldum vegna óhappa í Kína, og þar fram eftir götunum.

Það má deila um þátt mannsins. En allt sem við mennirnir höfum gert, breyting á ásýnd jarðar, breyting á innihaldi lofthjúps o.þ.h. eru hlýnunarvaldandi þættir til lengri tíma utan eitt. En þar eru eldfjöll öflugri, og getið þið nú!

(er reyndar búinn að gera þetta áður held ég)

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 15:47

6 identicon

Þau Ó!-lína Þorvarðardóttir og Ó!-mar eiga ó!-trúlega margt sameiginlegt, enda bæði Samspillt og sæl.

Halltu endilega áfram að viðra stórbrotna þekkingu þína á meintri hnatthlýnun Ó!-mar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 16:07

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég held það séu rosalega margir sem neita að það sé óeðlilegri hlýnun, og aftur að það sé eitthvað óeðlilegt við að jöklarnir séu að hopa.

Vilja sem sagt halda fram að þetta sé eðlileg hringrás jarðarinnar og þessi örfáu prósent sem við erum að leggja til af CO2 hafi aldrei séns í að vera áhrifavaldur.

CO2 er 0.039% af andrúmsloftinu og af þessum 0.039% leggjum við örlítið brot til.

Þetta er líka ástæðan fyrir að það er alltaf talað um að CO2 sé 390PPM (390 eindir af milljón eindum), vegna þess að þá er erfiðara að átta sig á hvað þetta er fáránlega lítið magn.

Til þess að það sé eitthvað vit í þessu þarf CO2 að vera yfirnáttúrulega góður þéttir/skermir.

Teitur Haraldsson, 9.2.2012 kl. 16:11

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halló. Fóru menn aldrei í skóla hér? Var þetta ekki kennt í skóla?? Maður skilur ekki svona. það eru 30 ár síðan ég var i skóla - og þá var þetta kennt!

Gróðurhúsaeffektinn er staðreynd og á sér fræðilega meir en hundrð ára gamla sögu. Dísös. Án han væri hitasig miklu, miklu lægra hérna. Það væri óbyggilegt á Jörðu.

Now, that said, afhverju er svo erfitt að andskota því inní hausinn á sér að það að mannskepnan dæli frá sér gróurhúsalofti - að það geti bara mjög sennilega orðið til hitaaukningar á fokking helvítis jörðinni. þetta er bara mjög einfalt dæmi. Og engöngu bullukollar og öfgamenn sem skilja ekki svona einfaldleika.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2012 kl. 17:09

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vissulega hlýnaði á Íslandi á síðari helmingi nýliðinnar aldar. Sem betur fer.  Ekki voru hafísárin eða kalárin beinlínis skemmtileg.
Er einhver virkilega á annarri skoðun?

Hver getur fullyrt að þessi hlýnun sé okkur mannfólkinu að kenna, ferkar en hlýnunin fyrir árþúsundi?  Hver?  

Hvernig standur á að það var svipað hlýtt hér fyrir miðja öldina, á tímum þegar losun manna á CO2 hafði ekki náð nema um fimmta eða sjötta hluta þess sem er í dag?

Ég mæli með myndbandinu sem Gunnar vísaði á hér að ofan. We live in Cold Times.

Jørgen Peder Steffensen starfar við Hafnarháskóla, Niels Bohr Institutet, Is og klima. Hann skýrir hér frá merkilegum rannsóknum á Grænlandi og segir okkur að fyrir árþúsundi hafi á Grænlandi verið 1,5° hlýrra en í dag, en 2,5° hlýrra fyrir 4000 árum. 

Er hann að berja höfðinu við ísinn?  Takið eftir hvað hann segir í lok myndbandsins um hlýnunina sem var í lok síðustur aldar, en stöðvaðist fyrir áratug eða meir.

Ekki finnst mér að hann sé að berja höfðinu við ísinn.

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2012 kl. 17:18

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er alveg fáránlega fyndið að þessi umræða um hlýnun eða ekki hlýnun virðist skiptast eftir pólitískum skoðunum manna.  Hægri menn telja þetta allt saman náttúrulegar sveiflur á meðan þeir sem eru á vinstri kantinum segja þetta allt mannskepnunni að kenna. 

Þórir Kjartansson, 9.2.2012 kl. 17:33

11 identicon

Kæri Ómar

Ísinn er á leiðinni og hitastigið á jörðinni á eftir að lækka umtalsvert ef ískjarnaborannir segja eitthvað til um framtíðina.

Samkvæmt ískjarnamælingum á suðurskautinu þá kemur hlýindaskeið á jörðinni á rúmlega 100.000 ára fresti. Þar á milli er rosalegur kuldi og jörðin líklega að mestu leyti óbyggileg.

Samkvæmt mælingunum er hitastigið á jörðinni núna í toppi.

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Vostok_420ky_4curves_insolation.jpg

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 18:35

12 identicon

Flestir allir vísindamenn í dag eru þeirrar skoðunar að brennsla jarðeldsneytis hafi alvarleg áhrif á loftslag og veðurfar. Höfum í huga að við brennslu á t.d. 12 milljón tonnum af kolum myndast 44 milljón tonn af CO2, sem fara út í andrúmsloftið. Það er mjög auðvelt að mæla CO2 í andrúmsloftinu, það hefur verið gert mjög lengi og fer stöðugt hækkandi. Þar við bætast gígantískar skógareyðingar. Hinsvegar eru menn ekki sammála um þátt CO2 í hlýnun jarðar. Það er hinsvegar absolut skylda okkar að ganga varlega á það jarðeldsneytis sem eftir er, það koma kynslóðir á eftir okkur. Hinsvegar er það fáránlegt, eins og Þórir Kjartansson segir, að menn skuli taka afstöðu til málsins vegna pólitískra skoðana. Án þess að hafa hundsvit á málinu, sem er afar flókið. Þessi hálfvitaháttur er einkum áberandi hjá hægri mönnum, þeim sem vilja græða á daginn og grilla kvöldin. Þeir bera minni virðingu fyrri nátturunni og auðlyndum hennar. En það er ekki ný til komið. Græðgi og stundarhagsmunir auðvaldsins hafa alltaf verið ógnun við allt vistkerfi jarðar og auðlindir hennar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 19:47

13 identicon

Félagi Þórir Kjartansson hefur aldrei lært að gera greinarmun á hægri og vinstri Haukur minn. Hann væri vís með að heilsa þér með vinstri ef það hentaði nýjustu kosningasmölun.

Eini hálfvitahátturinn í þessari umræðu er að draga hana niður á flokkspólitískt plan, en það hentar einmitt heimsendaspámönnum og kolefnistrúboðum að ljúga sig út úr rökræðum á svo einkar auðvirðilegan hátt.

Í þessu sambandi vil ég vinsamlegast benda á að ótal skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt fram á að um helmingur landsmanna er orðinn afhuga FjórFLokknum, þannig að hnatthlýnunarsinnar eru orðnir uppiskroppa með rökleysuna á þessu sviði sem öðrum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:15

14 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hvaða, hvaða. Kom þetta saklausa komment mitt við kaunin á einhverjum? 

Þórir Kjartansson, 9.2.2012 kl. 22:13

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er nokkuð um vitleysur hér í athugasemdunum og menn styðjast lítið við  niðurstöður rannsókna loftslagsvísindamanna, svo ég kíki aðeins á það: 

Ágúst segir

Hver getur fullyrt að þessi hlýnun sé okkur mannfólkinu að kenna, ferkar en hlýnunin fyrir árþúsundi?

Ég legg til að Ágúst lesi nýlegar vísindagreinar - t.d. þær sem bent er á í þessari færslu: Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar

Þar má lesa t.d.

Á milli áranna 1910 og 1940 var tímabil hlýnunnar, sem talið er að hafi að mestu verið vegna aukinnar sólvirkni og lítillar eldvirkni – auk lítilsháttar áhrifa frá mönnum. Frá miðri síðustu öld hefur sólvirknin hins vegar verið flöt og eldvirkni í meðaltali. ENSO hefur síðan engin heildaráhrif á hnattrænan hita til lengri tíma litið. Styrkur gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á þeim út í andrúmsloftið hefur aukist með auknum þunga og er orðinn helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita, líkt og myndir 3 og 4 sýna.

Mismunandi aðferðir og nálganir sýna svipaða niðurstöðu: Menn eru helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita síðastliðna öld og sérstaklega síðastliðin 50 ár.

Richard segir

Ísinn er á leiðinni og hitastigið á jörðinni á eftir að lækka umtalsvert ef ískjarnaborannir segja eitthvað til um framtíðina. 

Annað segja vísindamenn, lestu t.d. það sem stendur hér: Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Þar má lesa t.d.:

Það er því ljóst að allir spádómar um að yfirvofandi sé kuldatímabil, sambærilegt við Litlu Ísöldina, eru ótímabærir. Magn gróðurhúsalofttegunda er orðið slíkt í andrúmsloftinu að það mun yfirskyggja sambærilega niðursveiflu í sólvirkni eins og varð á 17. öld (Maunder Minimum) um langa framtíð (vegna langlífi gróðurhúsaáhrifalofttegundarinnar CO2).

Þá er einnig ljóst að við þurfum að bíða enn lengur eftir að nýtt kuldaskeið Ísaldar hefjist á næstunni. Þótt engin hefði orðið losun á CO2 út í andrúmsloftið – þá hefði næsta kuldaskeið byrjað í fyrsta lagi eftir um 15 þúsund ár ef miðað er við sambærilegt hlýskeið og er núna- eða samkvæmt bestu útreikningum á væntanlegri ágeislun sólar, eftir um 50 þúsund ár. Þá er ljóst að ef losun heldur áfram sem horfir, þá gæti hlýskeiðið orðið mun lengra en það.

Þeir sem enn eru í einhverjum vafa um að kuldaskeið sé í vændum, ættu að skoða hvort einhver sönnunargögn bendi til þess að kuldaskeið sé í vændum. Jöklar um allan heim eru að hopa hratt, sífreri á norðurslóðum fer minnkandi, hafís norðurskautsins er að minnka og allt þetta er að gerast á vaxandi hraða. Samkvæmt bestu vitneskju vísindamanna, þá eru þetta ekki beint aðstæður sem benda til þess að kuldaskeið sé væntanlegt.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.2.2012 kl. 22:22

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkileg fullyrðing sem Ágúst vitnar í:

hlýnunina sem var í lok síðustur aldar, en stöðvaðist fyrir áratug eða meir

Merkilegt í ljósi þess að árin 2005 og 2010 eru bæði meðal þeirra hlýjustu síðan mælingar hófust og það er ekki áratugur síðan þau ár voru...það sér hver maður sem vill... Árin 2005 og 2010 voru númer 1 og 2 í bæði gagnaröðum NASA-GISS og NOAA NCDC, nánar t.d. á loftslag.is - hér. Þessi fullyrðing sem Ágúst vísar til virðist því vera byggð á veikum grunni...ef nokkrum. Síðasti áratugur var líka hlýjasti áratugur frá því mælingar hófust, en það virðist þó heldur ekki vera Ágústi ljóst, ef hann telur að fullyrðingin eigi við rök að styðjast.

Á eftirfarandi tengli má lesa ýmislegt varðandi þessi mál á loftslag.is, sjá Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar. Ágúst gæti nú kíkt á þetta og lært eitthvað sem hann gæti skrifað um á bloggsíðu sinni, sem íslenskir "efasemdamenn" virðast vísa mikið til...

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.2.2012 kl. 22:43

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hlýtur bara að vera hætt að kenna þetta í skólum. Eins og eg segi, að það eru barasta eitthvað 30 ár síðan ég var i skóla - og þá var þetta kennt! Lið fyrir lið. það er gróðurhúsaeffekt:

http://en.wikipedia.org/wiki/Greenhouse_effect

Og þegar maður veit það - hvað er þá svona langsótt við það að losun manna á gróðurhúsalofttegunum geti aukið hitastig? það er ekki eins og þetta sé eitthvað flókið. þetta eru engin geimvísindi. Metanpart 2+2 og 2x2. Bæði fjórir.

En nei nei hvað skeður? Menn eru að eltast við eitthvað sem bandarískir rugludallar eru að segja eða einhverjir sérvitringar á öðrum stöðum.

Fólk getur alveg eins farið að koma með það að jörðin sé í raun flöt. það er alveg fullt af fólki sem heldur það og trúir statt og stöðugt. Örugglega hægt að finna greinar á netinu um það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2012 kl. 23:39

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef tekið er meðalhiti jarðarinnar 1992-2001 og 2002-2011, hve mikil er þá hlýnunin? Hver var staðan á co2 árin 1992 og 2011?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2012 kl. 23:39

19 identicon

Kolamolarnir Höski og Svatli eru enn sem fyrr að dunda sér við að hagræða tölum að hætti IPCC-elítunnar.

Nú síðast reynir wannabe-skógarvörðurinn Svatli að ljúga sig út úr þeirri staðreynd að meðalhitastig á jörðinni hefur staðið í stað frá 1998, eða í 14 ár!:

"Þessi fullyrðing sem Ágúst vísar til virðist því vera byggð á veikum grunni...ef nokkrum", ritar stúdentinn kotroskinn, hokinn af heimsendafræðum.

Rétt er að minna "hnatthitaspámeistarana" Höska og Svatla á súlurit yfir hnattrænt hitastig frá 1950 - 2011 (þau gerast varla víðari sjónarhornin hjá kolamolunum), sem finna má inni á Loftslaginu þeirra:

http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2012/01/enso-global-temp-anomalies1.png

Já, Ó!-mar minn. Súluritið sem Höskuldur Búi et al birtir segir meira en mörg orð

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 23:49

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gott að "efasemdamenn" vísa í loftslag.is, en vont að þeir skilja ekki grafið...á því sést m.a. að 2010 og 2005 eru hlýrri en 1998. En hvað um það, 1998 var hlýtt ár, en það segir þó ekki alla söguna. Leitnin er upp á við, það er ljóst, þó einhverjir afneiti þeirri staðreynd...það má m.a. sjá í grafinu góða af loftslag.is...

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.2.2012 kl. 23:53

21 identicon

Lygin er niður á við hjá Svatla mínum eins og fyrri daginn, enda hefur hann ekki fræðilega þekkingu til að lesa rétt í súlurit.

"Leitnin er upp á við, það er ljóst..." ritar kappinn, uppbólginn af sjálfsvisku. Ef súlan fyrir 2011 er skoðuð (vandlega, Svatli minn) þá má glögglega sjá rúmlega 0,1 gráðu lækkun meðalhita frá 2010.

Þetta heitir að "leitnin sé upp á við" í fræðibókum heimsendaspámanna!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 00:06

22 identicon

Leitnin upp á við er þýðir ekki að hvert ár verði heitara en það síðasta. Það er alveg lágmark að nota slatta af árum.

0.1 gráða, og eitt ár, -  þvílíkt cherrypick. Og tekið við snúning á sólvirkni, ooopsa, - það kólnaði þótt að sólvirkni sé að lifna!Heimsenda Hilmar, - það er örugglega ísöld á hraðleið!

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:59

23 identicon

Kæri Ómar

Ekki nóg með að þú getur reiknað með miklum kulda ef þú býður í nokkur þúsund ár, því auðvitað fylgir þessu hellingur af snjó einsog grafið hér að neðan sýnir.

Reyndar eru þeir til sem halda því fram að mannkynið geti ráðið hitastiginu með því að „justera“ CO2 í andrumsloftinu en það eru auðvitað bara tilgátur. 

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Ice_Age_Temperature.png

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 11:16

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Leitnin á ekki við um breytingu frá ári til árs, heldur til lengri tíma eins og Jón Logi réttilega bendir á. Það sjá allir sem vilja sjá það að hitastig jarðar hefur verið og er að hækka með því að skoða grafið góða á loftslag.is... En að sjálfsögðu er þeir til sem ekki vilja sjá þá breytingu þar sem það er ekki í takt við þeirra persónulegu skoðanir og við því er lítið að gera...

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 14:35

25 identicon

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:59: "0.1 gráða, og eitt ár, -  þvílíkt cherrypick"(!)

Hvað segja heimsósómadýrkendur þá um 0,7 gráður, og rúm 100 ár?

Um þessar aumu 0,7 gráður - á rúmum 100 árum - snýst allur móðursýkismálflutningur kolefniskirkjunnar. Sjálfur hef ég leyft mér að kalla þessa "skelfilegu" hækkun á meðalhitastigi á jörðinni suð ("noise") - á vísindalegum mælikvarða.

Al Gore - og demokratar allra landa - hafa afrekað það að blása þessa agnarsmáu hækkun meðalhita á rúmlega 100 árum upp í heimsendaspádóm sem á sér fáar hliðstæður - og kallað yfir saklausa heimsborgara flóð af kolefnissköttum og kvótaaflátssölum.

Svo maður vitni beint í Nýju fötin keisarans: "Þið eruð berrössuð, nakin, klæðalaus!" Röksemdafærslan ykkar heldur ekki vatni, enda keyrð áfram af rugluðum stjórnmálamönnum og keyptum gervivísindamönnum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 21:18

26 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Tek undir með síðasta ræðumanni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.2.2012 kl. 22:58

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem hafa vogað sér að efast um orsök og afleiðingu hlýnandi loftslags á jörðinni, eru gjarnan uppnefndir "afneitunarsinnar". Uppnefning af þessu tagi er grímulaus aðgerð til að þagga niður í þeim sem spyrja óþægilegra spurninga um loftslagsmál.

Í nýlegri grein sem birtist í The Wall Street Journal og 16 vísindamenn skrifa undir, er nokkuð hörð gagnrýni á hinn svokallaða "alarmisma", sem virðist hafa ráðið opinberri umræðu um loftslagsmál á undanförnum árum. Í greininni segir m.a. eftirfarandi:

"The lack of warming for more than a decade—indeed, the smaller-than-predicted warming over the 22 years since the U.N.'s Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) began issuing projections—suggests that computer models have greatly exaggerated how much warming additional CO2 can cause. Faced with this embarrassment, those promoting alarm have shifted their drumbeat from warming to weather extremes, to enable anything unusual that happens in our chaotic climate to be ascribed to CO2"

Hlýnunin virðist hafa stöðvast að mestu sl. áratug, þrátt fyrir aukið magn co2 í andrúmsloftinu en þá var breytt um áherslur: ... "shifted their drumbeat from warming to weather extremes"

"Alarmism over climate is of great benefit to many, providing government funding for academic research and a reason for government bureaucracies to grow. Alarmism also offers an excuse for governments to raise taxes, taxpayer-funded subsidies for businesses that understand how to work the political system, and a lure for big donations to charitable foundations promising to save the planet."

Greinina alla má lesa hér og neðst má sjá vísindamennina sem kvitta undir.

Ég hef skrifað nokkur blogg á undanförnum árum um akkúrat þetta og fengið bágt fyrir og m.a. verið kallaður "afneitunarsinni" og verið þar með settur á bekk með þeim sem afneita þróunarkenningu Darwins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 23:02

28 identicon

0.7 á hundrað er mun stabílli heimild um hlýnun en 0.1 á einu ári um kólnun. Líkt og súlurit með 100 súlur í stað tveggja.

Reyndar finnst manni merkilegri heimild tilfærsla lífríkis, bæði ofar til lands og í átt til skautanna, og gildir þá einu um plöntur, fiska, skordýr, spendýr. fugla o.þ.h.

Búandi á Íslandi myndi ég alveg sætta mig við nokkrar gráður enn, en það gæti orðið svæsið ef á heimsvísu væri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 23:17

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held að menn eins og Gunnar, sem afneitar vísindalegum rannsóknum varðandi loftslag ætti ekki að tala um uppnefningar annarra. Hann hefur persónulega kallað mig mörgum illum nöfnum, sem ég nenni ekki að hafa eftir hérna. Merkilegt reyndar að í greininni sem hann vísar til eftir að hafa barmað sér yfir því að vera kallaður afneitunarsinni, þá eru þeir sem aðhyllast vísindin kallaðir alarmistar... Ég held að mótsagnirnar geti nú vart orðið meiri...

Það er svo auðvitað búið að marg svara þessari skoðana grein þessara 16 "vísindamanna",  sjá t.d. The Latest Denialist Plea for Climate Change Inaction. Það er ekki hægt að kalla þessa menn annað en afneitunarsinna, enda afneita þeir loftslags vísindum - sem er svipað og að afneita þróunarkenningu Darwins (enda er hin vísindalega aðferðafræði í reynd hin sama á báðum greinum). Reyndar líka merkilegt hversu margir af þessum 16 "vísindamönnum" eru tengdir beint við olíuiðnaðinn - minnsta kosti 7 af 16. Hér undir má sjá hvernig afneitunarsinnar sjá "kólnanirnar" (enda eru þeir alltaf að finna upp nýjar og nýjar kólnanir):

skeptics v realists v3

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 23:56

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kemur ekki Svatli og sannar regluna

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 01:22

31 identicon

Kæri ÓmarAnnað sem þér finnst örugglega svakalega sniðugt er að samkvæmt niðurstöðum ískjarnaborananna þá hefur hitastigið að meðaltali ekkert breyst síðustu 10 þúsund árin.Það sem þér finnst auðvitað skrýtið er af hverju hitastigið ekki er byrjað að falla af fullum þunga?http://en.wikipedia.org/wiki/File:Ice_Age_Temperature.png

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 05:59

32 identicon

Kæri Ómar

Annað sem þér finnst örugglega svakalega sniðugt er að samkvæmt niðurstöðum ískjarnaborananna þá hefur hitastigið að meðaltali ekkert breyst síðustu 10 þúsund árin.

Það sem þér finnst auðvitað skrýtið er af hverju hitastigið ekki er byrjað að falla af fullum þunga?

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Ice_Age_Temperature.png

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband