10.2.2012 | 18:24
Miðpunkturinn: Tvö lítil, örþunn raddbönd.
Eitt minnsta líffæri mannslíkamans, hin þunnu raddbönd, er eitt helsta kennitákn hverrar manneskju.
Rödd Bjarkar Guðmundsdóttur er algerlega einstök á heimsvísu, hún sker sig úr og á engan keppnaut.
Þegar við bætast miklir tónlistarhæfileikar, frumleg sköpun og fjölbreyttir aðrir hæfileikar er niðurstaðan sú sem allir þekkja: Björk Guðmundsdóttir er heimsstjarna.
Einhver "ræfilslegasti" sjúkdómur sem herjar á fólk er kvef og skyldar veirusýkingar en þrátt fyrir alla tækni okkar tíma er hann einn af þeim kvillum sem læknavísindin ráða ekkert við.
Saxi læknir myndi segja við þann, sem leitaði ítrekað til hans út af kvefpestum, að viðkomandi væri "lélegur sjúklingur, - það er aldrei neitt almennilegt að þér."
Samt er oft um að ræða veikindi sem getur stöðvað jafn mikið "náttúruafl" og Björk Guðmundsdóttir er.
Björk aflýsti tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Björk er einstök perla.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 20:42
Á Mogga tunnuvelta varð,
veirusýking gekk í garð,
Ómar stundum er með kvef,
út af því nú samt ég sef.
Þorsteinn Briem, 10.2.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.