Dásamlegur "viðurkenndur misskilningur.

Þrileikurinn, bolludagur, sprengidagur og öskudagur flokkast liklega undir það fyrirbæri sem ég hef áður hér á blogginu kallað "viðurkenndan misskilning" eða öllu heldur misskilning sem er orðinn að staðreynd, svo sem það að Hamlet horfi á hauskúpu þegar hann segir "að vera eða vera ekki", - að þekktasta setningin úr Casablanca sé "play it again, Sam" eða að fyrsti bílinn minn hafi verið þriggja hjóla örbíll.

Dagarnir þrír eru minnsta kosti rúmlega 560 ára misskilningur, eða sem svarar þeim tíma sem liðinn er frá því að við við tókum upp Lúterskan sið.

En fram til 1936 var saltfiskmarkaðurinn á Spáni einn okkar dýrmætasti markaður og var það aðeins hinni kaþólsku föstu að þakka.

Nú hefur nokkurra ára samvinna mín og Geirfuglanna borið þann árangur að við höfum sett á disk þrjú lög, eitt fyrir hvern dag, bolludag, sprengidag og öskudag.

Þau eru komin inn í lagasafn RUV og til er myndband við bolludagslagið en stefnt á myndbönd fyrir hin lögin tvö.

Það er búið að vera skemmtilegt að vinna með Geirfuglunum að þessu, þökk sé "viðurkenndum misskilningi".


mbl.is Sprengidagur er misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna er Larry að taka "To be or not to be". 1948:

http://www.youtube.com/watch?v=5ks-NbCHUns

En hauskúpusenan, þar sem Hamlet talar við vin sinn:

http://www.youtube.com/watch?v=U0dpVrqPoWk

Þetta er bara svona. Bráðnar saman, frægasta setningin, og eftiriminnilegasta senan.

James Bond pantaði aldrei "Dry Martini, shaken not stirred"......

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband