22.2.2012 | 13:26
Líka stóraukinn aurburður.
Aukið vatnsrennsli í núverandi virkjunum landsins er út af fyrir sig fagnaðarefni. Það þýðir að ekki ætti að ríkja sama gríðarlega óþolið með það að vaða áfram í nýjum virkjunum, heldur gefist ráðrúm til að fara þar fram af meiri yfirvegun og varkárni.
En það er ekki aðeins vatnsrennslið sem hefur aukist heldur hef ég séð merki þess að aurburður hafi aukist mun meira en vatnsrennsli.
Þessi mikli vöxtur aurburðar hefur verið sláandi í Kringilsá sem var þverá Jöklu og fellur nú utarlega í Hálslón að vestanverðu. Í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar var áætlað að Stuðlagátt, gljúfur Kringilsár með fossum sínum, myndi fyllast upp af auri á einni öld.
Gljúfrið var um 140 metra djúpt en á myndinni hér að ofan, sem tekin var tveimur árum eftir að lónið var myndað til fulls, sést að gljúfrið hefur þegar fyllst upp um 100 metra af þessum 140 !
Nú eru sléttar áreyrar þar sem áður var hið fegursta glúfur með stuðlabergshömrum á báðar hendur og grónar hlíðar. Einnig sést vel á þessari mynd og myndinni fyrir neðan, sem tekin er innar, að snemmsumars eru tugir ferkílómetra þaktir þykku og dökku sandlagi, sem rýkur eins og hvéiti og myndar sandstorma þegar það þornar í þurrum og heitum sunnanvindum á góðviðrisdögum.
Innst inni glyttir enn í Töfrafoss sem lónið kaffærir seinna um sumarið og fer þá upp fyrir hann og um víðan völl að mörkum hins svarta sandi þakta lands.
Staðhæft var og því haldið rækilega að fólki áður en lónið var myndað að Töfrasfoss myndi aðeins kaffærast að hálfu síðsumars. Annað hefur komið á daginn eins og sést af því að sandurinn þekur nú mestallt það land sem sést á þessum myndum, en það var áður grænt og gróið.
Afleiðingin er sú að þarna er ólíft á mörgum bestu góðviðirisdögum sumarsins allt fram ágústbyrjun.
Afleiðingin af stórauknum aurburði verður til þess að miðlunarlón munu fyllast mun hraðar og fyrr upp en annars hefði verið og endast verr.
Á þetta atriði er ekkert minnst í fréttum dagsins af áhrifum hlýnandi veðurfars.
Það þyrfti að rannsaka betur en er hins vegar viðkvæmnismál, vegna þess að það stangast á við síbyljuna um endurnýjanlega orku og sjálfbæra þróun.
Stækka vegna hlýnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt Ómar. kominn tími tími til að hjóla í lygagoðsögnina um grænu endurnýjanlegu orkuna!
GB (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 14:21
Nú vantar gáfuleggt innlegg frá einhverjum þeirra sem þræta fyrir loftslagshlýnun
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.