"Rússneskar kosningar."

Enn eru í minnum hafðar hinar glæsilegu kosningatölur sem bárust út um heiminn þegar kosið var í Sovétríkjunm sálugu.

Þar var niðurstaðan jafnvel enn glæsilegri en í Jemen hvað þátttakuna varði, hún var líka "rússnesk" ef ég man rétt.

Við Íslendingar höfum einu sinni fengið rússneskar tölur upp úr kössunum, en það var í kosningunum um stjórnarskrá lýðveldisins 1944.

Til þess að fá sem hæsta tölu til að sanna fyrir umheiminum einhug íslensku þjóðarinnar var reynt að breyta stjórnarskránni sem allra minnst svo að bátnum yrði ruggað sem minnst.

Af þeim sökum var það yfirlýst af hálfu ráðamanna að eftir lýðveldisstofnun yrði farið í það að gera nýja stjórnarskrá frá grunni, - nokkuð, sem ekki hefur tekist af hálfu þingsins í 67 ár.

Sem dæmi um þátttökuna má nefna að í mörgum sveitarfélögum var hún 100%. Í Ketildalahreppi í Arnarfirði kusu allir nema einn, - Gísli á Uppsölum !

Kosningarnar 1944 voru raunsannar, - þjóðin var einhuga í því máli.

Annað verður varla sagt um Jemen nú og þaðan af síður um kosningarnar í Sovétríkjunum sálugu.

Á sínum tíma sagði Baldvin Júníusson, "Baddi Jón", töframaður og skemmtikraftur á Akureyri þetta:

"Munurinn á kosningum hér á landi og í Sovétríkjunum er sá, að í Sovétríkjunum er hægt að brjótast inn í Kreml kvöldið fyrir kosningar og stela úrslitunum."

 


mbl.is Kjörinn forseti með 99,85 atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Til hamingju ´gamle ven´ að rétta Stór Þýskalandi Lýðveldið Island á silfurfati . Hvenær ætlarðu að fara að skilja hvar Davíð keypti ölið. Vaknaðu, fók hlustar á þeig Ómar.

Björn Emilsson, 25.2.2012 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband