Styrkurinn í veikleikanum.

Sumir frambjóðendur í prófkjörum Republikanaflokksins veita innsýn í myrkviði hugarfars stórs hluta kjósenda þess flokks.

Nú telja menn af þessu sauðahúsi felast veikleiki í því að biðjast afsökunar á forkastanlegri bókabrennu bandarískra hermanna í Afganiestan.

Bókabrennur, það er að brenna bækur, sem taldar eru innihalda óæskilegan texta, skoðanir eða viðhorf, eru svo sem ekki nýtt fyrirbrigði.

Frægar eru bókabrennur nasista í Þýskalandi fyrir stríð þar sem þeim fannst þeir sýna styrkleika sinn með því að beita afli og ofbeldi til að bæla niður með harðri hendi allt sem ekki féll í kramið hjá einræðisherranum.

Bókabrennur nasista hafa hins vegar yfirleitt hafa afhjúpað veikleika þeirra gagnvart rituðu orði.

1961 stóð John F. Kennedy frammi fyrir greypilegrum ósigri og niðurlægingu í innrás kúbverskra sjálfboðaliða í Svínaflóa á Kúbu.

Haukarnir í innsta hring hans ráðlögðu honum eindregið frá því að halda ræðu eftir innrásina og viðurkenna veikleikann, sem í ósigrinum fólst. Hún hefði hvort eð er verið skipulögð á tíma Eisenhowers og skipuleggjendurnir bæru alla ábyrgðina.

Kennedy fór ekki að ráðum þeirra, heldur flutti hreinskilnislega ræðu þar sem hann tók persónulega á sig alla ábyrgð af hrakförunum.

Hrakspár haukanna rættust ekki. Kennedy þótti maður að meiri og að hafa sýnt styrkleika með því að virðurkenna veikleikana og mistökin og leggja upp endurbótastarf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig auk þess sem hann ítrekaði skoðun sína á einræðisstjórn Kastrós.

Í stað þess að vinsældir hans döluðu enn frekar, jukust þær eftir ræðuna.

Sem betur fer eru þeir menn í minnihluta í Bandaríkjunum sem verður flökurt yfir ræðum Kennedys og yfirlýsingum Obama.


mbl.is Flökurt vegna ræðu Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem gerðist er ekki það sem þú ert að vísa í eða lýsa.

Kynntu þér aðeins hvernig þessa brennu bar að, hún var slys og klaufaskapur en ekki úthugsuð aðgerð og lýsir handarbakarvinnubrögðum nokkurra einstaklinga (sennilga ungra hermanna) en ekki stefnu þjóðar eða flokks.

Veistu hvernig þetta bar að eða hvers vegna þetta efni var brennt? Af pistli þínum að dæma veistu það ekki og hefur ekki haft fyrir því að kynna þér það.

Santorum finnst skjóta skökku við að biðjast margoft afsökunar á þessu og að Afganar skuli ekki biðjast afsökunar á því þegar starfsmann yfirvalda þarlendis skjóta upp úr þurru ameríkana.

Hverju hafa allar þessar afsökunarbeiðnir skilað? Sennilega enn meiri æsingi.

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 11:02

2 identicon

Rick Santorum er djöfullinn í sauðargæru, svo einfalt er það nú bara.

Þegar þú nefnir myrkviði Ómar hittirðu naglann svo sannarlega á höfuðið, því þessi maður og allir þeir sem halda sömu skoðanir og hann eru í besta falli fasistar og í versta falli geðsjúklingar.

Hann vill til að mynda gera fóstureyðingar ólöglegar, en þess má til gamans geta að algengasta dánarorsök kvenna í BNA fyrir lögleiðingu fóstureyðinga var af völdum ólöglegra fóstureyðinga sem fólu meðal annars í sér að stinga útflöttu járn herðatréi upp í legið og olli það oft á tíðum innvortis blæðinga og þar með dauða.

Þessi fasisti/geðsjúklingur vill víst snúa aftur til þessa og máski taka trúleysingja, samkynhneigða og framhjáhaldendur af lífi í leiðinni?

Einnig er það mjög skýrt ákvæði í stjórnarskrá BNA að aðskilnaður skuli vera á milli ríkis og kirkju en það varnú einmitt gert til þess að vernda kristna söfnuði frá ágangi annarra kristna söfnuða en þeir eru nú fjöldamargir og æðimisjafnir. Ætlar hann þá semsagt að brjóta þetta ákvæði, nái hann kjöri?

Svo er nú JFK yfirleitt talinn meðal bestu forseta BNA allra tíma og þykir mér það heldur ósmekklegt hjá þessum durti að láta slík ummæli útúr sér.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 16:13

3 identicon

@ Jón Ferdínand:

Þú er ansi fullyrðingaglaður, það er styrkleiki að rökstyðja það sem maður segir en þú sparar þér það og er það þér til vansa.

Santorum getur ekki verið fasisti því fasistar vilja stórt ríksvald, það vill hann ekki svo best ég veit. Santorum er samt ekki mitt fyrsta val í stól forseta í USA, ég hefði viljað sjá Herman Cain vinna en það er nú önnur saga.

Santorum er illa við hvernig Obamastjórnin hefur komið fram við kaþólsku kirkjuna þar í landi en þú getur auðvitað kynnt þér það ef þú nennir og hefur til þess tíma.

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 23:13

4 Smámynd: Maelstrom

Helgi. 

Santorum virðist vera að reyna að takmarka sjálfstæði einstaklingsins.  Allt virðist mega gera til að styðja við styrk og ásýnd ríkisins út á við.  Þess vegna flökrar honum þegar JFK biðst afsökunar á mistökum ríkisins.  Þess vegna vill hann styrkja tök ríkisins í kirkjunni.  Þess vegna vill hann ekki að Obama biðjist afsökunar á að hermenn hans hafi brennt trúarrit.  Engu máli skiptir hvaða er rangt og rétt.  Allt sem veikir ímynd landsins sem einnar heildar er einfaldlega bannað.  Það kallast fasismi.

Taktu einnig eftir því að Santorum lýsir sig ekki aðeins mótfallinn afsökunarbeiðni JFK.  Honum flökrar við henni.  Það lýsir manni sem ALDREI mun biðjast afsökunar á mistökum, sama hversu augljós þau eru.  Ég tel það ekki gæfumerki fyrir heimsbyggðina að þannig einstaklingur sé forseti BNA.

Maelstrom, 29.2.2012 kl. 13:42

5 identicon

@4:

Ég sá nú samt Santorum biðjast nýlega afsökunar eða viðurkenna mistök sín varðandi afstöðu sína til ákveðins máls. Þetta stemmir því ekki alveg hjá þér.

Santorum vill ekki styrkja tök ríkisins á krikjunni, það er Obama sem er að reyna það. Santorum vill varðveita sjálfstæði kirkjunnar en Obama og meðreiðarsveinar hans hafa mjög saumað að trúarbrögðum í USA. Þetta er því ekki rétt hjá þér.

Við höfum þá greinilega ólíka afstöðu til fasisma. Fasismi þýðir stórt og öflug ríkisvald eins og ég skil hugtakið. Hið opinbera er auðvitað of stórt bæði hér, í USA og í Evrópu, svo stórt að  það er farið að valda vandræðum og var bankastjóri ECB að vekja athygli á því nýlega.

Santorum vill ennfremur draga mjög úr öllu því reglugerðarfargani sem fylgir stórum opinberum geira og lækka skatta, slíkt mun draga tennurnar úr hinu opinbera og það getur ekki verið stórt og mikið um sig þegar skattar eru lágir. Eða hvað?

Of mikið hefur verið gert úr þessum bruna, hann var klaufaskapur en ekki viljaverk og þaðan af síður að um stefnu sé að ræða. Kanarnir hafa margsinnis beðist afsökunar á þessu og ætla sér að draga þá sem gerðu þetta til ábyrgðar. Ekkert af þessu virkar samt og því spurning hvort það þjónar einhverjum tilgangi að biðjast afsökunar á þessu. Ég held að vísu að rétt sé að biðjast velvirðingar en óþarft sé að gera það mörgum sinnum. Hvað finnst þér?

Hafðu það gott.

Helgi (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband