Kemur sér líklega vel fyrir Pútín.

Það er háttur einræðisherra eða mjög valdsækinna forystumanna ríkja að auka fylgi sitt meðal almennings með því að benda á utanaðkomandi ógn eða hættu.

Stundum vinna þeir meira segja að því að magna slíka ógn upp, jafnvel með því að fara með ófriði á hendur valinna erlendra óvina þjóðarinnar og fá með því landa sína til að þjappa sér að baki þeim.  

Nú kann vel að vera að rétt sé, að Pútín hafi verið brugguð banaráð af andspyrnumönnum í Téténíu sem eru skilgreindir sem hryðjuverkamenn þar eystra.

Ef það er tilviljun að þetta kemur upp nákvæmlega á heppilegasta tímanum fyrir Pútín rétt fyrir forsetakosningarnar er það hins vegar athyglisverð tilviljun.


mbl.is Áform um að myrða Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tóti (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband