"Elskar mig - elskar mig ekki, - .... "

Ástandið í málefnum forseta Íslands minnir á svipað ástand sem kom upp fyrir um 40 árum þegar erfitt var að ráða í hvaða stefnu Albert Guðmundssonar ætlaði að taka í sínum málefnum.

Mig rámar enn í skopmynd af Alberti, annað hvort teiknaðri mynd eða atriði í Áramótaskaupi, þar sem hann var með vönd af blómum og tíndi þau eitt af úr vendinum um leið og hann tautaði fyrir munni sér, eina setningu fyrir hvert blóm:  "Elskar mig - elskar mig ekki, elskar mig - elskar mig ekk - "...i og stefndi greinilega í það að halda eftir blómi þar sem hann segði aðra hvora setninguna.

Forsetinn virðist vera í svipuðum sporum nú fyrir framan alþjóð og Albert var á sínum tíma.

Hann segist myndu hætta í virðingarskyni við Dorritt, sem er svolítið óheppilegt orðalag, því ef hann hættir ekki kynnu einhverjir gárungar að álykta að hann gerði það í óvirðingarskyni við Dorritt.

Forsetinn er afar upptekinn af orðinu "þjóðin" sem hann nefnir ítrekað og mætti ætla af orðum hans að hann þurfi að velja á milli Dorritt og þjóðarinnar þegar upp verði staðið.

Þannig er það þó vonandi ekki, en blessaður maðurinn hefur verið að engjast, miðað við orðalagið að þetta "sé ekki létt uppgjör", sem þýðir að það sé erfitt uppgjör.

 


mbl.is Forsetinn gefur sér vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skemmtileg ábending.

Það má segja að hann sé þá annaðhvort að hafna þjóðinni eða með óvirðingu við Dorrit.

Erfið staða að vera í

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2012 kl. 18:15

2 identicon

Hér gæti kallinn slegið tvær flugur í einu höggi.

Hætt í virðingarskyni við Dorrit og sömuleiðir í virðingarskyni við þjóðina.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Sæll Ómar!

Hér kemur örstutt vísa í torkennilegum bragarhætti.

Ég hætti við hana-
það var í virðingarskyni,
en varð svo dapur,
ég fékk mér flösku af gini.
Úti á nesi tindruðu táraflóðin.
ég titra af þökk.
Hún elskar mig íslenska þjóðin

ÞJÓÐARSÁLIN, 27.2.2012 kl. 21:02

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef „útrásarvíkingarnir“ sem kannski betur hefðu verið kenndir við varga höfðu einhvern í vasanum, þá var það Ólafur Ragnar. Hann er óspar á ýmsar fullyrðingar sem geta ekki staðist.

Nú er fullljóst að nægar innistæður eru fyrir Icesave skuldunum þrotabúi Landsbankans eins og samið var um og gildir einu um hvort samkomulagið er að ræða, það fyrra eða það síðara. Nú gera Bretar og Hollendingar að öllum ítrustu kröfur um endurheimtir og það þarf ekki að vera hagstæðari niðurstaða.

Þessi skuldamál hefðu betur verið gerð upp með samningum en fyrir dómstólum, núna væru þessi skuldamál úr sögunni hefði Ólafur Ragnar ekki þráast við og undirritað þessi lög.

En hann vildi varhugaverðari leiðina og að öllum líkindum þá dýrari, þar sem tilfinningar og allt að því hroki gagnvart þjóðinni er sýndur til að afla sér persónulegra vinsælda.

Í mínum augum er forsetinn ekki nema eins og hver annar valdsmaður sem leikur sér að valdinu.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2012 kl. 22:36

5 identicon

Ef Ólafur Ragnar ákveður að láta hér staðar numið,að þá var hans eftirmaður staddur þarna á Bessastöðum. GUÐNI ÁGÚSTSSON,hann yrði fínn forseti einnig.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 22:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kindarlegur kallinn var,
kaus að gefa loðið svar,
útrásar var fingrafar,
falið undir Guðna þar.

Þorsteinn Briem, 27.2.2012 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband