Fleiri í nótt ? Athyglisverð brotalína.

Núna klukkan 01:03 kom snarpur og suttur jarðskjálfti sem fannst í Reykjavík. Klukkan 23:29 hafði annar komið, heldur lengri með upptök hjá Helgafelli fyrir suðaustan Hafnarfjörð og styrk upp á ca. 3,2 á Richter. Vísa í næsta blogg á undan þessu eftir fyrri skjálftann sem er ekki á sama stað og flestir skjálftar á Reykjanesskaganum koma og heldur ekki þessi síðari. 

P. S.

Nú klukkan 01:20 sést á korti Veðurstofunnar er sýnt að þessi skjálfti hafi átt upptök nyrst í Heiðmörk, rétt vestan við Sandskeiðið og verið tæpir fjórir á Richter.

Sé þetta rétt, er hann í beinni SV-NA brotlínu við skjálftann fyrr í kvöld við Helgafell og man ég ekki eftir svona skjálftum á þessari línu. 

Á þessari línu er Búrfell með sína Búrfellsgjá, sem gosið hefur á sögulegum tíma, en einnig móbergseldfjöllin Helgafell, Valahnjúkar og Selfjall, rétt vestan við Sandskeið og rétt við Gvendarbrunna.

Ef við höldum síðan áfram í norðaustur frá þessari línu liggur hún um grágrýtiseldstöðina Borgarhóla á Mosfellsheiði og norðaustur um Almannagjá upp í Skjaldbreiði.

Til suðvesturs liggur hún um eldstöðvar vestan við Kleifarvatn.  

Verður fróðlegt að vita hvort jarðfræðingar draga einhverjar sérstakar ályktanir af þessu. Vísa að öðru leyti til fyrri pistla nú í kringum miðnættið, t.d. varðandi það hvenær næsta eldsumbrotaskeið muni hefjast á Reykjanesskaga.  

 


mbl.is Jarðskjálfti við Helgafell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll, það er alveg á tæru að þessir skjálftar eru ekki eðlilegir og framvindan klárlega mun stærri og meiri en vísindamenn gera sér grein fyrir.

Sigurður Haraldsson, 1.3.2012 kl. 01:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og bíll hefði keyrt á húsið hér í Vesturbænum klukkan 1:03.

Þorsteinn Briem, 1.3.2012 kl. 01:45

3 identicon

Nei Sigurður, það er hreint ekki á tæru að framvindan verði meiri en gert er ráð fyrir.

Nafni (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 01:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er sennilga ekki út af engu að ofanflóðasjóður á að nota fé það sem hingað til hefur farið í snjóflóðavarnir verður nú nýtt í hættumat á eldgosum. http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=173472

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 02:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki að ég harmi það ef það verður til þess að ég fái að vera áfram í húsinu mínu.  þó ég vilji ekki óska neinum ills.  Þá vona ég að áherslan verði nú lögð frekar á jarðhræringar en snjóflóð.  Þetta er auðvitað púra eigingirni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 02:08

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri leiðinlegt ef þetta sérstæða hús þyrfti að víkja.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2012 kl. 03:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk það stóð reyndar aldrei til að það færi, en það átti að kaupa mig út.  En ég vil bara ekkert fara.  Svo ég hét á alla vætti landsins mér til aðstoðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband