Allur skaginn er eldfjallasvæði.

Jarðskjálftahrinan í nótt ætti ekki að hafa komið á óvart þótt línan, sem skjálftarnir komu upp á, hafi ekki verið á því svæði sem skjálftar koma langoftast á.

Allur Reykjanesskaginn suðvestan Þingvallavatns er eldfjallasvæði og þegar litið er á kort yfir gosvirknina á honum síðustu tugþúsundir ára kemur það á óvart hve stór hluti skagans er nýmyndun.

Á höfuðborgarsvæðinu sjálfu höfum við til dæmis hraunið, sem rann í sjó út um Elliðaárdal, Rauðhólana, og hraunin sem runnu út í Skerjafjörð um innri hluta Álftaness og út í Hafnarfjörð og Straumsvík.

Það eru örfáir kílómetrar frá Hafnarfirði að Búrfellsgjá og Óbrynnishólum auk móbergseldfjallanna Húsfells, Valahnjúka, Helgafells og Undirhlíða/Gvendarselshæðar, en skjálftarnir í nótt komu á línu rétt austan við þessar eldstöðvar.

Á skaganum koma hrinur eldvirkni og lauk hinni síðustu sem hafði staðið með hléum í um 300 ár,  fyrir rúmlega 600 árum.

Þegar horft er yfir allar hraunbreiðurnar á skaganum, allt frá hraununum á Hellisheiði og nær samfellt út á Reykjanes, ber það órækt vitni um það að þetta svæði er ásamt svæðinu norðan Suðurjökla um Vatnajökul út undir Öxarfjörð í fremstu röð eldvirknissvæða landsins, ef svo má að orði komast.

Að þessu leyti má segja að það sé ekkert óvenjulegt við það að jarðskjálftar verði á brotalínum sem liggja í gegnum sprungukerfi og  eldstöðvakerfi skagans þótt skjálftarnir í nótt hafi ekki komið á algengustu skjálftasvæðunum.   


mbl.is Um þrjá stóra skjálfta að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Reykjanesskagi


Reykjavík og Hafnarfjörður voru stærstu bæjarfélögin á Reykjanesskaganum vegna þess að þar voru og eru stórar og góðar hafnir
.

Á Akureyri er einnig góð höfn en höfnin í Vestmannaeyjum gæti lokast vegna hraunrennslis. Innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur oft verið erfið og mun meira skjól er fyrir norðan Reykjanesið, í Faxaflóa.

"Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi." Í Reykjavík var hins vegar fimm sinnum meiri botnfiskafla landað en á Akureyri og fjórum sinnum meiri en í Hafnarfirði árið 2008.

Jarðhiti, og þar af leiðandi eldvirkni, er nú einn af stærstu kostum þess að búa á Íslandi, þrátt fyrir truflun á flugsamgöngum og skemmdir á mannvirkjum.


Landnám Ingólfs Arnarsonar
náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Hveragerði er því innan Landnáms Ingólfs og mörg hundruð gróðurhús eru á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

Alþingi Íslendinga var
stofnað árið 930 á Þingvöllum, innan Landnáms Ingólfs, og Almannagjá er á mótum Ameríku- og Evrópuflekans.

Kortavefsjá - Þingvellir


Á Suðurlandi og Vesturlandi, bjó þá, og býr enn, meirihluti Íslendinga vegna betri landkosta og meira sjávarfangs en í öðrum landshlutum, þaðan sem menn fóru á vertíð í Landnámi Ingólfs.

Vertíð


Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort


Meðalúrkoma á Íslandi eftir mánuðum 1971-2000 - Kort


Bestu búsetuskilyrðin á landinu eru í Reykjavík
og þar af leiðandi settist Ingólfur Arnarson þar að.

Og meirihluti landsmanna býr við sunnanverðan Faxaflóa vegna þess að þar eru bestu miðin við landið og veðurskilyrði hagstæð.

"Föst búseta hófst í Vestmannaeyjum seint á Landnámsöld, um 920, [hálfri öld síðar en í Reykjavík] en eins og segir í Sturlubók (Landnámu eftir handriti Sturlu Þórðarsonar) "var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin" fyrir þann tíma."

Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?


Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?

Þorsteinn Briem, 1.3.2012 kl. 15:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

E.t.v. er Reykjanesskaganum að verða brátt í brók... rassgatið á Fjandanum

(Svakalega lipur í copy/paste-inu hann Steini.  En átti þetta nokkuð að fara í allt annan pistil?)  

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2012 kl. 17:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

P. S. kl. 19:12.

Nú sé ég og heyri í fréttum Sjónvarpsins að Páll Einarsson jarðfræðingur tekur undir það sem ég sagði í fyrstu bloggpistlum mínum um þessa skjálfta að þeir voru á frekar óvenjulegum slóðum og Páll minni líka á það að Krísuvíkursvæðið hafi verið undir sérstakri smásjá vísindamanna síðustu tvö árin, einmitt þegar svo virðist sem búið sé að slá því föstu að þar verði nú ráðist í miklar virkjanir.

Ómar Ragnarsson, 1.3.2012 kl. 19:15

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Ég á nú ekki von á að Páll Einarsson sé að taka undir með "þér", þó að hann sé á sama máli og þú, hann gerir sínar athuganir og talar út frá þeim, en ekki hvað þú bloggar um.

Hörður Einarsson, 1.3.2012 kl. 20:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var ekki ætlun mín að halda því fram. Frekar hefði ég átt að segja að hann hafi sagt það sama og ég.

Ómar Ragnarsson, 1.3.2012 kl. 22:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nefni þetta vegna þess að frá Veðurstofunni kom það álit að ekkert óvenjulegt hefði verið við þessa jarðskjálfta.  Fræðingarnir eru sem sagt ekki sammála. Ég hyllist þó til að taka undir með Páli, og enda þótt mig kunni að misminna man ég ekki eftir skjálftum fyrr á þessum hluta jaðars flekaskilanna í þau 65 ár sem ég hef fylgst með. (Ég var í Kaldárseli 1947, 48 og 49 og fékk landafræðiáhugann þar) .  

Ómar Ragnarsson, 1.3.2012 kl. 22:32

7 identicon

Ég veit að Ómar Ragnarsson veit sínu viti gagnvart nátturinni en ég veit ekki hvað þú veist Hörður Einarsson ??? .

Mattthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband