"...því sannleikurinn sjálfur er..."

Á hverjum degi, jafnvel oftar á dag, kemur eitthvað nýtt upp í máli Gunnars Þ. Andersens sem fær mann til að taka létt andköf og velta vöngum yfir því hvort og hvenær allt komi upp á yfirborðið, sem skiptir máli.

Hver er hinn endanlegi og allur "sannleikur" í þessu máli ? 

Á hverjum degi koma fram ný og ný atriði sem kollvarpa jafnvel því sem áður var haldið um eðli og gang þessa máls. Og um hugann fer vísa Kristjáns Hreinssonar Skerjafjarðarskálds um sannleikann: 

 

Lygin oft hið sanna sér

á sínu efsta stigi,

því sannleikurinn sjálfur er

sennilega lygi.

 

Og í dag verður Landsdómur settur og þar verður stunduð mikil leit að "sannleikanum" á næstunnni.

Og kannski eiga einhverjir eftir að taka létt andköf á hverjum degi.


mbl.is Telur Guðlaug hafa lekið gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, ef að Gunnar A. vill meina að Guðlaugur hafi lekið upplýsingum með einhverjum óskiljanlegum hætti um hann í kastljós, afhverju var Gunnar þá sem forstjóri fme ekki búinn að fara fram á rannsókn fyrir löngu. Gunnar Anderssen hefur bara sýnt það og sannað að hann er ekki starfinu vaxinn og hann er örugglega skíthræddur um að ef að Guðlaugur nær því fram að rannsaka eigi endurreisnina stóru bankanna og hrun sparisjóðanna að margt vafasamt eigi eftir að koma upp á yfirborðið.

valli (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 08:23

2 identicon

Gunnar Andersen hefur fullyrt að honum hafi verið boðið starf hjá Bankasýslunni gegn því að hann hætti hjá FME. Nú verður að leiða í ljós hvort stjórn Bankasýslunnar vissi af þessu. Almannahagsmunir krefjast þess. Meðan það liggur ekki fyrir er hún ekki trausts verð og í raun vanhæf!

Almenningur (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:19

3 identicon

Bankasýslan er undir fjármálaráðuneyti en það eru auk þess allir stóru nýju bankarnir, þar sem þeir gömlu hafa ekki leytað nauðasamninga. Það er búið að ábyrgjast víkjandi skuldabréf og láta nýju bankana hafa yfir 500 milljarða samanlagt án heimildar EFTA auk þess sem að FME horfði fram hjá því að fjármálaráðuneytið var að selja eigin banka Íslandsbanka bankann Byr hf en ríkið áttiþareinungis 5% hlut og fengu stofnfjáreigendur ekkert að tjá sig um málið.

valli (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:24

4 identicon

Það stendur nú ímugustur af náttröllinu Jógrímu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:32

5 identicon

já en, já  en....Grímur er ekki lengur gjaldkeri!

Sveitarómaginn (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:38

6 identicon

Hrúturinn,

Það hefur nákvæmlega ekkert komið upp sem tengir Jógrímuna við Guðlaug, Gunnar né Landsbankan. 

Mér finnst mjög skrítið að þegar, Guðlaugur Þór, Gunnar Andersen, Landsbankinn og Stjórn FME eiga í erjum að tengja það þá strax við Jógrímuna ??!!  Þetta er bara rökleysi því Jógríman hefur ekki sýnt nein tök á FME, Landsbankanum né Guðlaugi.

Jonsi (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:00

7 identicon

Svo vill til að Skallagrímur er bakhlutinn á Jógrímu!

Hruturinn (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:31

8 identicon

...það getur verið þrautin þyngri fyrir náttröll að hvíþvo á sér bakhlutann!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:37

9 identicon

Segið mér eitt, þið vísa fólk. Nú hefur GÞA verið sagt upp starfi vegna vanhæfni. Þá spyr sá sem ekki veit og ekki kann reglurnar; Hvernig er með þau mál og þær rannsóknir, sem FME hefur staðið að undir stjórn GÞA og vísað til Sérstaks saksóknara, eru þau mál ekki sjálfkrafa ónýt og verður að byrja aftur á byrjunarreit af þessum sökum? Til viðbótar má líka spyrja hvort þau verða þá ekki sjálfkrafa fyrnd, vegna þess að það telst nýtt upphaf?

Quinteiras (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft í fréttum eru þeir,
annar Gunnar, hinn er Geir,
blásaklausir báðir tveir,
búnir voru til úr leir.

Þorsteinn Briem, 5.3.2012 kl. 14:11

11 identicon

Eins og tveir gólemar

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband