Landsdómur varðar landsmenn.

Viðfangsefni landsdóms varðar alla landsmenn. Sama átti við um viðfangsefni rannsóknarnefndar Alþingis á sínum tíma.

Á upplýsingaöld er það svo sjálfsagt mál að nýta nútíma tækni til þess sjónarmið aðila komi beint fram en ekki með endursögnum í bútum eftirá.

Það að sjónvarpa ekki réttarhöldunum er í miklu ósamræmi við útsendingar frá Alþingi og sjónvarpsútsendingarnar frá fundum Stjórnlagaráðs í fyrra.

Þegar ég var í lagadeild fyrir hálfri öldmanni ekki aðeins að manni fyndust ákvæðin um Landsdóms væru óraunhæf, heldur fannst mér of fleirum fyrirbærið sjálft eitthvað svo forneskjulegt.

Svipað forneskjulega yfirbragð er yfir því að sjónvarpa hvorki né útvarpa réttarhöldunum á þeim tímum þar sem aukið gagnsæi er krafa dagsins.

 


mbl.is Styrmir: Ótrúleg afdalamennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sjálfum þikir mér þetta vera farsi af pólitískum toga gerður til að ná sér niðri á einhverjum sjálfstæðismanni...

Ég væri til í að fylgjast með þessu ef þau þrjú sem áttu að vera dreginn fyrir dóminn væru samankomin þarna. Þau sluppu "billega" frá málinu samfylkingarráðherrarnir sem með réttu ættu að vera þarna.

Að öðru leiti þá átti bara að fella málið niður fyrst þau voru ekki send fyrir dómin öll þrjú.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2012 kl. 19:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum athuga að það er forseti Landsdóms Markús Sigurbjarnarson hæstaréttardómari  sem tekur þessa ákvörðun. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn lagði ofurkapp á að koma í veg fyrir að Geir yrði dreginn fyrir Landsdóm. Þá er liklegt að hann sé bundinn loforðum einhverra vitna t.d Davíðs Oddssonar um að yfirheyrslum sé ekki útvarpað né sjonvarpað. Sm kunnugt er, var Davíð þekktur fyrir að fá ætíð allar spurningar fyrirfram og áskildi sér rétt að svara. En nú er öldin önnur og vel kann að vera að Davíð verði ákærður vegna 249. gr. hegningarlaganna vegna láns til Kaupþings banka, 500 milljónir evra án viðhlýtandi veða í aðdraganda hrunsins.

Nú hefur verið óskað eftir því að sjónvarpað verði frá réttarhöldunum og spurning hvort dómsforseti endurskoði ákvörðun sína. Öll rök mæla með því að sjónvarpað sé frá réttarhöldunum enda varða þessi hrunmál alla þjóðina en ekkin aðeins Sjálfstæðisflokkinn sem hafði öll ráð í hendi sinni að afstýra hruninu. Það mun vonandi verða leitt í ljós í þessum réttarhöldum.

Sjálfur var eg í Lagadeild á sínum tíma og sótti tíma hjá dr.Gunnari Thoroddsen veturinn 1972-73 í ríkisrétti. Hann var frábær kennari en fylgdi mjög viðteknum viðhorfum fræðimanna þeirra Lárusar H. Bjarnasonar, Bjarna Benediktssonar og Ólafs Jóhannesssonar en hafði oft eftirminnilegar athugasemdir.

Landsdómur er barn síns tíma, sennilega arfur frá tíma svonefndra Skúlamála sem skóku íslenskt samfélag á síðasta áratug 19. aldar. Hef verið að skoða þau mál nokkuð og komist að þeirri niðurstöðu að ein ástæðan fyrir ofsóknum landshöfðingjaklíkunnar gegn Skúla Thoroddsen var vegna þess að hann rauf ritskoðunarbann gegn merkum menntamanni, Eirík Magnússyni bókaverði í Cambridge sem ritaði gagnrýni gegn starfsemi Landsbankans á fyrstu árum hans. Ekkert mátti gagnrýna og Skúli var eini ritstjóri landsins sem birti greinar Eiríks og aflaði sér óvildar stjórnvalda.

Því miður hefur lítt verið hugað að ritskoðun sem stjórnvaldstæki.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2012 kl. 21:59

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er nokkuð merkileg lesning sem þú kemur með Guðjón, þarna um þetta mál. Það breytir samt ekki afstöðu minni um að þau hefðu átt að vera þrjú hlið við hlið sem sakborningar. Það kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort og þá hvð það er sem sjálfstæðismenn hafa að fela.

Varðandi það að sýna beint frá landsdómi er mín skoðun sú að það má hafa þetta á sér rás svo ég geti valið hvað ég vilji horfa á.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2012 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband