Neysla hvetur til neyslu.

Það hefur verið þekkt atriði varðandi neyslu fíkniefna, að neysla eins hvetur til neyslu annarra, og kvikmyndir geta þar haft áhrif.  

Dæmi:  Þegar Bubbi Morthens tókst á við síðasta og erfiðasta fíkniefnið, sem hann varð að sigrast á, var það nikótínið.

Hann sagði mér fyrst eftir að hann hætti, að eitt það erfiðasta sem hann yrði fyrir, væri að fara í bíó þar sem mikið var reykt í myndinni. Það ærði upp sér löngunina og hann forðaðist slíkar myndir.

Neysla fíkniefna er nefnilega á vissan hátt smitandi. Það er til dæmis þekkt, að þegar bæði hjón reykja, er miklu erfiðara fyrir þau að hætta sitt í hvoru lagi en að hætta samtímis.

Eitt helsta atriðið fyrst eftir fíkniefnameðferð (áfengi og nikótín eru fíkniefni) er að fíkillinn forðist staði og aðstæður þar sem neysla er í gangi.

Skömmu eftir að Bubbi kom úr meðferð vakti það athygli mína að hann fór ekki á fjölmenna afmælissamkomu þar sem flestir hefðu ætlað að hann yrði meðal viðstaddra og stigi jafnvel á svið.

Útskýring hans var einföld: Stuðningsaðilinn (sponsor), þ. e. sú persóna sem fíkillinn hefur samþykkt að láta ráða í svona tilfellum, spurði, hverjir yrðu þarna.  Þegar í ljós kom að þar yrðu of margir sem væru í neyslu bannaði hann Bubba að fara á þessa afmælissamkomu og Bubbi hlýddi því.


mbl.is Áfengi í myndum stuðlar að drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er svo stálheppinn, að mig langar hvorki í áfengi né tóbak. Fór á Vog fyrir fjórtán árum og hætti nikótíninu fyrir 19 eða 20 árum.

Sjö níu þrettán.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2012 kl. 07:39

2 identicon

Eg er enn heppnari en Heimir.  Ég fæ mér einn vindil eftir kvöldmatinn, og eitt viskíglas á föstudagskvöldi, og langar aldrei í meira

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband