Svo læri lengi sem lifi !

"Hvað er langlífi? spurði skáldið Jónas Hallgrímsson í einu af ljóðum sínum. Og hann svaraði sjálfur: Lífsnautnin frjóva, alefling andans /  og athöfnn þörf.

Margar rannsóknir hafa sýnt að hver einstaklingur getur sjálfur seinkað hrörnun hugar síns og anda með því að halda heilanum í þjálfun rétt eins og hægt er að seinka hrörnun líkamans sem hreyfingu og þjálfun.

Frænka mín heitin, Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka, sem ég kynntist sem Dúnu frænku, var við nám alla ævi allt fram á níræðisaldur og hafði þá numið tvo tugi tungumála.  Var síðast við háskólanám í Noregi.

Máltækið "svo lærir lengi sem lifir" fær aukna og dýpri merkingu þegar þetta er hugleitt og gott til þess að vita þegar fólk heldur áfram námi og útvíkkun reynslu og þekkingar þótt komið sé fram yfir hinn hefðbundna námsaldur. Áfram, Kristinn !


mbl.is Af þingi á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skulum kallinn áfram eggja,
til Englands fer hann Kiddi sleggja,
á minnið ætlar margt að leggja,
minnist kjósendanna tveggja.

Þorsteinn Briem, 9.3.2012 kl. 00:36

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála þessu.

Skemmtileg færsla.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2012 kl. 09:01

3 identicon

Góður pistill Ómar og þú Steini Briem ert frábær.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 11:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Haltu endilega áfram, Steini, að koma með svona frábær innlegg eins og þetta síðasta!

Ómar Ragnarsson, 9.3.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband