Ein birtingarmyndin: Líflegri markaður með jeppahluti ?

Stórhækkað eldsneytisverð, stórhækkað verð á jeppum, sem hægt er að breyta í öfluga jöklabíla og hækkun á breytingakostnaði getur ekki haft önnur áhrif en að breyta hegðun manna, sem hafa áhuga á því að eiga breytta jeppa.

Rekstrarumhverfi slíkra bíla hefur gjörbreyst til hins verra og vafalaust eru margir, sem í stað þess að eiga einn breyttan jeppa, fá sér venjulegan minni bíl í venjulegan akstur og nota breytta jeppann aðeins í afmarkaðar og jafnvel færri ferðir en áður var. IMG_3011

Önnur birtingarmynd er sú að áhugamaðurinn um jöklaferðir fer svipaða leið og ég hef þurft að fara í áratug, þ. e. að eiga gamlan breyttan jeppa eða jafnvel að breyta gömlum jeppa, vegna þess að nýr jeppi yrði alltof dýr.

Á meðfylgjandi myndum sést hve ólíkir jöklajeppar geta verið, tekin úr stórskemmtilegri jeppaferð Jeppaklúbbs NFS á dögunum um Borgarfjörð og upp á Kaldadal og fylgja aðar myndir úr ferðinni með. IMG_3020IMG_3021

Annars vegar er einn af allra öflugustu jöklajeppum landsins en hins vegar er minnsti jöklajeppi landsins, Suzuki Fox ´85, sem ég á og hef notað í síðustu jeppa- og jöklaferðir mínar. IMG_3013

Einnig er áreiðanlega til í dæminu að eigendur jöklajeppa séu ekki með þá á númerum allt árið til að spara peninga.

Þegar gömlum jöklajeppa var stolið frá mér í vetur varð ég þess áskynja að í gangi er furðu líflegur og stór markaður fyrir notaða og oft gamla jöklajeppa og ekki síður með breytingarhluti eins og felgur, stigbretti o. s. frv.

Kannski var þessi mikli markaður og mikla þörf fyrir ódýrari breytingar og jöklajeppamennsku ein af skýringunum á því að jöklajeppanum mínum var stolið af bílasölu, klippt af honum stigbrettin, hreinsuð undan honum 38 tommu dekkin ásamt felgunum auk útvarps og fleira og bíllinn skilinn eftir á litlum hjólum og stigbrettalaus. IMG_2642

Og úr því að ég er að blogga um þetta og að markaðurinn með gamla jöklajeppa er líflegur, nota ég tækifærið til að minna á, að  ég á að ég hef sett undir Toyota 4Runner 1992 jeppann 35 tommu dekk á felgum og er hann nú til sölu á lækkuðu verði og flýgur í gegnum bifreiðaskoðun.

Sá sem kaupir hann, kaupir jeppa, breyttan fyrir 38 tommu dekk. Hann er sex strokka vélinni, ekinn 234 þús. kílómetra, sjálskiptur, lakk og boddý í góðu lagi,  og stakt útvarp, sem ég á, er einnig falt í stað þess sem var stolið úr bílnum.

Bíllinn er til sýnis og sölu á Bílasölu JR við Bíldshöfða.

IMG_3013


mbl.is Breyttir bílar í kreppu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þykir líka orðið "töff" ef svo að orði má komast að vera á gömlum jeppa

frekar en á dýrum stórum jeppa, sem var nú aðal málið hjér fyrir hrun.

þórir brinks (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta kann að vera rétt hjá þér, Þórir, en öllu verra er ef þetta er 39 ára gamall breyttur Range Rover með jafngamalli Nissan Laurel dísilvél.

Þar með varð ég óvart og óverðskuldað einn af þeim sem átt, þótt ég æki honum nánast ekkert, "Game Over" þegar Hrunið dundi yfir!

Ómar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband