9.3.2012 | 16:53
Af hverju er heiðin svona oft lokuð?
Af hverju er Holtavörðuheiði svona oft lokuð vegna óveðurs, ekki aðeins í hvössum stórhríðaráttum, heldur líka í vestlægum vindáttum ?
Skýringin er einföld. Rétt vestan við heiðina eru tvö háfjöll, Snjófjöll og Tröllakirkja, sem rís 1001 metra yfir sjávarmál.
Í hvössum vindi, sem stendur af þessum fjöllum yfir heiðina, verður þar gríðarlega hvasst og byljótt á heiðarlöndunum þar fyrir neðan og nær þessi ókyrrð oft tugi kílómetra frá fjöllunum.
Vegurinn um Brattabrekku er hins vegar inni í klasa af fjöllum og engin háfjöll eru rétt við veginn um Heydal.
Vegurinn um Holtavörðuheiði liggur hæst í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli, og því er þar býsna oft snjór og hálka þótt autt sé niðri í byggð.
Þess vegna getur oft orðið ófært þarna uppi þegar hvass vindur stendur af fjöllunum.
Búið að loka Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er fallegt að aka suður Holtavorðuheiði og njóta útsýnis að Eiríksjökli.
En það er að sama skapi arfagalið að vera teymdur alla þessa leið i þetta mikilli hæð, -í stað þess að leggja vegin eftir Hrutafjarðardalnum og síðan stutta þverun yfir i Norðurárdal um lægra land en meginhluti núverandi vegstæðis.
Ég hef alltaf saknað þess að Hrútafjörðurinn var ekki brúaður við Reyki. Með því hefi styst verulega leiðin milli norðurlands og vestfjarða og Laxárdalsheiði-Brattabrekka orðið raunhæfur valkostur við Holtavörðuheiðina.
Það væri áhugavert verkefni að friða Norðurardalinn (og Hrútafjarðardalinn)og fara þar i umfangsmikla skógrækt til að stöðva skafrenning í stað þess að bölva honum áratug eftir áratug...
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 21:12
Úr því sem komið er er erfitt að breyta miklu þarna, en þó er hægt að gera tiltölulega litla breytingu sem myndi verða til mikilla bóta. En það er að leggja veginn meðfram Holtavörðuvatni fyrir vestan núverandi veg, en þetta vegarstæði liggur um 50 metrum neðar en núverandi vegur.
Ef menn segja að 50 metra hæðarmismunur sé ekki mikið get ég bent á hliðstætt fyrirbrigði, sem sé að Þrengslavegurinn liggur um 70 metrum neðar en Hellisheiði og það þýddi einn veturinn fyrir rúmum áratug, að hann var fær allan veturinn á sama tíma og Hellisheiði var ófær samfellt í sex vikur.
Ómar Ragnarsson, 9.3.2012 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.