Hvenær verður hraðinn of mikill ?

Fjöldi íþrótta fela í sér svonefnda útreiknaða áhættu (calculated risk). Áhættan er einkum fólgin í atriðum eins og hraða, bratta, afli, nálægð við hættuleg fyrirbæri o. s. frv. og mismunandi blöndu af þessum atriðum.

Þetta kemur í hugann þegar fréttist af banaslysum í heimsbikarkeppninni á skíðum.

Stundum þar ekki mikla aukningu á einhverju til þess að tíðni og alvarleiki slysa stóraukist og þarf þá að grípa til annars af tvennu eða hvors tveggja: Að bæta öryggisbúnað og  / eða  draga úr því sem veldur hinni auknu slysatíðni.

Eitt besta dæmið um það hvernig hægt er að stórminnka slysahættu með því að minnka aðeins eitt atriði sem orsakar hana, er það ráð sem fundið var til að draga úr stóraukinni slysahættu í rallkeppni fyrir tæpum aldarfjórðungi.

Þá komu svonefndir ofurbílar til sögunnar í grúppu B, sem voru með meira 500 hestafla vélum.

Brá þá svo við að hvert banaslysið rak annað, meðal annars í heimsmeistarkeppninni.

Flestir álykta sem svo að það sé auðveldara að keppa á slíkum bílum og stjórna þeim, vegna þess hve hröðunin á milli hindrana aukist, en því er þveröfugt farið.

Aukin hröðun og afl valda því að oftar og meira þarf að hemla heldur en þegar bílarnir eru kraftlitlir.

Þetta reynir mjög á jæfni og þanþol keppenda, ekki hvað síst þegar keppt er á löngum sérleiðum eins og iðulega var gert á þessum árum.  Og að sjálfsögðu hafði aukinn hraði vegna aukins vélarafls aukna hættu í för með sér.

Gripið var til nokkurra einfaldra ráða til að fækka slysum, meðal annars með því að setja hömlur á afl bílvélanna og banna langar sérleiðir.

Nýir keppnisflokkar voru settir á fót með minni möguleikum til þess að smíða bíla, sem viku mjög frá búnaði og gerð venjulegra bíla.

Brá þá svo við að slysunum snarfækkaði ofan í það sem áður hafði verið og hafði minnkun afls og hraða úrslitaáhrif.

Svip úrræði hafa verið notuð í kappakstri og öðrum íþróttum hraða og afls.


mbl.is Lést eftir slys í skíðabrekkum Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Á einum vetrar- olympiuleikunum, man ekki í augnablikinu hvaða, átti ein sýningargreinin að vera ofurhraða-brun...

Áður en tekin er upp keppni opinberlega á einhverri íþróttagrein á olympiuleikum eru þær teknar inn sem sýningargreinar fyrst...

Í upphitun fyrir þessa sýningargrein varð svo banaslys er einn reyndasti ofurhraða-brunarinn, í heiminum þá, lést... Hætt var við sýninguna og keppnin strax blásin af...

Ég er ekki einusinni viss um að adrenalínfíklarnir á "Winter X-games" leikunum hafi tekið við greininni... Enda eru víst fáir staðir til í heiminum þar sem hægt er að keppa í þeirri grein...

En... Svo í sjálfum sér þarf ekki mikin hraða til að geta látist í falli, svona yfirleitt...

Sævar Óli Helgason, 10.3.2012 kl. 21:50

2 identicon

Hvar liggja mörkin milli íþróttaiðkunar og fífldirfsku?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hægt að finna út með því að nota útreiknaða áhættu. Þegar ég og Jón bróðir minn fórum í heimsmeistarakeppnina í ralli fengum við upplýsingar um útreiknaða áhættu í ralli almennt í Evrópu.

Þegar þær niðurstöður voru mátaðar við íslenskar aðstæður og fjölda bíla og keppna kom það út, að búast mætti við einu dauðaslysi á öld á Íslandi.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband