Nú myndi Einar Ben gleðjast.

Í næstum öld var hugmynd Einars Benediktssonar skálds um að selja norðurljósin. Að vísu var sagan þannig að salan ætti að vera bein og annað datt mönnum ekki í hug.

Nú liggur hins vegar fyrir að jafnvel ein ljósmynd af norðurljósunum getur verið mikilla peninga virði, bæði fyrir ljósmyndarann og alla þá, sem geta notað hana og notið hennar, - að ekki sé talað um alla þá auglýsingu um allan heim, sem land okkar og allt það, sem það hefur uppá að bjóða.

Já, nú myndi Einar Ben gleðjast.


mbl.is Augu heimsins á mynd frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Og allir ferðamennirnir sem koma hingað spes til að sjá þau, það er heldur betur tekjur fyrir landið og kynning um leið.

Þau eru nú þegar  ,,seld" á ýmsan hátt og evt meinti Einar þetta svona þó sagan haldi því fram að hann hafi ætlað að færa þau úr stað, eða ? Hann var kannski bara misskilinn kallanginn.. ;)

Annars vona ég að Icelandair ofl sem markaðssetja landið okkar fari að ..selja" kuldann okkar. Löngu tímabært. Það væri hægt t.d. með því að þegar það eru svo kæfandi hitar í öðrum löndum að auglýsa " Cool off in Iceland" . Ég man ekki til þess að hafa séð kuldann markaðssettan. Bara að Icelandair menn minnist á það um leið að hér eru öll hýbýli vel upphituð, sem er annað sem mætti vekja athygli á og ekki er gert svo ég hafi tekið eftir.

Hér er kalt, svalt , hreint og ferskt loft. Seljum það !

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 10:10

2 identicon

Margir ferðamenn frá Suður-Evrópu koma hér í Júlí-Ágúst til að kæla sig. Þeim finnst Íslenska sumarið skemmtilega þægilegt, - og ef eitthvað, ekki eins kalt eins og þeir héldu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:25

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...

Það versta við þessa "sölu" Einars er að kaupandinn draslaði ekki með þessari ljósmengun úr landi eftir kaupin... Það hefði verið fínt...!

-

En þetta var víst svipað og þegar Einar "seldi" eitt stk. 10.000 íslenskar rjúpur... Einhversstaðar erlendis... Takk fyrir...

Þegar skip lagðist svo að bryggju, sem átti að ná í herlegheitin, þá var skipverjum bennt uppí fjallið og sagt...

"Hvað segirðu...? Ná í rjúpur...? Jú,jú... Þær eru þarna uppfrá, vinurinn... Og gjörðu svo vel..."

-

Menn hafa víst gert sér ýmislegt "icesave-ið" til að ná sér í pening, eða frægð, í útlöndum í gegnum tíðina...

En ætli þessi lund okkar Íslendinga sé nokkuð genatískt fyrirbrigði...? Og sé þá komin allt frá þessum Þorsteini sem sagðist sjá hér smjör á hverju strái...?

Úff...! Það vona ég nú samt ekki...

Sævar Óli Helgason, 11.3.2012 kl. 10:47

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver er bakgrunnur þessarar sögu að Einar Ben hafi selt eða ætlað að selja Norðurljósin? Er þetta ekki bara mýta? Eða svona íslenska hefðin að segja sögur um hve ísl. séu snjallir en útlendingar vitlausir. Nei, eg bara spyr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2012 kl. 11:35

5 identicon

Myndi alveg geyma það að reyna að selja hann þennan...ýmislegt kemur í ljós...

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=3081006018704&set=a.2298682581107.2122743.1070408300&type=1&theater

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Facebooksíðu Superjeep.is eru myndir og skýrslur frá norðurljósaferðum en "þetta jeppafyrirtæki er leiðandi í slíkum ferðum hér á Íslandi".

Þorsteinn Briem, 11.3.2012 kl. 12:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frú Valgerður Benediktsson [eiginkona Einars Benediktssonar] segir:

"Margar fáranlegar sögur gengu um Einar [Benediktsson] á þessum árum. Gengu þær flestar í þá átt að sýna, hve slyngur kaupsýslumaður hann væri og laginn að vefja útlendingum um fingur sér í fjármálum.

Sú saga var mjög útbreidd meðal almennings, að hann hefði selt útlendum auðmönnum bæði norðurljósin og jarðskjálftana á Íslandi og fengið stórfé fyrir.
""

Væringinn mikli - Ævi og örlög Einars Benediktssonar, útg. 1990, bls. 319.

Þorsteinn Briem, 11.3.2012 kl. 13:05

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jónína er flottur ljósmyndari svo mikið er víst og hafi hún þökk fyrir myndinar sem hún deilir með okkur af fallega landinu sem við búum á.

Sigurður Haraldsson, 11.3.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband