Eins og í hruninu 1947 - 48.

Um það bil 60 árum fyrir Hrunið 2008 varð svipað hrun, þótt bankarnir féllu ekki þá, enda voru þeir aðeins brot af stærð bankanna sex áratugum  síðar.

En hrunið 1947-48 var að magni til hvað varðaði upptöku grimms haftabúskapar og rýrnun kaupmáttar ekki minna en hrunið 2008.

Frá hausti 1945 og fram á árið 1947 ríkti að mörgu leyti svipað græðgisbóluástand og 60 árum síðar.

Íslendingar áttu gríðarlegar útstandandi gjaldeyrisinneignir í Bretlandi og einnig höfðu verið dæmalaus uppgrip í tekjum þjóðarinnar vegna hernámsframkvæmda.

Íslendingar flýttu sér að eyða þeim sem hraðast í stærstu fjárfestingar sögunnar fram að því auk þess sem haldið var uppi kaupmætti sem augljóslega gat aðeins enst í örfá misseri.

Fjárfestingarnar voru um margt tímabærar, svo sem að endurnýja fiskiskipaflota landsmanna, meðal annars með nýsköpunartogurunum svonefndu sem voru fullkomnustu fiskiskip þess tíma.

En auk þess var, rétt eins og á árunum 2004-2008, mokað neysluvarningi inn í landið og meðal annars fór fram langstærsta endurnýjun á bílaflota landsins, sem framkvæmd hafði verið fyrstu hálfa öld hans í landinu.

Afleiðingarnar voru ekki síður slæmar en nú. Taka varð upp svo ströng gjaldeyrishöft að höftin nú blikna í samanburðinum.  Taka varð upp vöruskömmtun með því að úthluta skömmtunarmiðum og langar biðraðir voru við búðirnar.

Svonefnt Fjárhagsráð var einrátt um allar fjárfestingar í landinu, og varð til dæmis frægt sakamál gegn manni sem hafði steypt garðvegg við hús sitt í Kleppsholtinu í leyfisleysi.  

Nær enginn bílainnflutningur var í átta ár. Lítið dæmi um höftin er það, að þegar fræknasti íþróttaflokkkur Íslandssögunnar hélt til Evrópumeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Brussel 1950 fengu KR úthlutað einu pari af nýjum stökkskóm. 

Varpað var hlutkesti milli bestu frjálsíþróttamanna félagsins og hreppti Torfi Bryngeirsson skóna.

Hann sagði síðar að það hefði ráðið úrslitum um það að hann sigraði í langstökkinu að hann hefði verið með jafn góða skó og keppinautar hans.  


mbl.is Lög um gjaldeyrishöft hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski rétt að minna þig á Ómar, að þú getur vel keypt þér eins mörg pör af stökkskóm og þú hefur efni á. Það er því ekkert til fyrirstöðu að þú bregðir þér á næsta Evrópumót.

Síðan væri sennilega rétt að minna þig á líka, að kreppur fyrri ára hafa verið mjög ólíkar þessari. Við framleiðum sem aldrei fyrr, og getum selt vöruna. Það gátum við ekki áður.

Skelfilegt að heyra Samfylkingarhljóðið aukast bara og aukast hjá þér.

Það er ills viti.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 12:51

2 identicon

Hilmar,þetta er  mjög góð samlíking hjá Ómari, og óþarfi að líkja honum við einhverja vitleysinga fyrir það ;-). Við gátum alveg selt okkar framleiðslu á árunum eftir stríð, kreppan sú var einmitt okkar sjálfskaparvíti.

Það er fróðlegt bréf sem bóndi nokkur senti til yfirvalda á þessum tíma þar sem hann með mjög góðum rökum bað um að fá að kaupa stígvél. Minnir að það sé birt í ævisögu Jóhannesar Snorrasonar (eða einhvers af þessum gömlu flugköppum okkar)

Það væri fróðlegt að fá skýringar hjá þar til bærum aðilum á því af hverju við komumst hjá svona stífri skömtun eins og fyrir 60 árum.  Er tæknin að hjálpa okkur nú, eða var kreppan hlutfallslega enn verri þá?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 13:01

3 identicon

Það er langur vegur frá 1947 Bjarni. Fyrir það fyrsta, þá var Evrópa í rústum. Kaupgetan lítil, og víða höft á innflutningi.

Markaðsstarf undanfarinna áratuga, vel rekinn sjávarútvegur og traust stóriðja er undirstaða Íslands í dag. Ekkert mál að koma framleiðslunni á markað o.sv.frv.

Kreppan í kringum '70 var af völdum síldarskorts, og aðrar alvarlegar kreppur höfum við ekki upplifað, þar til kom að bankakreppunni. Sem er sennilega miklu miklu vægari en fyrri kreppur. Gjaldeyrisöflun er allavega ekki vandinn, heldur skuldirnar.

En já, það er ljótt að kall Ómar Samfylkingarmann, en samt af gefnu tilefni. Færslan á undan þessari bendir áþreyfanlega til þess að hann sé að huga að framboði. Og ekki undir merkjum Íslandshreyfingarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 13:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar mærir hér markaðina í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 13:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 13:23

6 identicon

Ertu svona undrandi á því Steini, að lækkun krónunnar leiði til meiri þjónustuviðskipta?

Vissir þú virkilega ekki, að ferðamenn leita á ódýrrar slóðir?

Sem ætti að segja þér, af hverju ferðaþjónusta hrynur í ESB löndum.

Annars eru þetta skitnir 66 miljarðar í ferðaþjónustu. Mætti gjarnan minnka það enn frekar, og auka tekjurnar af stóriðju og annarri framleiðslu. Það eru betur borguð störf, og öruggari.

Þar að auki leggjum við okkar til umhverfisverndar með því að fækka ferðamönnum.

Ekki slæmt það?

P.s.

Evruríkin fátæku telja vel innan við 50% í þjóinustujöfnuði. Og ekki að undra, allt á evruhausnum þar.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 13:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á síðasta áratug fjölgaði hér erlendum ferðamönnum MEST á árunum 2006-2007, þegar íslenska krónan var HÁTT skráð.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Á síðasta áratug fjölgaði erlendum ferðamönnum hér að meðaltali um 6,8% á ári og lengi hefur verið búist við svipaðri fjölgun þeirra á þessum áratug, þannig að hingað komi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 13:47

9 identicon

Steini minn, lágmark að fyrrum blaðamaður sem enginn nennti að gera athugasemdir við, geti sett hluti í samhengi. Það var ekki kreppa í evrulandi 2006 og 2007. Þá voru menn á evrufyllerí, og ferðuðust þangað sem þeir vildu. Þá lifði Spánn og Grikkland ágætu evrulífi. En þegar evrurnar hurfu, Steini minn athugasemdalausi blaðamaður, þá hurfu ferðamennirnir. Þeir fóru í ódýrar ferðir til Íslands. Því miður.

Varðandi töflurnar þínar, þá væri nú ráð að þú flettir upp tölum frá Eflingu, þar sem láglaunafólkið brrgar gjöldin sín. Ansi er ég nú hræddur um að tölurnar breytist aðeins. Þá vantar náttúrulega inn svarta láglaunavinnu, sem er víst hvergi skráð. Vandaðir blaðamenn taka heildarmyndina Steini. Þú getur litið á þetta sem athugasemd.

Og vandaðir blaðamenn bera ekki saman RAUNTöLUR GREIDDRA LAUNA annars vegar, og KAUPTAXTA, hinsvegar. Vandaðir blaðamennættu að vita, að kauptaxtar segja litla sögu um greidd heildarlaun.

Steini, með öðrum orðum, ekki ljúga með tölum.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 13:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12. 6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með INNIFALINNI yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 14:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar.

Þú gapir hér eins og nýveiddur þorskur og leggur engar staðreyndir á borðið.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 14:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin greiða einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur, auk þess sem Ísland er í Evrópu.

Hins vegar eru Evrópusambandslöndin ENGAN VEGINN EINSLEITUR MARKAÐUR.

Íslenskur saltfiskur er aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Ál og kísiljárn fer héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það.

Frá Norður-Evrópu koma hingað flestir erlendir ferðamenn og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Við Íslendingar höfum selt til dæmis frysta loðnu og loðnuhrogn til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar fór þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan. Og það hlutfall var einungis 4,7% árið 2007, þrátt fyrir allan bílainnflutninginn hér það ár.

Utanríkisverslun með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 14:12

13 identicon

Legg ég engar staðreyndir á borðið?

Það kann að vera, en ég bendiþér á, að þú ert að ljúga með tölum.

Ekki það, að það skipti neinu máli, þar sem þú heldur áfram, óhindrað.

Þú tekur t.d. laun byrjanda í álframleiðslu, sem er nota bene, nmeð hærri laun en viðmiðunin hjá VR. En þú forðast algerlega að taka inn stéttarfélagið, þar sem láglaunafólkið í ferðaþjónustunni er.

Ég er allavega búinn að draga þessar staðreyndir fram, og er hér ekki í hlutverki talnalygarans. En ég get bentþér á, að algengt er að félagar í Eflingu, í ferðaþjónustu, séu með innan við 200 þúsund í mánaðarlaun. Eigum við þá að bera þá saman við iðnaðarmenn, millistjórnendur, sérfræðinga og stjórnendur í álverum?

Það yrði ekki fallegur samanburður, Steini minn.

Enn verri verður hann samanburðurinn, þegar laun ferðaþjónustubænda, einyrkjanna og svörtu starfsmannanna eru borin saman.

Hér röflar þú út um óæðri, afbakar staðreyndir, berð saman eppli og appelsínur, og kallar aðra gapandi þorska.

Svei mér, þú hefur verið lélegur blaðamaður.

Síðan skil ég ekki þessar endalausu Evróputilvísanir. Evrópa hefur alltaf verið mikilvægasta markaðssvæðið, og verður það áfram. Jafnvel eftir að við göngum úr EES.

Og Bretland heldur áfram að vera okkar helsta viðskiptaland, jafnvel eftir að Bretar ganga úr ESB.

Hefur enginn bent þér á, að þú ert lítið annað en leiðinlegur tuðari?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar.

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar hafa lagt til að Ísland segi sig upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 14:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna
(FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna


Flugfreyjufélag Íslands


Flugvirkjafélag Íslands


Flugumferðarstjórar í BSRB


Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Um 200
þeirra sem starfa á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum tóku þátt í launakönnun VR í ársbyrjun 2009. Einnig um 200 þeirra sem starfa í flugsamgöngum og um 400 þeirra sem vinna við flutningaþjónustu og samgöngur á sjó og landi, sem ætti að vera marktækt úrtak, enda ólíklegteingöngu þeir sem hæst höfðu launin hafi svarað könnuninni.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 14:49

16 identicon

Orsakir og afleiðingar, Steini. Ef ESA dómstóllinn dæmir hagsmuni ESB æðri íslenskri stjórnarskrá, og íslenskum lögum, þá er varla sætt í EES.

Það þýðir að orð Össurar og Jóns Baldvins um að EES brjóti stjórnarskrána, verða staðfest, og ekki má brjóta stjórnarskrá.

Þá taka við tvíhliða viðræður um viðskipti við ESB. Samskonar og Norðmenn eru að pæla í.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:49

17 identicon

Þú meinar Steini, að ef færri ferðamenn kæmu til Íslands, þá væru hér engir flugmenn, flugfreyjur, flugvirkjar og flugumferðarstjórar?

Er þetta ekki full drastískar ályktanir hjá þér, svo maður segi nú ekki drama?

Má ég þábenda þér á, að ef ekki væri stóriðja, þá væru hér engir iðnaðarmenn, engin þjónusta við iðnað, engin afleidd störf?

Ekki reyna þetta Steini minn, það sjá allir þokkalega heilbrigðir menn, að ferðaþjónusta er láglaunabransi, sem þrýfst ekki öðruvísi. Og að stóriðja er hálaunbransi.

Staðreyndin er sú, Steini, að lægstu laun í stóriðju, eru töluvert hærri en tvöföld laun lægstu starfa í ferðaþjónustu. Starfsmannavelta er almennt lítil, starfið mjög öruggt, gjaldþrot óþekkt o.sv.frv.

Og ætla að benda þér á, af því að ég þekki það, að "hærra" settir í ferðaþjónustunni eru í verslunarmannafélögum. Þeir sem þrífa skítnn, þvo upp og aka rútum, eru þar ekki, heldur í láglaunafélögunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:59

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður er ímyndunarafl mitt ekki eins líflegt og hjá sumum af þeim, sem skrifa athugasemdir við þennan einfalda pistil um söguleg fyrirbæri og fá út úr honum eitthvað allt annað.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2012 kl. 15:03

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 15:04

20 identicon

Þú verður að virða okkur það til vorkunar, Ómar, að Steini fann bara engan annan vettvang til að spamma þessar tölur.

Auðvitað er þetta ekki tilefni til að svara margsvöruðum, órökstuddum fullyrðingum ESB sinna.

Bara að skjóta á Steina hér að lokum, þá er það nú svo Steini minn, að afnám verðtryggingar er einföld ákvörðun Alþingis. Þarf ekker bévítans ESB til þess. Þetta á einnig við um tolla.

Ekki skrýtið þó menn leiðist í ógöngur með málflutninginn, ef þeir hafa ekki þessar staðreyndir á hreinu.

Og að venjulegir Írar fá ekki lengur lán. Engin lágvaxtadýrð hjá þeim. Þurfum ekki mikið að ræða um lánin hjá hinum almenna Grikkja.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 15:16

21 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta, áhugaverður samanburður.

En höfum við lært nóg af fyrri kreppum ? Eða hafa fyrri kreppur og óðaverðbólgur kennt okkur að eyða öllu um leið og spara ekki neitt til mögru árana ?

Við erum kannski bara alltof jákvæð og gleymum þessvegna fortíðinni jafn fljótt og síðasta skítastormi sem gékk yfir landið ?

Og vonum evt í hvert sinn að slíkir skítastormar komi aldrei aftur ? En við vitum betur af reynlunni. Sama á við um kreppur, þær koma líka reglulega þó það sé aðeins lengra á milli þeirra en skítastormana. Inná milli kemur svo alltaf sól og logn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 16:07

22 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var mjög þörf upprifjun hjá Ómari og ég varð ekki var við að hann væri endilega að bera þessa gömlu tíma við nútímann.  

 Enda er ekki hægt að líkja þeim saman að neinu leiti nema kannski því að menn virðast ætla að detta ofaní sama andskotans hafta grautinn, en samt getum við ennþá  keypt okkur hjólbarða án þess að þurfa að bjóða ráðamanni  á fyllerí. 

Það er nú , og var þá, sérkennilegt að til skuli vera fólk sem vill láta taka mark á sér á hörmungartímum, en dettur ekkert annað í hug enn að setja samfélagið í handbremsu og bíða svo eftir einhverju sem aldrei kemur með þeirri aðferð.

 

 

 

     

Hrólfur Þ Hraundal, 13.3.2012 kl. 18:09

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, GRÁTBAÐ bandaríska herinn um að vera hér áfram
en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "GÓÐÆRI" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim 700 þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu vegna yfirvofandi íslensks atvinnuleysis í Keflavík.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 18:30

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 18:46

25 identicon

Steini, ertu einn af þessum blaðamönnum sem var rekinn af Mogganum?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 19:00

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hætti á Mogganum fyrir mörgum árum til að fara í háskólanám, bæði hérlendis og erlendis, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 19:52

27 identicon

Þetta er nú meiri pissukeppnin með launin. Ekki skal ég dæma hvor rétt hefur fyrir sér, því að erfitt er að reikna ferðaþjónustuna út í raunsærri heild, það eru svo mörg störf að hluta inni í henni. Mér fannst þó ómaklega vegið að gistiþjónustu bænda, því hana þekki ég vel, og þótt ekki séu þar ráðherralaun, þá er afkoman ágæt svona holt og bolt.

En hitt er víst, að launaliður ferðaþjónustunnar, að mestu byggður á útlendum pening er MARG-MARGFALDUR á við summuna í stóriðjunni.

Svo að EES og ESB. Víst er það að í EES samningnum er klásúla er varðar tilskipanir ESB. Þar kemur skýrt fram að tilskipanir ESB séu æðri Íslenskum lögum, stangist eitthvað á. Íslendingar hafa hins vegar haft nokkuð gott lag á að hunsa þetta. ESB aðild felur svo mun meira í sér með valda-afsal.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 21:29

28 Smámynd: Sævar Helgason

Það er engin kreppa núna á Íslandi... fyrir utan sjálfskaparvíti skuldakreppunnar hjá mörgum. Hinr hafa það bara fínt. En á árunum kringum 1950 var raunveruleg kreppa á Íslandi. Vinna af skornum skammti-laun afar lág-þega þau voru í boði. Matvara fábreytt -lítið innflutt .Engir ávextir nema einhver skammtur fyrir sjúklinga. Öll matvara var skömmtuð . Fatnaður fékkst einstaka sinnum og þá var farið í biðraðir fréttist af nýkomnum vörum-og beðið alla nóttina til að vera framalega og fá eitthvað. T.d gátum við ekki framleitt nægjanlegt smjör þó skammtað væri þröngt. Margir kunnu þá frá fyrri tíð að búa til að sem kallaður var bræðingur. Hann var búinn til úr lýsi ,tólg og vatni. Þetta var mjúkt og hægt að smyrja þetta ofan á brauð-helv. vont...þá var kreppa.

Sævar Helgason, 13.3.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband