18.3.2012 | 13:15
Sigríður "hamlaði verðmætasköpun"! Krafan er: Aftur 1995!
Sigríður í Brattholti barðist í kringum 1920 gegn "mestu iðnaðar- og lífskjarabyltingu" sem orðið gat í sögu þjóðarinnar fram að því. Þá bjó meirihluti þjóðarinnar í "torfkofum" og landið var vegalaust og að mestu rafmagnslaus en virkjun Gullfoss hefði orðið upphaf á umsnúningi í þessum efnum.
Í dag er Sigríði þakkað fyrir það að Gullfoss og Geysissvæðið mala meira gull í verndarnýtingu en þau gætu gert í orkunýtingu. Það gat hún samt alls ekki séð fyrir sjálf.
Nú framleiðum við allt að fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf, og erlend stóriðjufyrirtæki flytja arðinn úr landi á meðan innfæddir fá, eins og gerist í þróunarlöndunum, molana af borðunum í formi tiltölulegra fárra starfa miðað við umfang starfseminnar.
Núlifandi fólk á að geta séð þetta, en engu er líkara en að valdamikil og áberandi öfl í þjóðfélaginu vilji snúa aftur til 1995 og jafnvel aftur fyrir það ártal varðandi það að senda bænaskjal til stærstu stóriðjufyrirtækja heims um að við bjóðum þeim lægsta orkuverð í heimi ásamt "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum."
En slíkt bænaskjal var sent um allan heim 1995.
Nú heyrast háværarar raddir um það að hamlandi reglur um mengun hafi valdið því gerð kísilmálmverksmiðju hefur frestast!
Samt liggur fyrir að búið var að ganga frá mati á umhverfisáhrifum sem var enginn tálmi við byggingu verksmiðjunnar!
Varla er hægt að skilja þennan grát út af mengunarákvæðum öðru vísi en svo að menn vilji helst falla frá því sem þegar hefur verið samþykkt í þessu efni. Bjóða upp á enn "sveigjanlegra mat á umhverfisáhrifum" en boðið var 1995.
Nú er bænagráturinn um stóriðju, hvað sem það kostar, kominn á hærra stig en 1995, og það sýnir að Hrunið hefur ekki kennt þeim neitt, sem réðu ferðinni 1995 og stefna að því að ná völdum aftur.
Vísar gagnrýni Bjarna á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún er orðin frekar þreytt þessi sögufölsun að Sigríður í Brattholti hafi skipt einhverjum sköpum um örlög Gullfoss. Hún er sjálfsagt brúkleg táknrænt... "idol" umhverfisverndar. Annað ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2012 kl. 13:28
Hugmyndafræði umhverfisverndarsamtaka snýst ekki um náttúruvernd heldur pólitík. Umhverfisverndarsamtök eru á móti stóriðju fyrst og fremst og það er alveg gilt sjónarmið.
Áróður fyrir því sjónarmiði á ekki að vera rekinn innan áhugasamtaka um náttúru og umhverfisvernd. Andstæðingar stóriðju eiga að stofna sérstök samtök um sjónarmið sitt eða reka það innan stjórnmálaflokka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2012 kl. 13:37
http://mbl.is/frettir/innlent/2010/02/15/alid_skiladi_177_milljarda_utflutningstekjum_i_fyrr/
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/01/31/hagstaed_um_104_5_milljarda/
Ekki það að ég sé að setja neitt sérstaklega út á ferðamennskuna, þó svo að hún sé ekki eins umhverfisvæn eins og sumir vilja láta, en eins og allir vita þá þarf að koma ferðamönnum hingað með tilheyrandi mengandi illa þefjandi reykspúandi ál fuglum háloftanna. Síðan þarf að keyra þeim í náttúruperlurnar þar sem þeir fá að traðka á viðkvæmri náttúrunni endurgjaldslaust.
Auðvitað á ferðamennskan rétt á sér sem og önnur atvinnustarfsemi svo lengi sem farið er að lögum í hvívetna og umhverfinu ekki spillt að óþörfu. En eins og allir vita þá hefur álverið verið mjög framarlega í því að hafa snyrtilegt í kringum sig.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 13:49
Ég hef sjaldan verið sammála Bjarna Ben en í þessu tilfelli er ég alveg sammála honum. Þegar náttúruverndarsinnar fara að aka um í hestvögnum, hætta að stinga tölvunum sínum í samband og éta eintómt hráfæði, þá skal ég kannski taka eitthvað mark á þeim. Það eru allar öfgar slæmar hvaða nafni svo sem þær nefnast.
Róbert Tómasson, 18.3.2012 kl. 14:00
Hvað skildi Sigríður í Brattholti segja nú við malbikuðu bílastæði á flötunum við Gullfoss og
sjopunni fyrir ofa fossinn. Auk þess var aldrei ætlunin að virkja Hvítá heldur Þjórsá við Búfell
sem orsökuð öll lætin sem urðu út af áætlun og hugmyndum Einars Ben.
Hefur eingin af öllum þessum draumóra mönnum, sem dreyma um milljónir ferðamanna trað-
kandi um landið og setja sig í aðstæður þar sem eyða þarf milljónum í að bjarga þeim til byggða,
gert sér grein fyrir því að ferðaþjónusta er nær arðlaus atvinnugrein sem sannast af því að öll þau
lönd sem byggja á slíkri atvinnugreyn í Evropu eru nú að fara á hausin eða farin.
Leifur Þorsteinsson, 18.3.2012 kl. 15:01
Sjallarnir hafa ekkert hugmyndaflug, “creativity”, fara helst troðnar slóðir, áhættufælnir. Vilja bara virkja og leggja línur, helst að útlendingar geri það. Síðan skal flytja inn hráefni, senda rafstraum í gegnum það og flytja síðan framleiðsluna til baka til útlanda. Allt í eigu útlendinga. Eftir verður úrgangur sem fer út í andrúsmloftið eða verður urðaður einhverstaðar. Kannski brenndur í Keflavík í sorpbrennslu sem Kaninn á. Dioxin, skiptir ekki máli, fýkur í burt. Jú, það mynndast nokkur störf, en samt örfá.
Menn sem læra ekkert af reynslunni, hakka í sama farinu þar til yfir lýkur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 15:11
Þú gleymir sáttaleiðinni Ómar. Hún er vel möguleg sbr. Bláa lónið ...
http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1229627/
Við þurfum meiri gjaldeyri til að borga AGS til baka og bæta lífskjör.
Kristinn Pétursson, 18.3.2012 kl. 15:13
NOKKRAR STAÐREYNDIR:
Útflutningsverðmæti þjónustu eru hér meiri en útflutningsverðmæti stóriðju.
Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.
Meðallaun í ferðaþjónustu eru hér ekki lægri en meðallaun í stóriðju.
Flestir í ferðaþjónustunni hér starfa allt árið.
Ferðaþjónusta skapar hér fleiri störf en stóriðjan.
Einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir hérlendis.
Störf í stóriðju eru þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 17:32
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að VIRÐISAUKI framleiðslunnar í hátækni er rúmlega ÞREFALT MEIRI EN Í STÓRIÐJU.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og Í INNLENDRI EIGU, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% ERU FLUTT ÚR LANDI."
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 17:34
Flestir erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands "vegna náttúru landsins en aðdráttarafl menningar og sögu hefur aukist".
Nýting gistirýmis á hótelum og gistiheimilum 2008 - Höfuðborgarsvæðið og landið allt, sjá bls. 12
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 17:37
Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hérlendis var um 8.400 árið 2007 og ef þeim störfum hefur fjölgað frá þeim tíma um 6,8% á ári að meðaltali, líkt og erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á síðasta áratug, voru þessi störf um ellefu þúsund í fyrra, meira en tvisvar sinnum fleiri en í álverunum hér og tengdum greinum.
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 17:40
Segðu mér Gunnar, hver er sögufölsunin um Sigríði í Brattholti, og hver er sannleikurinn? Þú hlýtur að lúra á einhverjum athyglisverðum upplýsingum fyrst að þú túlkar hina almennu sögu um Sigríði sem fölsun. Merkilegt, ég þekkti frænda hennar (reyndar fleiri en einn), og ekki voru þeir með aðra útgáfu af sögunni en maður bara gúglar....
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 18:11
Þessar endalausu runur af copy/paste hjá Steina virðast þjóna þeim tilgangi einum að eyðileggja öll venjuleg skoðanaskipti hérna. "Net-tröllið" þaggar niður í öðrum með þessu móti. Maðurinn virðist ekkert hafa til málanna að leggja frá eigin brjósti, heldur skellir inn sömu rullunni aftur og aftur.
Ég þekki manninn ekki neitt, en ég trúi að hann þurfi að vera undir læknishendi. Er heilbrigðiskerfið að bregðast aumingja manninum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2012 kl. 18:16
Kannski er þessi öfga"retórikk" að verða stærsta vandamálið á Íslandi, stærsta hindrunin fyrir skynsamt fólk að setjast saman og ræða skoðanir sínar á jafnt stóriðju og virkjunarmálum sem náttúruvernd, það heyrist því miður oftast hæst í öfgamönnum/konum en verst er kannski að annars skynsamt fólk, fólk sem hefur skoðanir en er líka gætt hæfileikum til að heyra og skoða tillögur annarra, verst að þetta fólk tekur undir í öfga"retórtikkinni" og bæði hrekst sjálft útí öfga og hrekur þá sem eru á öndverðum meiði út andstæða öfga, þannig leysist ekkert, öll orkan fer í skítkastið í stað þess að komast að samkomulagi og vinna að þessum málum og öðrum af skynsemi.
Meira um þetta hér, fyrir þá sem nenna að lesa http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1229697/
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2012 kl. 18:42
Gunnar.
Þú gapir hér eins og nýveiddur þorskur og leggur engar staðreyndir á borðið.
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 18:43
"Gullfoss og Geysissvæðið mala meira gull í verndarnýtingu en þau gætu gert í orkunýtingu". Ekki að ég vilji virkja , en segðu mér hvar eru þessir peningar.
Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 19:27
"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 18.3.2012 kl. 20:02
"And the show goes on" !!
Hér er maður sem er búinn að "afplána" 8 ár í pólítík, jákvæður, hugrakkur og ekki minnst skynsamur maður, lesið hvað hann hefur um umræðuna að segja:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/18/hef_laert_ad_lifa_med_afollunum/
Hann segir reyndar margt annað í þessu viðtali sem bara sýnir og sannar hvern mann hann hefur að geyma, það eru margir slíkir í samfélaginu, en alltof fáir þeirra láta í heyra, koma nú !!
kv
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2012 kl. 20:56
Staðreyndin er sú að áætlanir um virkjun Gullfoss gerðu ráð fyrir að rafurmagnið yrði notað til áburðarframleiðslu. Það að umráðamenn hans hættu við tengdist Sigríði ekkert, þótt hún berðist að sönnu ótrauð gegn virkjuninni, heldur fengu þýskir iðjuhöldar sitthvað annað um að hugsa þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á og gleymdu að senda leigugreiðslurnar. Má svosem rökstyðja það að Gullfoss höfum við grætt á þeim hildarleik. Þetta má til dæmis lesa út úr ævisögu Sveins Björnssonar sem var lögfræðilegur ráðunautur hennar og fékk ekkert að gert til að stöðva virkjunaráformin.
Dettur annars einhverjum í hug í alvöru að forríkir kapítalistar í útlöndum, sem ekki hikuðu við að steypa mannkyninu í mestu hættu sem yfir það hefur dunið með styrjöldinni, hafi spekúlerað eitthvað í mótmælum einnar konu norður í Ballarhafi, sem átti sér nú ekki mörg skoðanasystkin á þeim tíma og var raunar ekkert sérlega vinsæl heima fyrir því hún þótti stíf og sérlunduð og vann t.d. skemmdarverk á girðingaframkvæmdum sveitunga sinna.
En, hún er einhver fyrsti baráttumaðurinn gegn virkjunum. Það verður ekki af henni skafið.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 21:42
Það er vafalaust rétt að erlendir iðjuhöldar hefðu ekki látið eina íslenska konu standa í vegi fyrir sér og þeim hefði verið slétt sama þótt hún hefði kastað sér í fossinn í mótmælaskyni.
Af einhverjum ástæðum sér Gunnar ástæðu til að afgreiða Sigríði sem einhvers konar "fölsun" og þar með er kominn þessi fíni málstaður fyrir hann til þess að berjast fyrir því að Sigríðarstofa við Gullfoss verði rifin.
Minn kæri Gunnar. Má ég biðjast undan því að heilsufar manna, sem þú deilir við, sé notað sem röksemdir í athugasemdum hér á bloggsíðunni þegar gera þarf lítið úr viðkomandi?
"Sáttaleiðin" varðandi það að virkja um allt land, jafnt á hálendinu sem í byggð í anda Svartsengisvirkjunar og Bláa lónsins og að öll þessi mannvirki komist þar með í hóp undra veraldar, er algerlega á skjön við það, sem gerir Ísland einstakt meðal Evrópulanda, en það er það að hér eru enn eftir ósnortin víðerni og einstæð náttúra.
Í þeim bókum, sem hafa verið gefnar út um "undur veraldar", svo sem 100 undur veraldar, skiptast undrin í meginatriðum í tvennt: Manngerð undur og ósnortin náttúruundur.
Meðal manngerðu undranna eru Kínamúrinn, Stonehenge, Golden Gate brúin o. s. frv., og nú er Bláa lónið að bætast í þann hóp.
Hugsjón Kristins Péturssonar og fleiri virðist vera að vera svo stórtækur í að drita mannvirkjum um allt Ísland að þau komist á heimslistann.
Af því að Bláa lónið hafi heppnast vel eigi að valta yfir þá útlendinga sem koma hingað til lands til að kynnast stórbrotinni ósnortinni náttúru með því að bjóða þeim upp á sem flest mannvirki.
Má stórmerkilegt heita að Bandaríkjamenn skuli ekki fyrir löngu hafa toppað okkur með því að búa til Blá lón, gul lón og rauð lón út um allan Yellowstone-þjóðgarðinn með því að virkja þar allt í anda Kristsins.
Í einni athugasemd hér að ofan er efast um að Gullfoss og Geysir skili krónu í þjóðarbúið.
Sennilega er ályktað á þennan hátt af því að enginn þurfi að borga beint krónu fyrir að fara að þessum náttúrufyrirbærum.
Samt er "Gullni hringurinn" vinsælasta ferðamannaleið Íslands og gæti alls ekki borið það nafn ef Gullfoss og Geysir væru ekki með í því sem boðið er upp á og ferðamenn borga milljarða fyrir.
Ómar Ragnarsson, 18.3.2012 kl. 23:00
Þorvaldur S. Þetta Gullfoss kjaftæði er orðið þreytandi. Þú getur skoðað og flett
ollum áætlunum Einars Ben. uppi á þjóðarbókhlöðu. Þar liggur fullhönnuð Búrfels
virkjun ásamt áburðarverksmiðju og tillögum um járnbrautar lagningu um Suðurland
Virkjunin átti að reisa austan við Sámstaðamúla í gilinu og vatnið að flytjast í pípum
niður hlíðina. Hin nýja Búrfellsvirkju var byggð vestan við Sámstaðamúla og boruð jarð-
göng gegnum múlan. Gullfoss kemur virkjana málum Einars ekkett við.
Gullfoss var notaður á þingi sem áróður þegar andstæðingar Einars fóru geist í umræðinni
og þar bar lík á góma sala hans á norðurljósunum. Að hugsa sér bæði virkjanir og ferða-
mensku mótmælt í sömu andrá.
Leifur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 11:02
Alveg er dásamlegt að sjá þegar menn eru að reyna að breiða yfir það að útlendingar hafi falast eftir því að kaupa Gullfoss til þess að virkja hann.
Samkvæmt því er það bara þjóðsaga og "sögufölsun" að Sigríður í Brattholti hafi barist gegn sölu fossins og væntanlega algerlega ástæðulaust fyrir hana að fara sínar ferðir til Reykjavíkur til þess að koma í veg fyrir virkjunina.
Nú má búast við því að það verði næsta skref að þræta fyrir það að nokkur ástæða hafi verið fyrir þingeyska bændur að sprengja stífluna í Miðkvísl.
Og "sögufölsun" að draumur virkjanamanna hafi verið að sökkva Laxárdal og veita Skjálfandafljóti í Kráká, Mývatn og Laxá og búa til skollitað miðlunarlón, stærra en Mývatn.
Ómar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 11:18
Ómar hverjir vildu kaupa Gullfoss. Átti Sigríður ekki Gullfoss (hann tilheyrði hennar landareign)
Hún seld fossinn síðarskildmenni síu fossin.
Leifur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 12:55
Sínu á að standa ekki síu.
Leifur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 12:57
Leifur! Hvað kemur Einar Benediktsson og hugsanleg Búrfellsvirkjun því við sem ég var að segja?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 12:59
Ég er ekki að segja að barátta Sigríðar í Brattholti hafi verið fölsun, einungis að framlag hennar á árunum 1909-1918 var symbólískt og "hype-að" upp á seinni hluta 20. aldar. Ef raunhæft hefði verið að virkja Gullfoss á þessum árum, hefði það verið gert. Engar meiriháttar virkjanir urðu að veruleika fyrr en löngu síðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2012 kl. 13:02
Þorvaldur. ég verð að játa að það kom ekki skírt fram að sigríður í Brattholti
var notuð þegar barist var gegn áætlunum Einars um búrfell eins og hver
önnur fjallkona. Hún hefði betur verið til staðar þegar "ferðafrömuðir" malbikuðu
við fossinn og reistu þar sjoppu, allt í anda framfara? í ferðamensku. Næst veður
þar reist hótel og gerður golfvöllur er það ekkt æðsti draumur vermdarsinna.
Leifur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 13:51
Verndarsinni/ekki vermdarsinni
Leifur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 13:56
"Um síðustu aldamót var Gullfoss leigður til 150 ára en kaupsýslumenn voru þá í óða önn að tryggja sér rétt yfir fossum í von um skjótfenginn gróða þegar virkjunarframkvæmdir hæfust.
Annar eiganda fossins, Tómas Tómasson í Brattholti, fékk bakþanka og upp frá því hófust málaferli þar sem hann reyndi að fá samninginn ógiltan.
Dóttir Tómasar, Sigríður, lagði á sig ómælt erfiði til þess að það tækist þau sex ár sem málaferlin stóðu.
Þegar dómur féll í málinu, Brattholtsfeðginum í óhag, hótaði hún að henda sér í fossinn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkjunarframkvæmda."
"Sigríðar hefur jafnan verið minnst vegna baráttu hennar fyrir Gullfossi og árið 1978 var reistur minnisvarði um hana við fossinn.
Hinn 19. júní síðastliðinn [1994] var opnuð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn hjá Gullfossi sem nefnd er Sigríðarstofa."
Sigríður í Brattholti og Gullfoss
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 14:44
"Um miðjan áttunda áratuginn komu fram hugmyndir um að friðlýsa Gullfoss.
Þegar menn voru komnir af stað með að útbúa friðlýsingu fyrir fossinn, bauð Einar Guðmundsson fram eins mikið land til friðlýsingar meðfram Hvítá eins og menn töldu nauðsynlegt og samkomulag næðist um.
Boðið var þegið og Gullfoss og landið sem Einar gaf var friðlýst árið 1979."
Gullfoss - Iðnvæðing og náttúrufegurð
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 14:55
Það er fróðlegt að það eru virkjanir við Niagara fossa, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Niagara_Falls#Power. Hverjum hefði dottið það í hug þegar menn skoða þessa stórfenglegu fossa.
Ég held að flestir ef ekki allir Íslendingar séu sammála að ekki eigi að virkja Gullfoss. En það er fullt af öðrum virkjunarmöguleikum og eðlilegt að skoða þá möguleika.
Er ekki meginmálið í þessum virkjana umræðu að klára Rammaáætlun og skapa sátt um bæði það sem við teljum í lagi að virkja og það sem við teljum ekki í lagi að virkja ? Því miður bólar ekkert á rammaáætluninni.
Gísli Gíslason, 19.3.2012 kl. 15:21
Sigríður í Brattholti vissi ekki betur en að það ætti að virkja fossinn og þar með "hamlaði hún verðmætasköpun" með því að berjast gegn því. Skiptir engu þótt aðrar ástæður yrðu til þess að hætt var við þau áform. Hún barðist gegn þeim.
Ómar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 22:34
Það væri gaman að vita hver fann upp þessa vitleysu að vatnsaflsvirkjun og ferðamennska séu andstæður. Það er eðlilegt að Sigríður í Brattholti hafi haldið árið 1920 að Gullfoss mundi hverfa ef hann væri virkjaður en nú gera menn hlutina öðruvísi. Mest heimsótti foss í heimi er Niagara og það eru fimm virkjanir í honum. Ein vinsælasta ferðamannaleið landsind er meðfram virkjanaröðinni í Þjórsá-Tungná. Við hvað er verið að berjast ?
Jónas Elíason (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.